top of page
Search
  • bsí

Áramótaannáll 2020

Við áramót er hefð að líta yfir árið sem er að líða og skoða helstu viðburði og afrek. Þetta ár hefur verið mjög frábrugðið öðrum árum með tilkomu Covid en mótahald auk æfinga hafa legið niðri stóran part af árinu.Janúar

Meistaramót TBR var fyrsta mót nýs árs eins og vant er og var mótið hluti af Hleðslubikarnum. Keppt var í öllum greinum í meistaraflokki, A- flokki og B-flokki:

Meistaraflokkur :

Í einliðaleik karla var það Kristófer Darri Finnsson TBR sem vann Daníel Jóhannesson TBR í úrslitaleiknum 14-21, 21-16 og 21-18. Í einliðaleik kvenna mættust í úrslitum Júlíana Karitas Jóhannsdóttir og Sigríður Árnadóttir en báðar koma þær frá TBR. Vann Sigríður leikinn 21-18 og 21-18. Í tvíliðaleik karla léku til úrslita Davíð Bjarni Björnsson TBR / Kristófer Darri Finnsson TBR gegn Daníel Jóhannessyni TBR / Jónas Baldurssyni TBR. Voru það Davíð Bjarni og Kristófer Darri sem unnu leikinn 21 - 17 og 21 - 13. Í tvíliðaleik kvenna mættust Margrét Jóhannsdóttir TBR / Sigríður Árnadóttir TBR og Erla Björg Hafsteinsdóttir BH / Elín Þóra Elíasdóttir BH. Voru það Margrét og Sigríður sem unnu leikinn 12-21, 21-10 og 22-20. Í tvenndarleik unnu þau Kristófer Darri Finnsson TBR og Margrét Jóhannsdóttir TBR. Þau spiluðu gegn Davíð Bjarna Björnssyni TBR og Erla Björg Hafsteinsdóttur BH og unnu leikinn 21-17 og 21-19.

A flokkur :

Í einliðaleik karla sigraði Gabríel Ingi Helgason. Hann mætti Gústav Nilssyni TBR og vann eftir oddalotu 11-21, 21-18 og 21-16. Í einliðaleik kvenna voru fjórir keppendur skráðir til leiks og var spilað í riðli og var það Rakel Rut Kristjánsdóttir BH sem vann alla sína leiki. Í öðru sæti varð Elín Ósk Traustadóttir BH. Í tvliðaleik karla mættust í úrslitum Egill Sigurðsson TBR / Ingólfur Ingólfsson TBR og Gústav Nilsson TBR / Stefán Árni Arnarsson TBR. Voru það Egill og Ingólfur sem unnu leikinn 21-12 og 21-15. Í tvíliðaleik kvenna léku til úrslita Lilja Berglind Harðardóttir BH / Rakel Rut Kristjánsdóttir BH og Sunna Karen Ingvarsdóttir Afturelding / Svanfríður Oddgeirsdóttir Afturelding. Voru það Sunna og Svanfríður sem unnu leikinn 21-16 og 21-18. Í tvenndarleik mættust Kristian Óskar Sveinbjörnsson BH / Rakel Rut Kristjánsdóttir BH og Gústav Nilsson TBR / Guðbjörg Jóna Guðlaugsdóttir TBR. Voru það Gústav og Guðbjörg sem unnu leikinn 21-17, 18-21 og 21-14.

B flokkur :

Í einliðaleik karla mættust í úrslitum Guðmundur Adam Gígja BH og Ásgeir Andri Adamsson Samherja. Var það Ásgeir sem vann leikinn 21-15, 18-21 og 21-12. Í einliðaleik kvenna spiluðu til úrslita Halla Stella Sveinbjörnsdóttir BH og Natalía Ósk Óðinsdóttir BH. Var það Natalía sem vann eftir oddalotu 21-13, 18-21 og 21-6. Í tvíliðaleik karla spiluðu Haukur Þórðarson BH / Stefán Alfreð Stefánsson Aftureldingu og Eiríkur Sigurðsson TBR / Finnur Sigurðsson TBR til úrslita. Voru það Haukur og Stefán sem unnu eftir hörku leik 23-21, 15-21 og 21-18. Í tvíliðaleik kvenna mættust Natalía Ósk Óðinsdóttir BH / Sara Bergdís Albertsdóttir BH og Halla Stella Sveinbjörnsdóttir BH / Karítas Perla Elídóttir BH. Voru það Natalía og Sara sem unnu eftir oddalotu 13-21, 21-9 og 21-18.

Í tvenndarleik léku til úrslita Jón Sverrir Árnason BH / Natalía Ósk Óðinsdóttir BH og Stefán Alfreð Stefánsson Afturelding / Svanfríður Oddgeirsdóttir Afturelding. Voru það Stefán og Svanfríður sem unnu eftir oddalotu 21-17, 16-21 og 22-20.


6 íslenskir leikmenn tóku þátt í Victor Swedish Open 2020 en mótið var hluti af International Series mótaröðinni og gaf stig á heimslistann.

Daníel Jóhannesson og Jónas Baldursson tóku þátt í forkeppninni í einliðaleik karla. Jónas mætti David Kim frá Danmörku þar sem David vann öruggan sigur 21-7 og 21-5. Daníel Jóhannesson spilaði einnig gegn dana en það var Martin Bundgaard og vann Martin þennan leik 21-11 og 21-8.

Sigríður Árnadóttir spilaði gegn Ulyönu Zakharövu frá Hvíta Rússlandi í forkeppninni í einliðaleik kvenna. Vann Ulyna nokkuð örugglega 21-8 og 21-9. Tvö íslensk pör spiluðu í aðalkeppninni í tvíliðaleik karla. Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnsson spiluðu gegn dönunum Mikkel Stoffersen og Mads Vestergaard í 16 liða úrslitum. Lauk leiknum með sigri dananna 21-14 og 21-19. Daníel Jóhannesson og Jónas Baldursson spiluðu einnig í 16 liða úrslitum en þeir mættu Chiang Chien-Wei og Ye Hong Wei frá Taípei. Voru það Chiang og Ye sem unnu 21-11 og 22-20. Arna Karen Jóhannsdóttir og Sigríður Ánadóttir spiluðu í aðalkeppninni í tvíliðaleik kvenna þar sem þær mættu í fyrstu umferð Isabellu Grafsund og Thyru Hultman frá Svíþjóð. Voru það Isabella og Thyra sem unnu 21-14 og 21-16. Tvö íslensk pör tóku þátt í tvenndarleiknum. Kristófer Darri Finnsson og Arna Karen Jóhannsdóttir tóku þátt í forkeppninni. Í fyrstu umferð mættu þau Orestis Pissis og Ioönnu Pissis frá Kýpur. Unnu Kristófer og Arna þann leik 21-15 og 21-8. Í næstu umferð spiluðu þau gegn sænsku pari, þeim Melker Z-Bexell og Ceciliu Wang þar sem þau sænksu höfðu betur 23-21 og 21-14. Daníel Jóhannesson og Sigríður Árnadóttir hófu leik í aðalkeppni mótsins þar sem þau spiluðu gegn Mads Vestergaard og Natöskju P. Anthonisen frá Danmörku. Unnu Mads og Natasja leikinn 21-8 og 21-17.

Tinna Helgadóttir landsliðsþjálfari og Jeppe Ludvigsen afreksstjóri / aðstoðarlandsliðsþjálfari tilkynntu Badmintonsambandi Íslands að þau óski ekki eftir að framlengja samninga sína og munu því ljúka störfum í lok sumars. Tinna og Jeppe hafa skilað mjög góðu starfi til sambandsins og haft góðar og jákvæðar breytingar á afreksstarf sambandsins og hefur Badmintonsambandið hug á að halda áfram á þeirri braut

RSL Iceland International mótið var hluti af Reykjavík International Games. Mótið var hluti af Evrópumótaröðinni og gaf stig á heimslista Alþjóða Badmintonsambandsins. Alls tóku 152 keppendur frá 36 löndum þátt í mótinu, 114 erlendir og 38 íslenskir. 15 erlendir dómarar komu til að dæma á mótinu. Umgjörð mótsins var öll hin glæsilegasta. Í einliðaleik karla vann Fathurrahman Fauzi frá Indónesíu. Í einliðaleik kvenna vann Rachel Sugden frá Skotlandi. Í tvíliðaleik karla stóðu Anton Monnberg og Jesper Paul frá Finnlandi uppi sem sigurvegarar. Tvíliðaleik kvenna unnu Asmita Chaudhari og Pamela Reyes frá Englandi. Tvenndarleikinn unnu svo Alex Green og Annie Lado. Mótið var mjög vel heppnað þrátt fyrir vont veður sem hafði áhrif á flugáætlun keppenda. Um 60 starfsmenn komu að framkvæmd mótsins. Ítarleg umfjöllun um Iceland International er aftar í skýrslunni.

