top of page
       Skipulag leikdags
Minnisatriði fyrir heimalið

Undirbúningur fyrir leikdag

  • 14 dögum fyrir leikdag skal vera í samskiptum við mótherja og staðfesta leikdag og tíma.

  • Upplýsingar um fyrirliða:

  • Tryggja að vellir séu lausir og tilbúnir fyrir leikdag.

  • Auglýsa leikinn á heimasíðu /facebooksíðu félagsins og/eða Tiktok.

Á leikdegi

  • Mæta tímanlega í leikinn.

  • Er salurinn tilbúinn fyrir leikdag.

  • Aðstaða bæði til fataskipta, upphitunar o.s.frv.

  • Passa að nóg sé til af RSL kúlum fyrir leikinn.

  • Prenta út liðsuppstillingablað:

Liðsuppstilling

  • Að minnsta kosti fjórum klukkustundum fyrir leik skal senda liðsuppstillingarblað á:

  • Ef varamenn eru kallaðir inn í lið þá skal senda upplýsingar um það tímanlega á:

  • Fyrirliðar liðanna fylla út sameiginlegt liðsuppstillingarblað og ákveða leikjaröð.

  • Stilla þarf liði upp í réttri styrkleikaröð í einliðaleik karla miðað við nýjasta útgefna styrkleikalista BSÍ á leikdegi.  Ef leikmaður er ekki á styrkleikalistanum skal raða honum eftir bestu vitund fyrirliðans.

Umgjörð og skipulag

  • BSÍ biður félögin að skrá leikmenn samviskusamlega í rétt lið m.v. styrkleika leikmanna.

  • Í Úrvalsdeild skal heimalið sjá um að dómari sé á öllum fimm leikjunum.

  • Í 1. deild og 2. deild skal heimalið útvega teljara.

  • Heimalið skal sjá um að nægur fjöldi kúla sé til staðar.

  • Spila skal með RSL Classic kúlum. BSÍ getur haft milligöngu um kaup á kúlum.

  • BSÍ biður félögin að huga vel að umgjörð leikjanna.

Eftir leik

  • Passa að skrá nákvæmlega úrslit í öllum lotum og leikjum.

  • Fyrirliðar beggja liða skrifa undir og þar með staðfesta að allt sé rétt skráð.

  • Fyrirliði heimaliðs skal senda úrslitin á deildakeppni@badminton.is innan 24 klukkustunda frá lok leiks.

 

Ef eitthvað kemur kemur uppá má hafa samband við Mótstjóra í síma 867-6122

bottom of page