top of page
Search


Barna- og unglinameistaramót TBR 2026, 31.jan.-1.feb.
Barna- og unglingameistaramót TBR 2026 verður haldið um helgina 31. janúar - 1. febrúar, í TBR húsum, Reykjavík. Mótið hefst kl. 09:00 báða dagana. Keppt verður í eftirtöldum flokkum; U13: Hnokkar - tátur; fædd 2013 og síðar U15: Sveinar - Meyjar; fædd 2012 og 2011 U17: Drengir - Telpur; fædd 2010 og 2009 U19: Piltar - Stúlkur; fædd 2008 og 2007 Ætlast er til að allir keppi í sínum aldursflokki. Þeir sem tapa fyrsta leik í einliðaleik í U13 og U15 fara í aukaflokk. Keppt er í
laufey2
2 days ago1 min read


Sigurvegarar á RSL Iceland International 2026
RSL Iceland International 2026 var haldið í TBR húsinu um helgina, 22. - 25. janúar, þar sem rúmlega 250 keppendur frá 40 löndum tóku þátt í mótinu. Hér má finna myndir frá mótinu: https://www.flickr.com/gp/151929371@N05/t87dy2e4r0 Úrslit urðu eftirfarandi: Tvenndarleikur 1. sæti - Caroline Racloz og Yann Orteu - Sviss 2. sæti - Julie Franconville og Nicolas Franconville - Sviss Yann og Caroline <----> Julie og Nicolas Einliðaleikur karla 1. sæti - Mikkel Langemark - Danmör
Margrét Nilsdóttir
2 days ago1 min read


Dagur 3 - Hörkuspennandi keppni á RSL Iceland International í dag
Skemmtilegur keppnisdagur er að baki á mótinu í dag, þar sem margir hörkuspennandi leikir fóru fram í 16 liða og 8 liða úrslitum mótsins. Íslensku keppendurnir kepptu í hörku leikjum í dag og sýndu mikla baráttu en féllu úr keppni í 16 liða úrslitum mótsins gegn sterkum andstæðingum. Undanúrslit mótsins hefjast í fyrramálið, sunnudaginn 25. janúar kl. 09:00 . Úrslit mótsins fara svo fram síðar um daginn og hefjast kl. 15:00 . Öll hjartanlega velkomin í TBR að fylgjast með s
Margrét Nilsdóttir
3 days ago1 min read


Dagur 2 - Níu Íslendingar áfram í 16 liða úrslit á RSL Iceland International
Frábær dagur að baki í TBR húsinu í dag. Margir hörkuspennandi leikir og eru níu Íslendingar komnir áfram í 16 liða úrslitin sem fara fram á morgun, laugardaginn 24. janúar. 16 liða úrslitin hefjast á morgun kl. 9:00 og hvetjum við áhorfendur til að fjölmenna í TBR og hvetja okkar fólk áfram. Áætlaður tími hjá íslenska hópnum: 9:30 - Kristófer og Drífa - Tvenndarleikur - Völlur 2 9:30 - Einar Óli og Lilja - Tvenndarleikur - Völlur 3 12:30 - Drífa og Sara Lindskov - Tvíli
Margrét Nilsdóttir
4 days ago1 min read


Dagur 1 - RSL Iceland International 2026
Fyrsti keppnisdagur RSL Iceland International er að baki þar sem margir flottir og spennandi leikir fóru fram í undankeppni mótsins. Íslensku keppendurnir stóðu sig vel og léku marga hörkuspennandi leiki gegn sterkum andstæðingum. Annar keppnisdagur mótsins hefst kl. 09:00 á morgun , föstudaginn 23. janúar og eru allir hvattir til að koma og horfa á heimsklassa badminton í TBR . Bein útsending verður frá keppninni alla mótsdagana á YouTube-rás Badminton Iceland . Bein útsendi
Margrét Nilsdóttir
5 days ago1 min read


RSL Iceland International 2026 er hafið
RSL Iceland International er nú formlega hafið. Mótið fer fram dagana 22.-25. janúar í TBR og er mótið hluti af Reykjavík International Games. Í dag fer fram fyrsti keppnisdagur mótsins þar sem leikið er í undankeppni (qualification). Mótið er nú í fullum gangi en það hófst í morgun kl. 9:00 og mun standa yfir fram á kvöld. Á mótinu eru samtals 34 keppendur sem keppa fyrir Íslands hönd. Alls voru 277 keppendur skráðir til leiks frá 44 löndum en rúmlega 250 keppendur frá 40 lö
Margrét Nilsdóttir
5 days ago1 min read