BSÍ sendi í fyrsta skipti keppendur til leiks á Evrópumeistaramót U15 sem fara átti fram í Liévin í Frakklandi 14. - 16. febrúar. Fjórir íslenskir leikmenn muna taka þátt en það eru : Einar Óli Guðbjörnsson TBR Halla Stella Sveinbjörnsdóttir BH Lilja Bu TBR Máni Berg Ellertsson ÍA.

Tinna Helgadóttir landsliðsþjálfari og Jeppe Ludvigsen aðstoðarlandsliðsþjálfari munu vera með hópnum auk þess sem Irena Ásdís Óskarsdóttir verður fararstjóri hópsins.

Dregið var í mótið í janúar og bæði Einar Óli og Máni Berg sátu hjá í fyrstu umferð mótsins í einliðaleik karla en Einar Óli mun mæta Andrei Schmidt frá Eistlandi sem situr einnig hjá í fyrstu umferð. Máni Berg mun spila annað hvort við Liano Panza frá Sviss eða Marco Danti frá Ítalíu en þeir mætast í fyrstu umferð mótsins. Halla Stella og Lilja Bu sátu einnig hjá í fyrstu umferð í einliðaleik kvenna. Lilja Bu mun mæta Leiu Glaude frá Belgíu í annarri umferð en Halla Stella mun mæta Johönku Ivanovicou frá Slóvakíu en hún er með 9/16 röðun inn í mótið. Strákarnir spila svo í tvíliðaleik karla gegn Oleksandr Chyrun og Danylo Mats frá Úkraínu í fyrstu umferðinni. Stelpurnar fá erfiðan leik í tvíliðaleik kvenna en þær drógust gegn Katell Demots-Chacun og Elenu Phan frá Frakklandi en þær eru með þriðju röðun inn í mótið. Nánari umfjöllun um mótið má finna aftar í skýrslunni.


Tinna Helgadóttir landsliðsþjálfari og Jeppe Ludvigsen afreksstjóri / aðstoðarlandsliðsþjálfari völdu landsliðshópana fyrir tímabilið janúar-september 2020.

Eftirfarandi leikmenn skipa hópana

Afrekshópur

Arna Karen Jóhannsdóttir TBR

Daníel Jóhannesson TBR

Davíð Bjarni Björnsson TBR

Gabríel Ingi Helgason BH

Gústav Nilsson TBR

Jónas Baldursson TBR

Júlíana Karitas Jóhannsdóttir TBR

Kristófer Darri Finnsson TBR

Lilja Bu TBR

Sigríður Árnadóttir TBR

Sólrún Anna Ingvarsdóttir BH


Úrvalshópur U15-U19

Ari Páll Egilsson TBR

Daníel Máni Einarsson TBR

Einar Óli Guðbjörnsson TBR

Eiríkur Tumi Briem TBR

Guðmundur Adam Gígja BH

Kristian Óskar Sveinbjörnsson BH

Margrét Guanging Hu Hamar

Rakel Rut Kristjánsdóttir BH

Stefán Árni Arnasson TBR

Steinþór Emil Svavarsson BH

Karolina Prus TBR


Landsliðshópur U13-U15

Birgitta Valý Ragnarsdóttir TBR

Óðinn Magnússon TBR

Emma Katrín Helgadóttir TBR

Rúnar Gauti Kristjánsson BH

Úlfur Þórhallsson Hamar

Arnar Freyr Fannarsson ÍA

Arnór Valur Ágústsson ÍA

Pétur Gunnarsson TBR

Halla Stella Sveinbjörnsdóttir BH

Hrafnhildur Edda Ingvarsdóttir TBS

Katla Sól Arnarsdóttir BH

Máni Berg Ellertsson ÍA

Sóley Birta Grímsdóttir ÍA

Ari Páll Egilsson TBR

Einar Óli Guðbjörnsson TBR

Funi Hrafn Eliasen TBR

Daníel Máni Einarsson TBR

Eiríkur Tumi Briem TBR

Jónas Orri Egilsson TBR

Steinar Petersen TBR


Landsliðshópur U17-U19

Lilja Bu TBR

Gabríel Ingi Helgason BH

Guðmundur Adam Gígja BH

Jón Sverrir Árnason BH

Kristian Óskar Sveinbjörnsson BH

Stefán Steinar Guðlaugsson BH

Valþór Viggó Magnússon BH

Margrét Guangbing Hu Hamar

María Rún Ellertsdóttir ÍA

Gústav Nilsson TBR

Júlíana Karitas Jóhannsdóttir TBR

Rakel Rut Kristjánsdóttir BH

Natalía Ósk Óðinsdóttir BH

Stefán Árni Arnarsson TBR

Steinþór Emil Svavarsson BH

Karolina Prus TBR

Sigurður Patrik Fjalarsson TBR

Tómas Sigurðarson TBR


A landsliðshópur

Andri Broddason TBR

Arna Karen Jóhannsdóttir TBR

Bjarni Þór Sverrisson TBR

Björk Orradóttir TBR

Brynjar Már Ellertsson ÍA

Daníel Jóhannesson TBR

Davíð Bjarni Björnsson TBR

Davíð Örn Harðarson TBR

Eiður Ísak Broddason TBR

Einar Sverrisson TBR

Elís Dansson TBR

Erla Björg Hafsteinsdóttir BH

Eysteinn Högnason TBR

Gabríel Ingi Helgason BH

Gústav Nilsson TBR

Jónas Baldursson TBR

Júlíana Karitas Jóhannsdóttir TBR

Karolina Prus TBR

Kári Gunnarsson TBR

Kristófer Darri Finnsson TBR

Lilja Bu TBR

Róbert Ingi Huldarsson BH

Róbert Þór Henn TBR

Sigurður Eðvard Ólafsson BH

Sigríður Árnadóttir TBR

Sólrún Anna Ingvarsdóttir BH

Una Hrund Örvar BH

Þórunn Eylands Harðardóttir TBRFebrúar RIG - Unglingameistaramót TBR var haldið fyrstu helgina í febrúar en mótið var einnig hluti af Reykjavík International Games 2020. Keppt var í öllum greinum í aldursflokkum U13 til U19. Mótið var hluti af unglingamótaröð Badmintonsambands Íslands og gaf stig á styrkleikalista unglinga. Keppendur frá Færeyjum voru 60 talsins. Júlíana Karítas Jóhannsdóttir TBR varð þrefaldur sigurvegarar á mótinu. Sigurvegarar á mótinu voru eftirtaldir:

