Styrkleikalistar
Öll fullorðinsmót á mótaröð Badmintonsambands Íslands gefa stig á styrkleikalista fullorðinna.
Styrkleikalistinn er gefinn út fljótlega eftir hvert mót.
Allar nánari reglur er varðar styrkleikalista má finna í mótareglum BSÍ.
Unglingaflokkar:
Tímabilið 2024 - 2025 verður ekki notast við styrkleikalista unglinga, heldur raðað í mót, eftir styrkleika,
af nefnd á vegum BSÍ.
Exel skráningarskjal fyrir unglingaflokka
Fullorðinsflokkar
Samkvæmt nýjum mótareglum og nýjum styrkleikalista í fullorðinsflokkum, veturinn 2021 – 2022, eru gefin eftirfarandi stig eftir því hversu langt leikmenn komast í mótum á mótaröð BSÍ:
Deild - stigagjöf:
1. sæti 2. sæti 3. - 4. sæti 5. - 8. sæti 9. - 16. sæti
Úrvalsdeild 9.200 6.900 4.600 2.760 1. 380
1. deild 4.000 3.000 2.000 1.200 600
2. deild 1.700 1.275 850 510 255
Eftirfarandi gildir um þátttökustig í fullorðinsmótum en þessi stig fá þeir leikmenn sem ekki fá önnur stig.
Úrvalsdeild 500
1. deild 250
2. deild 125
Í fullorðinsflokkum er styrkleikalisti BSÍ árslisti þar sem mótin falla út að ári liðnu. Fimm bestu mót keppenda síðasliðna 12 mánuði þar á undan mynda listann.
Í nóvember 2021 var tekið í notkun nýtt Master skráningarskjal, þar sem styrkleikalistinn er inn í skjalinu. Listinn er uppfærður í skjalinu og nýtt skjal, með uppfærðum styrkleikalista, settur hér að neðan eftir hvert mót.
Styrkleikalista fullorðinna má finna hér að neðan - nýjasti listinn er efstur:
Skráningarskjal og styrkleikalisti 7. okt. 2024
Skráningarskjal og styrkleikalisti 23. sept. 2024
Skráningarskjal og styrkleikalisti 11. sept. 2024