ÚRSLIT Á MEISTARAMÓTI TBR 2026, 10 - 11. janúar
Meistaramót TBR 2026 var haldið í TBR húsinu um helgina, 10. - 11. janúar. Keppt var í einliða-, tvíliða- og tvenndarleik í fullorðinsflokkum. Góð þátttaka var í mótið, alls 95 keppendur frá 6 félögum og mikið um skemmtilega og spennandi leiki. Úrslit urðu eftirfarandi: Úrvalsdeild: Í einliðaleik karla sigraði Einar Óli Guðbjörnsson TBR og Eggert Þór Eggertsson TBR varð í öðru sæti. Í einliðaleik kvenna sigraði Arna Karen Jóhannsdóttir TBR og Iðunn Jakobsdóttir TBR varð í öðr
laufey2
Jan 112 min read


RSL ICELAND INTERNATIONAL 2026, 22-25 JANÚAR
RSL Iceland International 2026 fer fram í TBR húsum 22 - 25 janúar 2026. BSÍ heldur mótið í samvinnu við Tennis- og badmintonfélag Reykjavíkur. Mótið er Future Series Tournament og hluti af Badminton Europe Elite Circuit. Skráningu í mótið lauk 23. desember s.l. og var skráning mjög mikil, alls 275 keppendur, frá 43 löndum. Frá Íslandi eru skráð 35 keppendur frá þremur félögum. Þátttökulisti mótsins ( M&Q listinn ) hefur verið birtur á heimasíðu BSÍ og á Badminton Eur
laufey2
Dec 28, 20251 min read


MEISTARAMÓT TBR 2026, 10-11. JANÚAR
Opið Meistaramót TBR í badminton verður haldið í TBR dagana 10-11. janúar 2026. Keppt verður í einliða-, tvíliða- og tvenndarleik í eftirtöldum flokkum: Úrvalsdeild 1. deild 2. deild Þátttökugjöld eru kr. 6.000 í einliðaleik og kr. 4.500 pr. mann í tvíliða- og tvenndarleik. Keppni hefst kl. 09.00 báða dagana. Keppt verður í riðlum í einliðaleik en beinn útsláttur verður í tvíliða- og tvenndarleik. Þátttöku skal tilkynna til TBR á staðalformi BSÍ í síðasta lagi sunnudaginn
laufey2
Dec 27, 20251 min read


Badmintonfólk ársins 2025
Davíð og Kristófer eru badmintonmenn ársins árið 2025. Þetta er í annað skiptið sem Badmintonsamband Ísland velur tvo einstaklinga sem badmintonmenn ársins. Davíð og Kristófer hafa staðið sig vel bæði hér heima sem og á alþjóðlegum vettvangi þar sem þeir eru efstir Íslendinga á heimslista alþjóða badmintonsambandsins en þeir eru sem stendur í 168 sæti á listanum í tvíliðaleik. Í tvíliðaleik á Íslandi sigruðu Davíð og Kristófer öll 7 mótin sem fram fóru, þ.á.m. Meistaramót Ísl
bsí
Dec 27, 20252 min read


Sune Gavnholt ráðinn landsliðsþjálfari Íslands í badminton
Sune Gavnholt hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari Íslands í badminton og mun taka til starfa 1. janúar 2026. Sune Gavnholt hefur þjálfað badminton í yfir 20 ár og er fyrrum landsliðsþjálfari Austurríkis og Færeyja. Sune er vel menntaður og reynslumikill þjálfari ásamt því að vera öflugur spilari á árum áður. Hann er menntaður kennari og er með hæstu mögulegu þjálfaragráðu frá Danmörku. Sune starfar við þjálfun hjá Stavtrup og Randers í Danmörku, hann er einliðaleiksþjálfa
bsí
Dec 22, 20251 min read


Búið að draga í happdrætti Badmintonsambandsins 2025
Í gær 19. desember var dregið í happdrætti Badmintonsambands Íslands hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Vinningsnúmer má nálgast með því að smella hér. Badmintonsamband Íslands þakkar öllum þeim sem styrktu sambandið sem og sölumönnum okkar. Söluhæsti einstaklingurinn í hverju félagi fær gjafabréf hjá RSL. Athugið að vinningsnúmer eru birt með fyrirvara um villur.
bsí
Dec 20, 20251 min read


LJÚFLINGAMÓT TBR 2025, 14. DES.
Ljúflingamót TBR 2025 verður haldið í TBR sunnudaginn 14. desember n.k. Keppni hefst kl. 10:00 og verðlaunaafhendingu verður lokið um 14:00. Mótsgjald er 500 kr. Keppt verður í einliðaleik og spilað í eftirfarandi flokkum: U9 ára - fædd 2017 og síðar U11 ára - fædd 2015 og 2016 Strákar og stelpur í sama flokki. Spilað með plastkúlum, venjulegar leikreglur og völlur.
laufey2
Dec 11, 20251 min read


JÓLAMÓT UNGLINGA 2025 Í TBR, 13 DES.
Jólamót unglinga 2025 verður haldið í TBR laugardaginn 13 desember n.k. Mótið hefst kl. 10:00 Keppt verður í einliðaleik - í riðlum, í öllum flokkum unglinga; U13, U15, U17 og U19 Mótsgjald er 3.500 kr. pr. leikmann
laufey2
Dec 11, 20251 min read