U13 Boys Singles

1.sæti

Máni Berg Ellertsson

2.sæti

Arnar Freyr Fannarsson


U13 Girls Singles

1.sæti

Halla Stella Sveinbjörnsdóttir

2.sæti

Julianna Í Heiðinum


U13 Boys Doubles

1.sæti

Sjúrður Elias Heinas Eysturoy Tóki Yngvason Guttesen

2.sæti

Kristoffur Samuelsen Markus Bjarnason


U13 Girls Doubles

1.sæti

Hrafnhildur Edda Ingvarsdóttir Sóley Birta Grímsdóttir

2.sæti

Eyð Lamhauge Debess Julianna Í Heiðinum


U13 Mixed Doubles

1.sæti

Máni Berg Ellertsson Halla Stella Sveinbjörnsdóttir

2.sæti

Sjúrður Elias Heinas Eysturoy Birna K. Jacobsen


U15 Boys Singles

1.sæti

Eiríkur Tumi Briem

2.sæti

Bjarti Samson Vang

U15 Girls Singles

1.sæti

Birita Weihe

2.sæti

Dagbjört Erla Baldursdóttir


U15 Boys Doubles

1.sæti

Daníel Máni Einarsson Eiríkur Tumi Briem

2.sæti

Einar Óli Guðbjörnsson

Máni Berg Ellertsson


U15 Mixed Doubles

1.sæti

Einar Óli Guðbjörnsson Lilja Bu

2.sæti

Bjarti Samson Vang Birita Weihe

U17 Boys Singles

1.sæti

Gabríel Ingi Helgason

2.sæti

Stefán Árni Arnarsson


U17 Girls Singles

1.sæti

Rakel Rut Kristjánsdóttir

2.sæti

Natalía Ósk Óðinsdóttir


U17 Boys Doubles

1.sæti

Gústav Nilsson Stefán Árni Arnarsson

2.sæti

Guðmundur Adam Gígja

Jón Sverrir Árnason


U17 Girls Doubles

1.sæti

Lilja Bu Ragnheiður Birna Ragnarsdóttir

2.sæti

Margrét Guangbing Hu María Rún Ellertsdóttir


U17 Mixed Doubles

1.sæti

Kristian Óskar Sveinbjörnsson

Rakel Rut Kristjánsdóttir

2.sæti

Stefán Steinar Guðlaugsson Karítas Perla Elídóttir


U19 Boys Singles

1.sæti

Andri Broddason

2.sæti

Davíð Örn Harðarson


U19 Girls Singles

1.sæti

Júlíana Karítas Jóhannsdóttir

2.sæti

Karolina Prus


U19 Boys Doubles

1.sæti

Andri Broddason Steinþór Emil Svavarsson

2.sæti

Sigurður Patrik Fjalarsson Tómas Sigurðarson


U19 Girls Doubles

1.sæti

Júlíana Karítas Jóhannsdóttir Karolina Prus

2.sæti

Una Hrund Örvar Sissal Thomsen


U19 Mixed Doubles

1.sæti

Gústav Nilsson Júlíana Karítas Jóhannsdóttir

2.sæti

Steinþór Emil Svavarsson Björk Orradóttir


Æfingabúðir landsliða fóru fram helgina 7. – 9. Febrúar


Kári Gunnarsson tók þátt í The 29th Iran Fajr International Challenge og líkt og nafnið gefur til kynna er mótið hluti af International Challenge mótaröðinni og gefur stig á heimslistann. Í aðdraganda mótsins tók BWF þó þá ákvörðun að mótið myndi ekki telja til Ólympíulistans vegna ástandsins í Íran. Kári spilaði í 64 manna úrslitum gegn Mohsen Masoumitabarzanjani frá Íran þar sem Kári vann auðveldlega 21-7 og 21-10. Í 32 manna úrslitum átti Kári að spila gegn Howard Shu frá Bandaríkjunum en fékk þann leik gefinn. Í 16 manna úrslitum spilaði Kári gegn Saleh Sangtarash frá Íran. Kári tapaði fyrstu lotunni 23-25 en vann seinni lotuna 21-12. Í oddalotunni vann svo Kári 21-17. Í 8 manna úrslitum mætti Kári Chirag Sen frá Íran en honum var raðað nr.7 inn í mótið. Chirag er í 121. sæti heimslistans en Kári í 144.sæti. Fór svo að Chirag vann leikinn 21-14 og 21-8.


Evrópukeppni karla- og kvennalandsliða fór fram í Liévin Frakklandi. Evrópukeppni karla- og kvennalandsliða fór fram í Liévin í Frakklandi. Íslenska karlalandsliðið drógst í fimmta riðil með Þýskalandi, Tékklandi og Azerbaijan. Árið 2018 var íslenska karlalandsliðið einnig með Þýskalandi og Azerbaijan í riðli og þá vann Ísland Azerbaijan 4-1 en tapaði 0-5 fyrir Þýskalandi. Íslenska karlalandsliðið hefur ekki spilað gegn Tékkum áður.

Íslenska kvennalandsliðið dróst í riðil 2 með Belgíu, Litháen og Rússlandi. Íslenska kvennalandsliðið hefur fjórum sinnum mætt Belgíu, unnið tvisvar og tapað tvisvar sinnum. Þá hefur liðið mætt Litháen einu sinni árið 1996 þar sem Ísland vann 5-0 sigur. Íslenska kvennalandsliðið hefur aldrei áður spilað gegn rússum. Alls eru 34 landslið skráð í Evrópukeppni karlalandsliða og 29 landslið skráð í Evrópukeppni kvennalandsliða.

Tinna Helgadóttir landsliðsþjálfari og Jeppe Ludvigsen afreksstjóri / aðstoðarlandsliðsþjálfari fóru með liðunum.


Karlalandslið Íslands skipuðu : Davíð Bjarni Björnsson TBR Daníel Jóhannesson TBR Kári Gunnarsson TBR Kristófer Darri Finnsson TBR

Kvennalandslið Íslands skipuðu :

Arna Karen Jóhannsdóttir TBR Erla Björg Hafsteinsdóttir BH

Sigríður Árnadóttir TBR Sólrún Anna Ingvarsdóttir BH


Uber Cup :

Íslensku stelpurnar hófu leik gegn Litháen. Leiknir voru þrír einliðaleikir og tveir tvíliðaleikir. Sigríður Árnadóttir lék fyrsta einliðaleik gegn Vytaute Fomkinaite þar sem Vytaute vann 21-17 og 21-8. Annan einliðaleik spilaði Sólrún Anna Ingvarsdóttir gegn Gerdu Voitechovskju. Gerda vann fyrstu lotuna 21-12 og þá seinni 21-10. Arna Karen Jóhannsdóttir spilaði svo þriðja einliðaleikinn þar sem hún mætti Samöntu Golubickaite og lauk þessum leik með sigri Sömöntu 21-10 og 21-14. Í fyrsta tvíliðaleik mættu Erla Björg Hafsteinsdóttir og Sigríður Árnadóttir þeim Vytaute Fomkinaite og Gerdu Voitechovskju. Eftir jafna fyrstu lotu höfðu þær litháesku betur 21-18 og unnu síðan seinni lotuna 21-14. Arna Karen Jóhannsdóttir og Sólrún Anna Ingvarsdóttir spiluðu síðan gegn Rebeku Alekseviciute og Samöntu Golubickaite. Rebeka og Samanta unnu fyrstu lotuna 21-17 en Arna og Sólrún náðu að jafna metin með því að vinna seinni lotuna 21-10. Í oddalotunni voru Arna og Sólrún sterkari og unnu 21-15. Lauk því viðureign Ísland gegn Litháen þannig að Litháen vann 4-1.


Íslenska kvennalandsliðið mætti Rússlandi í öðrum leik liðsins í riðli 2 á Evrópumeistaramótinu. Rússar voru með aðra röðun inn í mótið og þóttu því sigurstranglegar. Sigríður Árnadóttir spilaði fyrsta einliðaleik kvenna gegn Evgeniya Kosetskayu en hún er númer 26 á heimslistanum í einliðaleik kvenna. Fór leikurinn svo að Evgeniya vann 21-3 og 21-3. Sólrún Anna Ingvarsdóttir spilaði annan einliðaleikinn og mætti hún Viktoriiu Kozyrevu. Viktoriia byrjaði leikinn að krafti og vann fyrstu lotuna 21-12. Í seinni lotunni náði Sólrún að byrja örlítið betur og var jafnt í stöðunni 5-5 en þá náði Viktoriia fjagra stiga forskoti og jók svo við það jafnt og þétt. Seinni lotuna vann Viktoriia 21-12. Arna Karen Jóhannsdóttir mætti Mariiu Golubevu í þriðja einliðaleiknum. Arna byrjaði leikinn ekki nógu vel og komst Mariia í 6-0 en Arna náði að minnka forskotið í stöðunni 9-7. Eftir leikhlé spilaði Mariia vel og vann lotuna 21-12. Seinni lotan byrjaði á svipaðan hátt og komst Marria í 9-2 en Arna barðist virkilega vel og minnkaði muninn í 17-14. Seinni lotan endaði þó með sigri Mariiu 21-16.

Fyrsta tvíliðaleik kvenna spiluðu Erla Björg Hafsteinsdóttir og Sólrún Anna Ingvarsdóttir en þær mættu Ekaterinu Bolotovu og Alinu Daveltovu. Voru rússnesku stelpurnar mjög sterkar og unnu leikinn 21-7 og 21-7. Seinni tvíliðaleikinn spiluðu Arna Karen Jóhannsdóttir og Sigríður Árnadóttir gegn Anastasiiu Akchurinu og Olgu Morozovu. Líkt og í fyrri leiknum voru rússarnir annsi sterkar og unnu leikinn 21-14 og 21-12. Lauk því viðureigninni með 5-0 sigri Rússlands.


