top of page
Þjálfaramenntun

Stefnt er að því að vera með þjálfaranámskeið á hverju hausti á vegum Badmintonsambands Íslands.

Að auki geta þjálfarar sótt um að fara á þjálfaranámskeið í tengslum við:

  • Sumarskóla Badminton Europe (level 1 og level 2)

  • Nordic Camp

  • North Atlantic Camp

Íþróttahreyfingin hefur samræmt kerfi er við kemur menntun þjálfara. ÍSÍ sér um að kenna almennan hluta námsins en BSÍ sér um sérhæfðan badmintonhluta. Undanfarið hefur Fræðslunefnd BSÍ vann að endurskipulagi þjálfaranámskeiða BSÍ vegna nýs námsefnis sem gaf var út 2010. Í vetur (2016-2017) verður vonandi boðið upp á þrjú grunn námskeið fyrir badmintonþjálfara:

 

Badmintonþjálfari 1A - 22. og 29. október 2017
Badmintonþjálfari 1B - 17. - 18. febrúar 2018
Badmintonþjálfari 1C - 3. - 4. mars 2018

Öll námskeiðin verða kennd á Höfuðborgarsvæðinu og verður nánari dagskrá og staðsetning tilkynnt þegar nær dregur og þátttaka liggur fyrir. Hvert námskeið er 20 kennslustundir og má gróflega áætla að tímasetningar þeirra verði föstudag kl. 18-23, laugardag kl. 9-16 og sunnudag 9-14.

 

Kostnaður
1A kr. 15.000, 1B kr. 15.000 og 1C kr. 15.000. Öll námskeiðin keypt í einu kr. 40.000.
Þar sem að tölvuerðar breytingar hafa orðið á þjálfaranámskeiðum BSÍ frá fyrri árum vegna nýs námsefnis og þróunnar í þjálfunarmálum íþróttarinnar eru þeir sem áður hafa tekið námskeið hvattir til að taka námskeiðin aftur. Veittur er 60% afsláttur af námskeiðsgjaldi til þeirra sem áður hafa setið ofangreind námskeið.


Badmintonbókin - Kennsluskrá BSÍ eftir Kenneth Larsen er innifalin í námskeiðsgjaldi Badmintonþjálfara 1A. Bókin er notuð til kennslu á öllum þjálfaranámskeiðum BSÍ. Í lausasölu kostar bókin 5.000 kr.

 

Inntökuskilyrði
Lágmarksaldur til þátttöku í þjálfara 1 er 16 ár. Til að geta tekið þjálfara 1B þurfa þjálfarar að hafa lokið námskeiði 1A og til að geta tekið 1C þarf að ljúka bæði 1A og 1B. Að stigi 1 loknu á þjálfarinn að geta skipulagt og stjórnað æfingatíma hjá börnum og unglingum á byrjendastigi.
Upplýsingar um almennan hluta ÍSÍ má nálgast á heimasíðunni www.isi.is

Skráningar á námskeið óskast sendar á netfangið bsi@badminton.is með upplýsingum um nafn, kennitölu og greiðanda námskeiðsins.

bottom of page