Styrkleikalistar
Öll A-mót unglinga og öll fullorðinsmót á mótaröð Badmintonsambands Íslands gefa stig á styrkleikalistana.
Styrkleikalistinn er gefinn út fljótlega eftir hvert mót.
Allar nánari reglur er varðar styrkleikalistana má finna í mótareglum BSÍ.
Unglingaflokkar:
Samkvæmt nýjum mótareglum og nýjum styrkleikalista í unglingaflokkum, veturinn 2021 – 2022, eru gefin eftirfarandi stig eftir því hversu langt leikmenn komast í A-mótum :
Flokkur - stigagjöf:
1. sæti 2. sæti 3. - 4. sæti 5. - 8. sæti 9. - 16. sæti
U19 9.200 6.900 4.600 2.760 1.380
U17 5.500 4.125 2.750 1.650 825
U15 4.000 3.000 2.000 1.200 600
U13 2.500 1.875 1.250 750 375
Eftirfarandi tafla gildir um þátttökustig í unglingamótum en þessi stig fá þeir leikmenn sem ekki fá önnur stig.
U19 500
U17 375
U15 250
U13 125
Mótanefnd Badmintonsambands Íslands gefur út nýjan styrkleikalista til röðunar í fyrsta mót nýs tímabils. Er listinn gefinn út í síðasta lagi tveimur vikum fyrir fyrsta mót.
Þá hafa verið útbúnar einfaldar leiðbeiningar til þess að einfalda styrkleikalistann sem er nú einn heildarlisti fyrir alla flokka. Leiðbeiningarnar má finna hér að neðan.
Leiðbeiningar við styrkleikalista unglinga
Styrkleikalista unglinga má finna hér að neðan - nýjasti listinn er efstur:
Styrkleikalisti unglinga - 28. mars 2022
Styrkleikalisti unglinga - 8. mars 2022
Styrkleikalisti unglinga - 28. desember 2021
Styrkleikalisti unglinga - 04. nóvember 2021
Styrkleikalisti unglinga - 27. september 2021
Styrkleikalisti unglinga - 20. september 2021
Styrkleikalisti unglinga - 29. ágúst 2021
Fullorðinsflokkar
Samkvæmt nýjum mótareglum og nýjum styrkleikalista í fullorðinsflokkum, veturinn 2021 – 2022, eru gefin eftirfarandi stig eftir því hversu langt leikmenn komast í mótum á mótaröð BSÍ:
Deild - stigagjöf:
1. sæti 2. sæti 3. - 4. sæti 5. - 8. sæti 9. - 16. sæti
Úrvalsdeild 9.200 6.900 4.600 2.760 1. 380
1. deild 4.000 3.000 2.000 1.200 600
2. deild 1.700 1.275 850 510 255
Eftirfarandi gildir um þátttökustig í fullorðinsmótum en þessi stig fá þeir leikmenn sem ekki fá önnur stig.
Úrvalsdeild 500
1. deild 250
2. deild 125
Í fullorðinsflokkum er styrkleikalisti BSÍ árslisti þar sem mótin falla út að ári liðnu. Fimm bestu mót keppenda síðasliðna 12 mánuði þar á undan mynda listann.
Í nóvember 2021 var tekið í notkun nýtt Master skráningarskjal, þar sem styrkleikalistinn er inn í skjalinu. Listinn er uppfærður í skjalinu og nýtt skjal, með uppfærðum styrkleikalista, settur hér að neðan eftir hvert mót.
Styrkleikalista fullorðinna má finna hér að neðan - nýjasti listinn er efstur:
Skráningarskjal og styrkleikalisti 11. apríl 2022
Skráningarskjal og styrkleikalisti 22. mars 2022
Skráningarskjal og styrkleikalisti 1. mars 2022
Skráningarskjal og styrkleikalisti 21. janúar 2022
Nýtt skráningarskjal, með leiðbeiningum og styrkleikalisti. 18 des. 2021
Skráningarskjal og styrkleikalisti 10. desember 2021
Styrkleikalisti fullorðinna 15. nóvember 2021
Styrkleikalisti fullorðinna 26. október 2021
Styrkleikalisti fullorðinna 11.október 2021
Styrkleikalisti fullorðinna 6.september 2021
Styrkleikalisti fullorðinna ( Uppfært 29. ágúst 2021 ) en síðasti styrkleikalisti hefur verið heimfærður í nýja kerfið.