Íslensk stelpurnar mættu Belgíu í loka leik síns riðils. Sigríður Árnadóttir lék fyrsta einliðaleik gegn Lianne Tan en hún er í 44.sæti heimslistans í einliðaleik. Var á brattann að sækja í þessum leik hjá Sigríði en Lianne vann leikinn 21-6 og 21-10. Sólrún Anna Ingvarsdóttir spilaði annan einliðaleik gegn Clöra Lassaux. Fyrri lotan var mjög jöfn framan af en í stöðunni 14-13 fyrir Clöru náði hún góðum kafla og vann lotuna 21-15. Clara náði góðu forskoti í byrjun seinni lotunnar og jók smátt og smátt við það og vann seinni lotuna 21-11. Arna Karen Jóhannsdóttir spilaði þriðja einliðaleikinn gegn Lien Lammertyn og var leikurinn keimlíkur leiknum hjá Sólrúnu. Fyrri lotan var mjög jöfn en endaði með sigri Lien 21-17. Lien var svo seinni lotuna nokkuðu örugglega 21-6. Sigríður Árnadóttir og Sólrún Anna Ingvarsdóttir spiluðu fyrsta tvíliðaleik gegn Lisu Jaques og Floru Vandenhoucke. Var leikurinn hnífjafn en í stöðunni 15-13 fyrir þær belgísku unnu þær næstu 6 stigu og unnu því fyrstu lotuna 21-13. Í þeirri seinni var staðan 11-10 í leikhlé en eftir leikhlé náðu Sigríður og Sólrún sér ekki á strik og töpuðu lotunni 21-10. Arna Karen Jóhannsdóttir og Erla Björg Hafsteinsdóttir spiluðu seinni tvíliðaleikinn gegn Joke De Langhe og Lien Lammertyn. Var leikurinn mjög jafn og spennandi. Arna og Sólrún unnu fyrstu lotuna 21-17 en þær belgísku unnu seinni lotuna 13-21. Í oddalotunni voru íslensku stelpurnar sterkari og unnu 21-18. Fór því viðureignin 4-1 fyrir Belgíu og hafði íslenska kvennalandsliðið því lokið keppni í mótinu.


Thomas Cup :

Íslensku strákarnir mættu Azerbaijan í fyrstu umferð síns riðils. Líkt og hjá stelpunum eru spilaðir 3 einliðaleikir og 2 tvíliðaleikir. Kári Gunnarsson spilaði fyrsta einliðaleikinn þar sem hann mætti Ade Resky Dwicahyo. Átti Kári erfitt uppdráttar í fyrstu lotunni og tapaði henni 21-6. Í þeirri seinni komst hann betur inn í leikinn en fór svo að Ade vann seinni lotuna 21-15. Kristófer Darri Finnsson mætti Azmy Qowimuramadhoni í einliðaleik númer tvö. Var þessi leikur svipaður og leikurinn hjá Kára þar sem Kristófer tapaði fyrstu lotunni 21-5 og þeirri seinni 21-12. Daníel Jóhannesson spilaði þriðja einliðaleik gegn Orkhan Galandarov og var Daníel með góð tök á leiknum allan tímann. Daníel vann leikinn nokkuð örugglega 21-11 og 21-10. Fyrsta tvíliðaleik spiluðu Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnsson en þeir mættu Ade Resky Dwicahyo og Azmy Qowimuramadhoni. Davíð Bjarni og Kristófer töpuðu fyrstu lotunni 17-21 en unnu þá næstu 21-19. Í oddalotunni voru svo Davíð Bjarni og Kristófer með yfirhöndina allan tímann og unnu frábæran sigur 21-17. Var því seinni tvíliðaleikurinn hreinn úrslitaleikur um hvort liðið myndi vinna viðureignina. Daníel Jóhannesson og Kári Gunnarsson mættu þar Jahid Alhasanov og Sabuhi Huseynov og unnu Daníel og Kári örugglega 21-8 og 21-10 og þar með sigurinn í höfn.


Strákarnir spiluðu næst gegn Tékklandi. Kári Gunnarsson lék fyrsta einliðaleik gegn Milan Ludik og var vitað fyrir leikinn að hann yrði gríðarlega jafn. Milan varr í 140 sæti heimslistans í einliðaleik en Kári í 129.sæti. Kári vann fyrstu lotuna 22-20 en Kári hafði haft yfirhöndina meirihlutann í þeirri lotu. Önnur lotan var mjög jöfn fram að leikhléi en eftir hléið náði Milan góðu forskoti og vann að lokum lotuna 21-17. Í oddalotunni náði Milan strax góðri forystu og var kominn í stöðuna 20-9 en Kári tók þá virkilega góðan kafla og minnkaði muninn í 20-18 en fór svo að lokum að Milan vann 21-18. Kristófer Darri Finnsson lék einliðaleik númer tvö gegn Jan Louda þar sem að Jan hafði góð tök á leiknum allan tímann og vann 21-9 og 21-4. Daníel Jóhannesson lék þriðja einliðaleik gegn Ondrej Král. Fyrsta lotan var jöfn framan en í stöðunni 8-6 fyrir Ondrej tók hann góðan kafla og jók forskotið í 17-6 og vann að lokum lotuna 21-8. Í annarri lotunni hafði Ondrej svo góð tök á leiknum og vann 21-10.

Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnsson mættu Jaromir Janacek og Tomás Svejda í fyrsta tvíliðaleiknum. Davíð Bjarni og Kristófer unnu fyrstu lotuna 21-18 en töpuðu annarri lotunni 13-21. Í oddalotunni höfðu þeir tékknesku betur 11-21. Daníel Jóhannesson og Kári Gunnarsson mættu Ondrej Král og Adam Mendrek í seinni tvíliðaleiknum þar sem þeir Ondrej og Adam unnu 21-16 og 21-13.

Lauk því viðureigninni með 5-0 sigri Tékklands.


Strákarnir mættu mjög sterku liði Þýskalands í loka leik síns riðils.

Kári Gunnarsson mætti Kai Schaeffer í fyrsta einliðaleik en Kai var í 75.sæti heimslistans í einliðaleik en Kári í 129.sæti. Kári vann fyrstu lotuna 21-18 en tapaði þeirri seinni 19-21 eftir að hafa verið yfir meiri hluta seinni lotunnar. Undir lok lotunnar tók þjóðverjinn upp á því að eyða miklum tíma í rökræður við tómarann og náði eftir það að koma sér aftur inn í spilið og vinna lotuna að lokum. Í oddalotunni var Kai svo með yfirburði og vann 8-21. Daníel Jóhannesson spilaði annan einliðaleik gegn Max Weisskirchen og var á brattann að sækja fyrir Daníel í leiknum. Max vann leikinn 21-11 og 21-7. Davíð Bjarni Björnsson spilaði síðan þriðja einliðaleikinn á móti Samuel Hsiao og endaði sá leikur líkt og leikurinn hjá Daníel 21-11 og 21-7 fyrir Samuel. Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnsson spiluðu fyrsta tvíliðaleikinn gegn Jones Ralfy Jansen og Mark Lamsfuss. Fyrri lotan var jöfn en fór svo að þjóðverjarnir unnu 21-16. Í þeirri seinni náðu Davíð Bjarni og Kristófer sér ekki á strik og töpuðu 21-8. Daníel Jóhannesson og Kári Gunnarsson mættu Bjarne Geiss og Jan Colin Völker í seinni tvíliðaleiknum og endaði leikurinn með sigri Bjarne og Jan 21-11 og 21-11. Unnu því Þýskaland leikinn 5-0 og þar með riðilinn. Íslensku strákarnir enduðu í þriðja sæti síns riðils.