Karlalandsliðið tilbúið fyrir EMTCQ 2025, 4 - 7 des.
Karlalandslið okkar lagði af stað í morgun til Prag í Tékklandi til að taka þátt í undankeppni Evrópukeppninnar í liðakeppni 2025. Í landsliðinu eru; Davíð Bjarni Björnsson Kristófer Darri Finnsson Gústav Nilsson Einar Óli Guðbjörnsson Eggert Þór Eggertsson Þjálfari liðsins er Atli Jóhannesson Riðill 3 er spilaður í Prag en Ísland er í undanriðli 2 með Tékklandi og Austurríki. Ísland keppir við Tékkland 4. des. kl. 14:00 og við Austurríki 5. des. kl. 14:00.
laufey2
Dec 2, 20251 min read


U17 hópurinn klár fyrir Evrópumótið á Spáni 29.11 - 7.12´25
U17 landslið Íslands fyrir Evrópumótið 2025 á Spáni tilbúið fyrir ferðina, ásamt þjálfara, aðstoðarþjálfara og fararstjóra. Fyrir hönd Íslands taka þátt: Iðunn Jakobsdóttir - TBR Lilja Dórótea Theodórsdóttir - TBR Brynjar Petersen - TBR Erik Valur Kjartansson - BH Grímur Eliasen - TBR Lúðvík Kemp - BH Óðinn Magnússon - TBR Sebastían Amor Óskarsson - TBS Gerda Voitechovskaja - Þjálfari Anna María Björnsdóttir - Aðstoðarþjálfari Óskar Þórðarson - Fararstjóri Ísland spilar í 5.
laufey2
Nov 28, 20251 min read


ÚRSLIT Á MEISTARAMÓTI BH 2025, 21-23.nóv.
Meistaramót Badmintonfélags Hafnarfjarðar og RSL var haldið í Íþróttahúsinu við Strandgötu um liðna helgi, 21.-23. nóvember 2025. Keppt var í einliða-, tvíliða- og tvenndarleik í fullorðinsflokkum. Mjög góð þátttaka var í mótið, alls 99 keppendur frá 6 félögum og mikið um skemmtilega og spennandi leiki. Umgjörð mótsins var til fyrirmyndar, keppt á mottum og alþjóðlegt stigakerfi notað. Úrslit urðu eftirfarandi: Úrvalsdeild: Í einliðaleik karla sigraði Einar Óli Guðbjörnsson
laufey2
Nov 24, 20252 min read


Evrópumót U17 fer fram á Spáni
Evrópumót 17 ára og yngri fer fram 29. nóvember til 07. desember á Lanzarote á Spáni. Badmintonsamband Ísland hefur valið 8 leikmenn til að taka þátt í þessu verkefni en Ísland tekur bæði þátt í liða-og einstaklingskeppni. Mótið er stórt að þessu sinni en yfir 37 þjóði. Fyrir hönd Íslands taka þátt: Iðunn Jakobsdóttir - TBR Lilja Dórótea Theodórsdóttir - TBR Brynjar Petersen - TBR Erik Valur Kjartansson - BH Grímur Eliasen - TBR Lúðvík Kemp - BH Óðinn Magnússon - TBR Sebast
bsí
Nov 19, 20251 min read


Deildakeppni BSÍ´25-´26, staðan eftir 2. umferðir
Deildakeppni BSÍ 2025 - 2026, í 1. og 2. deild, fór fram um helgina í samvinnu við Badmintonfélag Hafnafjarðar, á Strandgötunni Hafnafirði. Spilaðar voru 2 umferðir í hvorri deild. Í 1. deild eru 5 lið og því situr eitt lið hjá í hverri umferð. Þar eru BH - B efstir með tvo sigra og TBR-A og BH-H í 2-3 sæti með einn sigur hvor. Í 2. deild eru 6 lið og þar eru TBR Sleggjur og BH - Vindhögg efst með tvo sigra og TBR-C og UMFA í þriðja til fjórða sæti með einn sigur hvor. Deilda
laufey2
Nov 15, 20251 min read


Happdrætti Badmintonsambands Íslands 2025
Þessa dagana er í gangi sala á miðum í árlegu happdrætti Badmintonsambands Íslands til styrktar afreks-og útbreiðslustarfi. Öllum iðkendum býðst að fá miða til að selja til styrktar sambandinu en safna um leið pening í eigin sjóð. Miðinn kostar 2.500 kr og fær sölufólkið 500 kr í sölulaun. Söluhæsti einstaklingurinn í hverju félagi verður verðlaunaður með 10.000 kr gjafabréfi hjá RSL. Verðlaunin í happdrættinu eru glæsileg, gjafabréf frá Icelandair, Húsgagnahöllinni, og Ormss
bsí
Nov 12, 20251 min read
bottom of page







