Heimsóknir til badmintonfélaga
Um árabil hefur Badmintonsambandið sent þjálfara í heimsóknir til félaga víðsvegar um landið. Yfirleitt hefur verið um að ræða staði þar sem erfitt hefur verið að finna þjálfara og því aðili frá Badminton-sambandinu kynnt heimamönnum fyrir því hvernig hægt sé að skipuleggja æfingar og halda uppi starfi. Einnig hefur verið um að ræða heimsóknir til að efla áhuga og koma með nýjar hugmyndir fyrir starfandi forsvarsmenn í félögunum.
Fyrirkomulag heimsókna hefur verið á þann veg að Badmintonsambandið hefur útvegað viðkomandi þjálfara en félagið sem fær heimsóknina greiðir fyrir ferðakostnað, laun þjálfara og uppihald. Fyrirkomulagið hefur gengið vel og hægt hefur verið að verða við flestum beiðnum um heimsóknir.
Félög sem óska eftir að fá heimsókn frá Badmintonsambandinu geta haft samband á tölvupóstfangið bsi@badminton.is.