Í fyrsta skipti sendi Íslands leikmenn til leiks í Evrópukeppni U15 ára einstaklinga. Halla Stella Sveinbjörnsdóttir mætti Johönku Ivanovicovu frá Slóvakíu en Johanka var með 9 röðun inn í mótið. Johanka vann leikinn 21-11 og 21-5. Lilja Bu mætti Leiu Glaude frá Belgíu í fyrsta leik sínum og vann Lilja leikinn 21-17 og 21-10. Í næstu umferð mætti hún svo Kajsu Van Dalm frá Danmörku en Kajsa var með 5 röðun inn í mótið. Vann Kajsa leikinn 21-6 og 21-9. Einar Óli Guðbjörnsson mætti Adrei Schmidt frá Eistalandi í fyrstu umferð. Vann Andrei fyrstu lotuna 21-9 en Einar kom sterkur inn í þá seinni en endaði þó með sigri Andrei 21-19. Máni Berg Ellertsson mætti Marco Danti frá Ítalíu. Marco vann fyrstu lotuna 21-9 en Máni, líkt og Einar Óli, náði sér mun betur á strik í þeirri seinni. Marco vann seinni lotuna 21-15. Höfðu því íslensku leikmennirnir lokið keppni í einliðaleik og öll reynslunni ríkari eftir fyrsta stórmótið. Einar Óli og Máni Berg spiluðu tvíliðaleik gegn Oleksandr Chyrun og Danylo Mats frá Úkraínu. Stóðu strákarnir sig vel en þurftu að sætta sig við tap 21-11 og 21-12. Halla Stella Sveinbjörnsdóttir og Lilja Bu mættu Kathell Desmots-Chacun og Elenu Phan frá Frakklandi í 32 liða úrstlium mótsins en bæði pörin sátu hjá í fyrstu umferð. Þær frönsku voru með þriðju röðun inn í mótið og því vitað að leikurinn yrði erfiður. Fór svo að þær frönsku unnu leikinn 21-6 og 21-12.Landsbankamót ÍA var haldið í febrúar en mótið var hluti af unglingamótaröð Badmintonsambands Íslands og gaf stig á styrkleikalista unglinga. Keppt var í öllum greinum í aldursflokkum U13 til U19 auk þess sem keppt var til úrslita í einliðaleik í U11. Voru 136 leikmenn skráðir í mótið. Sigurvegarar á mótinu voru eftirtaldir:


Kári Gunnarsson tók þátt í forkeppninni í einliðaleik á Barcelona Spain Masters 2020 mótinu en mótið var hluti af HSBC BWF World Tour Super 300 mótaröðinni og gaf stig á heimslistann. Kári mætti í fyrstu umferð forkeppninnar Karan Rajan Rajarajan en hann er í 184 sæti heimslistans en Kári er í 126.sæti. Karan náði snemma forystu í fyrslu lotunni og jók smátt og smátt við hana en hann vann fyrri lotuna 21-13. Í seinni lotunni náði Kári að halda lengur í við Karan en eftir leikhlé náð Karan að auka forystuna og endaði seinni lotan 21-14.


Óskarsmót KR var haldið í febrúar. Mótið var hluti af Hleðslubikar Badmintonsambandsins og gaf stig á styrkleikalista sambandsins.

Meistaraflokkur :

Í einliðaleik karla var það Eiður Ísak Broddason TBR sem vann Róbert Inga Huldarsson BH í úrslitaleiknum 21-14 og 21-11. Í einliðaleik kvenna mættust í úrslitum Sólrún Anna Ingvarsdóttir BH og Sigríður Árnadóttir en Sigríður vann leikinn 21-13 og 21-19. Í tvíliðaleik karla léku til úrslita Davíð Bjarni Björnsson TBR / Daníel Jóhannesson TBR gegn Daníel Thomsen TBR / Bjarka Stefánssyni TBR. Voru það Davíð Bjarni og Daníel sem unnu leikinn 21 - 16 og 21 - 17. Í tvíliðaleik kvenna mættust Lilja Bu / Sigríður Árnadóttir TBR og Sólrún Anna Ingvarsdóttir / Una Hrund Örvar BH. Voru það Sólrún og Una sem unnu leikinn 13-21, 21-15 og 21-24. Í tvenndarleik unnu þau Daníel Jóhannesson og Sigríður Árnadóttir TBR. Þau spiluðu gegn Róberti Inga Huldarssyni og Unu Hrund Örvar BH og unnu leikinn 21-14 og 21-16.

A flokkur :

Í einliðaleik karla sigraði Gústav Nilsson TBR en hann spilaði gegn Gabríel Inga Helgasyni BH. Gústav vann báðar loturnar 21-16.

Í einliðaleik kvenna voru þrír keppendur skráðir til leiks og var spilað í riðli og var það María Rún Ellertsdóttir ÍA sem vann báða sína leiki. Í öðru sæti var Rakel Rut Kristjánsdóttir BH. Í tvliðaleik karla mættust í úrslitum Gabríel Ingi Helgason / Steinþór Emil Svavarsson BH og Gústav Nilsson TBR / Sigurður Patrik Fjalarsson TBR. Voru það Gabríel og Steinþór sem unnu leikinn 17-21, 21-17 og 21-14. Í tvíliðaleik kvenna léku til úrslita María Rún Ellertsdóttir ÍA / Rakel Rut Kristjánsdóttir BH og Halla Stella Sveinbjörnsdóttir / Irena Ásdís Óskarsdóttir BH. Voru það Halla Stella og Irena Ásdís sem unnu leikinn 21-15 og 21-17. Í tvenndarleik mættust Sigurður Patrik Fjalarsson / Eva Margit Atladóttir TBR og Gústav Nilsson / Guðbjörg Jóna Guðlaugsdóttir TBR. Voru það Gústav og Guðbjörg sem unnu leikinn 21-9 og 21-14.

B flokkur :

Í einliðaleik karla mættust í úrslitum Eiríkur Tumi Briem TBR og Ásgeir Andri Adamsson Samherja. Var það Ásgeir sem vann leikinn 21-18 og 21-12. Í einliðaleik kvenna var spilað í fjögurra manna riðli og var það Natalía Ósk Óðinsdóttir BH sem vann alla sína leiki. Í öðru sæti var Halla Stella Sveinbjörnsdóttir BH en hún vann tvo leiki en tapaði einum. Í tvíliðaleik karla spiluðu Haukur Þórðarson TBR / Stefán Alfreð Stefánsson Aftureldingu og Guðmundur Adam Gígja / Jón Sverrir Árnason BH til úrslita. Voru það Guðmundur og Jón Sverrir sem unnu leikinn 16-21, 21-15 og 21-10. Ekki var keppt í tvíliðaleik í B.flokki kvenna. Í tvenndarleik léku til úrslita Jón Sverrir Árnason BH / Natalía Ósk Óðinsdóttir BH og Egill Magnússon Afturelding / Erla Rós Heiðarsdóttir BH. Voru það Jón Sverrir og Natalía Ósk sem unnu 22-14 og 21-13.


Mars

Deildakeppni BSÍ var haldin í byrjun mars. Alls voru 17 lið skráð til leiks. Íslandsmeistarar í Meistaraflokki urðu BH. Liðið skipuðu Erla Björg Hafsteinsdóttir, Gerda Voitechovskaja, Davíð Phuong, Joshua Apiliga, Róbert Ingi Huldarsson, Sigurður Eðvarð Ólafsson og Tómas Björn Guðmundsson. Með því vann BH sér inn keppnisrétt í Evrópukeppni félagsliða sem fara átti fram seinna í sumar en vegna Covid-19 vírusins var hætt við þá keppni. TBR Gamli skólinn urðu í öðru sæti, TBR / ÍA Prinsessur í þriðja sæti, TBR - Yonex í fjórða sæti, TBR / BH – Týnda kynslóðin í fimmta sæti og BH – Sport í sjötta sæti. Að loknu móti barst Íþróttadómstól ÍSÍ kæra frá Tennis- og badmintonfélagi Reykjavíkur þar sem þeir kærðu Badmintonfélag Hafnarfjarðar. Þann 25. maí kom eftirfarandi tilkynning frá BSÍ :

„Þann 11. mars sl. barst Íþróttadómstól ÍSÍ kæra frá Tennis- og badmintonfélagi Reykjavíkur. Kærði er Badmintonfélag Hafnarfjarðar. Í umræddu máli reynir m.a. á félagaskiptareglur Badmintonsambands Íslands.

Badmintonfélag Hafnarfjarðar skráði tvo erlenda ríkisborgara í annað af tveimur liðum sínum í Meistaradeild í Deildakeppni BSÍ 2020. Var það gert í góðri trú um að það væri löglegt enda kom það skýrt fram í reglum keppninnar og var samþykkt af yfirdómara mótsins. Síðar kom í ljós að reglur Deildakeppninnar innihalda ekki öll þau atriði sem reglur ÍSÍ segja að þær eigi að innihalda og því vafi um það hvaða reglur eigi að gilda. Mikill ágreiningur hefur orðið milli félaganna vegna þessa.

Til að skapa frið í badmintonhreyfingunni á Íslandi hefur Badmintonfélag Hafnarfjarðar því ákveðið að afsala sér Íslandsmeistaratitlinum sem lið félagsins vann í Meistaradeild Deildakeppni BSÍ 2020 og Tennis- og badmintonfélag Reykjavíkur fellur frá kæru vegna málsins.

Í framhaldi af því leggja Badmintonfélag Hafnarfjarðar, Tennis- og badmintonfélag Reykjavíkur til við stjórn Badmintonsambands Íslands að hún ógildi keppnina í Meistarflokki í Deildakeppni BSÍ 2020 og sú keppni falli niður í ár.

Félögin eru jafnframt sammála um að leggja þann ágreining sem upp kom í tengslum við keppnina í ár að baki sér og láta hann ekki hafa áhrif á samstarfið sín á milli og við BSÍ hér eftir. Þá eru félögin tilbúin til að skipa fulltrúa sína í nefnd á vegum BSÍ til að endurskoða reglur um Deildakeppnina og tryggja að þær séu skýrar til að koma í veg fyrir að sá ágreiningur sem varð í keppninni endurtaki sig.

Formaður og stjórn Badmintonsambands Íslands vill þakka Badmintonfélagi Hafnarfjarðar, Tennis- og badmintonfélagi Reykjavíkur fyrir að hafa komist að sameiginlegri niðurstöðu í máli þessu og staðfestir hér með að úrslit í Meistardeild Deildakeppni Íslands falli niður árið 2020. Hafin er vinna við að endurskoða reglur sambandsins í samstarfi við félög og stefnt er að þvi að leggja þær fram til samþykktar á ársþingi Badmintonsambands Íslands í ágúst.

Fyrir hönd stjórnar Badmintonsambands Íslands

Kristján Daníelsson, formaður „


Í A-deild voru það BH sem urðu Íslandsmeistarar. Liðið skipuðu Askur Máni Stefánsson, Borgar Ævar Axelsson, Gabríel Ingi Helgason, Kristján Arnór Kristjánsson, Steinþór Emil Svavarsson, Anna Lilja Sigurðardóttir, Elín Ósk Traustadóttir, Irena Ásdís Óskarsdóttir og Rakel Rut Kristjánsdóttir. Í öðru sæti urðu HAMAR / UMFA / TBR.

BH - Vinder eru Íslandsmeistarar liða í B-deild. Liðið skipuðu Emil Hechmann, Georg Andri Guðlaugsson, Guðmundur Adam Gígja, Jón Sverrir Árnason, Rafn Magnússon, Halla Stella Sveinbjörnsdóttir, Lilja Berglind Harðardóttir og Natalía Ósk Óðinsdóttir. Í öðru sæti urðu TBR / UMFA - Hákarlar.

Kári Gunnarsson fór til Jamaíka þar sem hann tók þátt í VI Jamaica International 2020 en mótið var hluti af International Series mótaröðinni og gaf stig á heimslistann. Kári varð fyrir því óláni að veikjast rétt fyrir mót og spilaði veikur. Í fyrstu umferðinni mætti hann heimamanninum Che Alexander Beckfort og vann Kári þann leik örugglega 21-8 og 21-7. Í 16 manna úrslitum mætti hann öðrum heimamanni, Samuel O'Brien Ricketts en hann er í 181.sæti heimslistans en Kári í 139.sæti. Kári hafði áður mætt Samuel en það var í ágúst í fyrra á X Internacional Mexicano 2019 mótinu þar sem Kári vann 21-7 og 21-18. Kári þurfti því miður að játa sig sigraðan að þessu sinni 10-21 og 15-21.

Í mars var undirritaður áframhaldandi samstarfssamningur Badmintonsambands Íslands og Hótel Cabin á skrifstofu Hótel Cabin. Hótel Klettur og Hótel Örk eru einnig hluti af samstarfssamningnum en öll hótelin eru í sömu eigu. Hótel Cabin hefur verið styrktaraðili sambandsins síðan í september 2018. Þakkar Badmintonsamband Íslands Hótel Cabin kærlega fyrir gott samstarf og hlakkar til áframhaldandi samstarfs.

Kórónuvírusinn setti mikið strik í allt íþróttalíf á Íslandi í mars og á næstu mánuðum þar á eftir. Sóttvarnalæknir og heilbrigðisyfirvöld settu á samkomubann og fleiri reglur sem hafði þau áhrif að fresta þurfti Íslandsmóti unglinga og Meistaramóti Íslands. Þá þurfti að fella niður önnur mót sem voru á dagskrá seinni hluta mars , í apríl og í maí. Íþróttafélög urðu að loka fyrir æfingar hjá sér og einnig voru engar landsliðsæfingar.

Kórónúvírusinn setti einni gríðarlega mikið strik í alþjóðlegt íþróttalíf og fór svo að öll alþjóðleg badmintonmót frá mars/apríl og fram til september voru felld niður. Ljóst var að Ólympíuleikarnir færu ekki fram og var þeim frestað þar til í júlí 2021. Þá tók Alþjóðabadmintonsambandið þá ákvörðun að engin mót þar sem eftir var á árinu, tímabilið apríl – desember, myndu gilda til Ólympíuleikanna. Munu því einungis ákveðin mót á árinu 2021 telja inn á Ólympíulistann. Hefur þetta sett mikið strik í reikninginn fyrir fjölmarga badmintonleikmenn sem voru í þeirri vegferð á reyna að ná sæti inn á Ólympíuleikana og þar á meðal fyrir Kára Gunnarsson. Kári tók þá ákvörðun í kjölfarið að hann ætlaði samt sem áður að halda þessari vegferð áfram og reyna að ná sæti á Ólympíuleikana 2021.

Stjórn BSÍ tók þá ákvörðun í samráði við forsvarsmenn aðildarfélaganna að fresta Íslandsmóti unglinga og Meistaramóti Íslands þar til í september. Í byrjun maí gátu félögin opnað aftur fyrir æfingar þó með ýmsum takmörkunum en í lok maí / byrjun júní var hægt að hefja aftur hefðbundið íþróttastarf. Nú þegar þetta er skrifað (í júlí) er þó enn að gæta áhrifa af kórónuvírusnum og er verið að herða ýmsar reglur á ný. Vonandi verður það þó þannig að hefðubundið íþróttastarf geti haldið áfram án takmarkana.

Badmintonsamband Íslands auglýsti stöðu landsliðsþjálfara lausa til umsóknar um miðjan mars.

Landsliðsæfingar fóru fram í mars.


Badmintonsamband Íslands og Mjólkursamsalan gerðu áframhaldandi samstarfssamning sín á milli og gildir hann til maí 2021. Með samningnum mun fullorðinsmótaröð sambandsins áfram heita Hleðslubikarinn og þeir keppendur sem verða efstir á styrkleikalista sambandsins í lok tímabilanna 2020 og 2021 fá nafnbótina bikarmeistarar. Á það við um einliða-, tvíliða- og tvenndarleik í Meistara- , A – og B flokki. Mjólkursamsalan hefur verið styrktaraðili sambandsins síðan í febrúar 2019. Þakkar Badmintonsamband Íslands Mjólkursamsölunni kærlega fyrir stuðninginn og hlakkar til áframhaldandi samstarfs.


Samstarfssamningur Badmintonsambands Íslands og Domino‘s var undirritaður maí en það voru þau Kjartan Ágúst Valsson framkv.stj Badmintonsambands Íslands og Berglind Jónsdóttir markaðsfulltrúi Domino‘s sem undirrituðu samninginn. Með samningnum mun unglingamótaröð sambandsins fá nafnið Domino‘s Tríó mótaröðin. Badmintonsamband Íslands fagnar þessum samningi og vonar að samstarfið við Domino‘s verði langt og farsælt.

Badminton Europe tók þá ákvörðun að fella niður Sumarskóla Evrópu, Evrópukeppni félagsliða, Evrópukeppni einstaklinga ásamt fleiri viðburðum á tímabilinu maí til September. Þá var einnig tekin sú ákvörðun að North Atlantic Camp yrði ekki haldið í ár.

Ársþing alþjóðasambandsins fór fram með rafrænum hætti í júlí og tók Kristján Daníelsson, formaður Badmintonsambands Íslands, þátt í því.

Þá var ársþing evrópska badmintonsambandsins frestað þar til í haust.

Í júlí var dregið í forkeppni Evrópumeistaramóts landsliða sem fara mun fram 9. – 12. Desember í Frakklandi. Ísland drógst í riðil 5 en riðill 5 skiptist síðan í tvo undirriðla. Í undirriðil 1 eru Frakkland, Ítalía og Ísland en í undirriðil 2 eru Wales, Írland og Noregur. Þau lið sem vinna undirriðil eitt og tvö munu síðan mætast í úrslitaleik um hvort liðið kemst í aðalkeppnina.


Ágúst

Haldinn var opinn rafrænn fundur um breytingu á mótahaldi sem gekk mjög vel og komu góðar ábendingar fram á þessum fundi sem unnið verður úr á næstu mánuðum.


Helgi Jóhannesson var ráðinn landsliðþjálfari Íslands í badminton. Hann tók við starfinu af Tinnu Helgadóttur og mun Helgi hefja störf 1. september næstkomandi.

Helgi hefur lokið BWF / BEC Level 1 þjálfaramenntun auk þess sem hann hefur sótt námskeið í Danmörku á sviði afreksþjálfunar.

Helgi starfaði sem unglingalandsliðsþjálfari á tímabilinu 2014 - 2015 og sem aðstoðarlandsliðsþjálfari á tímabilinu 2015 - 2016.

Þá hefur Helgi verið í Afreks- og landsliðsnefnd Badmintonsambandsins síðustu ár og unnið þar mikið og gott starf. Einnig hefur Helgi verið í stjórn sambandsins síðustu fjögur ár en mun nú fara úr stjórn til þess að taka við starfi landsliðsþjálfara.

Helgi á að baki farsælan feril sem leikmaður en hann lék 67 A-landsleiki fyrir Ísland. Helgi er sautjánfaldur Íslandsmeistari í badminton :

- Fimm sinnum í einliðaleik

- Tíu sinnum í tvíilðaleik

- Tvisvar sinnum í tvenndarleik

"Þetta er krefjandi en jafnframt spennandi og skemmtilegt verkefni. Ég er að taka við góðu búi frá Tinnu Helgadóttur og er það nú hlutverk mitt að halda því starfi áfram og jafnframt byggja ofan á það. Talsverðar breytingar hafa verið gerðar á landsliðsstarfinu í kjölfar aukins fjármagns úr Afrekssjóði ÍSÍ sem hefur nýst landsliðs- og afreksstarfi sambandsins mjög vel. Við erum að sjá að okkar bestu leikmenn eru farnir að fara meira út að keppa auk þess sem ungir leikmenn eru einnig farnir að fara meira erlendis til þess að taka þátt í alþjóðlegum mótum sem er gríðarlega mikilvægt til þess að öðlast reynslu. Ég er mjög spenntur fyrir þessu verkefni og tel framtíðina bjarta í íslensku badmintoni. "


Þing Badmintonsambands Íslands fór fram í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, 26 ágúst 2020. Þetta 50.þing fór í alla staði vel fram og var því stýrt örugglega af þingforsetanum Frímanni Ara Ferdinandssyni. Fulltrúar frá fimm héraðssamböndum og Íþróttabandalögum sóttu þingið. Covid setti sitt mark á þingið og voru færri sem sóttu það en áður.

Hrund Guðmundsdóttir og Irena Ásdís Óskarsdóttir gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarstarfa auk þess sem Helgi Jóhannesson tekur við starfi landsliðsþjálfari 1.september og víkur því úr stjórn. Arnór Tumi Finnsson, Guðrún Björk Gunnarsdóttir og Vignir Sigurðsson sitja áfram í stjórn auk Kristjáns Daníelssonar formanns.

Nýir í stjórn eru Andrés Andrésson , Guðbjörg Jóna Guðlaugsdóttir og Kristinn Ingi Guðjónsson sem voru kosin til tveggja ára.

Stjórn Badmintonsambands Íslands skipar því eftirfarandi einstaklinga :

Kristján Daníelsson, formaður

Andrés Andrésson

Arnór Tumi Finnsson

Guðbjörg Jóna Guðlaugsdóttir

Guðrún Björk Gunnarsdóttir

Kristinn Ingi Guðjónsson

Vignir Sigurðsson


Einliðaleiksmót TBR 2020 var haldið föstudaginn 28.ágúst þar sem eingöngu var keppt í einliðaleik í Meistaraflokki.

Fresta þurfti Meistaramóti Íslands 2020 í vor vegna Covid-19 og mun það verða haldið 11. - 13. september. Af þeim sökum var ákveðið að Einliðaleiksmót TBR 2020 myndi gilda inn á núverandi styrkleikalista og vera þar með síðasta mót fyrir Meistaramót Íslands.

16 keppendur voru í karlaflokki og var það Daníel Jóhannesson TBR sem stóð uppi sem sigurvegari mótsins eftir að hafa unnið Jónas Baldursson TBR í úrstlitum 21 - 16 og 21 - 14.

Í einliðaleik kvenna voru níu keppendur skráðir til leiks. Sigurvegarinn í einliðaleik kvenna var Lilja Bu TBR en hún sigraði Sólrúnu Önnu Ingvarsdóttur BH í úrslitum 24 - 22 og 21 - 7.


September


Meistaramót Íslands 2020 var haldið í september eftir að því hafði verið frestað vegna Covid. Miklar og stífar reglur voru á mótinu en mótið fór vel fram.


Margrét Jóhannsdóttir TBR er Íslandsmeistari í einliðaleik kvenna eftir öruggan sigur á Sigríði Árnadóttur TBR 21-13 og 21-11. Er þetta fimmta árið í röð sem Margrét vinnur Íslandsmeistaratitilinn í einliðaleik kvenna.


Kári Gunnarsson varð Íslandsmeistari í einliðaleik karla eftir góðan sigur á Róberti Inga Huldarssyni BH. Kári var með yfirhöndina alla fyrstu lotuna og vann 21-9. Seinni lotan var öllu jafnari en Kári vann hana 21-15. Er þetta níunda árið í röð sem Kári vinnur þennan titil og þriðji bikarinn sem hann vinnur sér inn til eignar.


Kristófer Darri Finnsson, TBR og Drífa Harðardóttir ÍA eru Íslandsmeistarar í tvenndarleik . Í úrslitaleiknum mættu þau Davíð Bjarna Björnssyni, TBR og Erlu Björgu Hafsteinsdóttur BH. Fór svo að Kristófer og Drífa unnu góða sigur 21-17 og 21-11.

Þetta var fyrsti Íslandsmeistaratitill þeirra saman en þetta var þriðji Íslandsmeistaratitillinn hjá Kristófer en hann vann í fyrra með Margréti Jóhannsdóttur og árið 2018 með Erlu Björgu Hafsteinsdóttur. Þá er þetta sjötti Íslandsmeistaratitillinn hjá Drífu í tvenndarleik. Árið 1998 vann hún með Árna Þór Hallgrímssyni, 1999 með Brodda Kristjánssyni, 2003 og 2004 með Sveini Sölvasyni og síðan með Helga Jóhannessyni árið 2006.


Davíð Bjarni Björnsson TBR og Kristófer Darri Finnsson TBR eru Íslandsmeistarar í tvíliðaleik karla.

Í úrslitaleiknum spiluð þeir gegn Daníel Jóhannessyni TBR og Jónasi Baldurssyni TBR.

Fyrri lotan var jöfn og spennandi en Davíð og Kristófer höfðu þar betur 21-17. Seinni lotan var einnig jöfn framan af og var staðan 11-8 í leikhlé. Eftir leikhlé juku Davíð og Kristófer jafnt og þétt við forskot sitt og unnu að lokum 21-14.

Er þetta annað árið í röð sem þeir vinna titilinn í tvíliðaleik karla.


Margrét Jóhannsdóttir TBR og Sigríður Árnadóttir TBR eru Íslandsmeistarar í tvíliðaleik kvenna. Þær mættu í úrslitleik þeim Erlu Björg Hafsteinsdóttur BH og Drífu Harðardóttur ÍA. Fyrri lotan var nokkuðu jöfn og spennandi en Margrét og Sigríðu voru samt alltaf einu skrefi á undan. Unnu Margrét og Sigríður lotuna 21-17. Í þeirri seinna var sama upp á teningnum þar sem Margrét og Sigríður höfðu forystu í byrjun lotunnar. Eftir sem leið á lotuna náðu Erla og Drífa að minnka muninn og var jafnt í stöðunni 20-20. Voru það að lokum Margrét og Sigríður sem unnu lotuna 23-21.

Er þetta þriðja skiptið sem Margrét og Sigríður vinna þennan titil en þær unnu einnig árin 2017 og 2018.


A.flokkur

Íslandsmeistari í einliðaleik karla er Gústav Nilsson TBR en hann vann Gabríel Inga Helgason BH 21-8 , 19-21 og 21-9.

Íslandsmeistari í einliðaleik kvenna er Rakel Rut Kristjánsdóttir BH en hún vann Maríu Rún Ellertsdóttur ÍA 21-12 og 23-21.

Íslandsmeistarar í tvíliðaleik karla eru Orri Örn Árnason BH og Valgeir Magnússon BH. Þeir mættu í úrslitum Agli Sigurðssyni TBR og Jón Sigurðssyni TBR. Unnu Orri og Valgeir 21-13, 20-22 og 21-16.

Íslandsmeistara í tvíliðaleik kvenna eru Irena Ásdís Óskarsdóttir BH og Rakel Rut Kristjánsdóttir BH. Þær spiluðu gegn Margréti Dís Stefánsdóttur UMFA og Svanfríði Oddgeirsdóttur UMFA. Irena og Rakel unnu leikinn 21-12, 25-27 og 21-19.

Íslandsmeistarar í tvenndarleik eru Gústav Nilsson TBR og Guðbjörg Jóna Guðlaugsdóttir TBR. Þau mættu Agli Sigurðssyni TBR og Hrund Guðmundsdóttur Hamar. Unnu Gústav og Guðbjörg 21-18 og 21-11.


B.flokkur

Íslandsmeistari í einliðaleik karla er Eiríkur Tumi Briem TBR en hann vann Guðmund Adam Gígja BH 21-15 og 21-12.

Íslandsmeistari í einliðaleik kvenna er Natalía Ósk Óðinsdóttir BH en hún vann Höllu Stellu Sveinbjörnsdóttur BH 21-17 og 24-22.

Íslandsmeistarar í tvíliðaleik karla eru Guðmundur Adam Gígja BH og Jón Sverrir Árnason BH. Þeir mættu í úrslitum Stefáni Steinar Guðlaugssyni BH og Valþór Viggó Magnússyni BH. Unnu Guðmundur og Jón 24-22 og 21-16.

Íslandsmeistarar í tvíliðaleik kvenna eru Natalía Ósk Óðinsdóttir BH og Sara Bergdís Albertsdóttir BH. Þær unnu Lilju Berglindi Harðardóttur BH og Höllu Stellu Sveinbjörnsdóttur BH 21-19 og 21-16.

Íslandsmeistarar í tvenndarleik eru Guðmundur Adam Gígja BH og Lilja Berglind Harðardóttir BH. Þau unnu Jón Sverri Árnason BH og Natalíu Ósk Óðinsdóttur BH 21-19 og 21-10.


Æðstiflokkur

Keppt var í tvíliðaleik í Æðstaflokki. Þar mættu Gunnar Þór Gunnarsson TBR og Sigfús B Sverrisson TBR þeim Hannesi Ríkarðssyni TBR og Ómari Sigurbergssyni TBR. Fór svo að Gunnar og Sigfús unnu leikinn 21-15 og 21-10 og urðu þar með Íslandsmeistarar í tvíliðaleik í Æðstaflokki (50+).

Heiðursflokkur

Þrír keppendur voru skráðir til leiks í Heiðursflokki (60+) og var leikið í riðli þar sem allir spiluðu gegn hver öðrum. Fór svo að Egill Magnússon UMFA stóð uppi sem sigurvegari og er því Íslandsmeistari í einliðaleik karla í Heiðursflokki. Í öðru sæti var Ómar Sigurbergsson TBR.


Opnað var fyrir umsóknir í Afrekshóp og Úrvalshóp U15-U19.


Íslandsmót unglinga fór einnig fram í september en því hafði verið frestað líkt og Meistaramóti Íslands vegna Covid. Stífar reglur voru á mótinu og var til að mynda áhorfendur ekki leyfðir og ekki var þjálfun heldur leyfileg á mótinu.

8 keppendur náðu þeim frábæra árangri að verða þrefaldir Íslandsmeistarar. Það voru :


U11 - Óðinn Magnússon TBR

U11 - Birgitta Valý Ragnarsdóttir TBR

U13 - Máni Berg Ellertsson ÍA U13 - Halla María Sveinbjörnsdóttir BH

U15 - Lilja Bu TBR

U17 - Gústav Nilsson TBR

U17 - Júlíana Karítas Jóhannsdóttir TBR

U19 - Una Hrund Örvar BH


Hér má sjá lista yfir alla Íslandsmeistara unglinga 2020 :


U11 Einliðaleikur snáðar

1. Óðinn Magnússon TBR

2. Brynjar Petersen TBR

U11 Einliðaleikur snótir

1. Birgitta Valý Ragnarsdóttir

2. Iðunn Jakobsdóttir

U11 Tvíliðaleikur snáðar

1. Brynjar Petersen / Óðinn Magnússon TBR

2. Davíð Logi Atlason / Erik Valur Kjartansson ÍA / BH

U11 Tvíliðaleikur snótir

1. Birgitta Valý Ragnarsdóttir / Iðunn Jakobsdóttir TBR

2. Ásta Dísa Hlynsdóttir / Emilía Ísis Nökkvadóttir BH

U11 Tvenndarleikur snáðar/snótir

1. Óðinn Magnússon / Birgitta Valý Ragnarsdóttir TBR

2. Brynjar Petersen / Iðunn Jakobsdóttir TBR

U13 A Einliðaleikur hnokkar

1. Máni Berg Ellertsson ÍA

2. Arnar Freyr Fannarsson ÍA

U13 B Einliðaleikur hnokkar

1. Hilmar Veigar Ágústsson ÍA

2. Björn Ágúst Ólafsson BH

U13 A Einliðaleikur tátur

1. Halla Stella Sveinbjörnsdóttir BH

2. Hrafnhildur Edda Ingvarsdóttir TBS

U13 B Einliðaleikur tátur

1. Gréta Theresa Traustadóttir TBR

2. Stefanía Xuan Luu TBR

U13 Tvíliðaleikur hnokkar

1. Arnar Freyr Fannarsson / Máni Berg Ellertsson ÍA

2. Andri Leó Jónsson / Pétur Gunnarsson TBR

U13 Tvíliðaleikur tátur

1. Halla Stella Sveinbjörnsdóttir / Katla Sól Arnarsdóttir BH

2. Hrafnhildur Edda Ingvarsdóttir / Sigurlaug Sara Kristjánsdóttir TBS

U13 Tvenndarleikur hnokkar/tátur

1. Máni Berg Ellertsson / Halla Stella Sveinbjörnsdóttir ÍA / BH

2. Arnar Freyr Fannarsson / Sóley Birta Grímsdóttir ÍA

U15 A Einliðaleikur sveinar

1. Eiríkur Tumi Briem TBR

2. Einar Óli Guðbjörnsson TBR

U15 B Einliðaleikur sveinar

1. Brynjar Gauti Pálsson BH

2. Ágúst Páll Óskarsson UMFA

U15 A Einliðaleikur meyjar

1. Lilja Bu TBR

2. Guðbjörg Skarphéðinsdóttir BH

15 Tvíliðaleikur sveinar

1. Einar Óli Guðbjörnsson / Steinar Petersen TBR

2. Daníel Máni Einarsson / Eiríkur Tumi Briem TBR

U15 Tvíliðaleikur meyjar

1. Lilja Bu / Sigurbjörg Árnadóttir TBR

2. Brynja Lóa Bjarnþórsdóttir / Dagbjört Erla Baldursdóttir UMFA

U15 Tvenndarleikur sveinar/meyjar

1. Einar Óli Guðbjörnsson / Lilja Bu TBR

2. Jón Víðir Heiðarsson / Guðbjörg Skarphéðinsdóttir BH

U17 A Einliðaleikur drengir

1. Gústav Nilsson TBR

2. Gabríel Ingi Helgason BH

U17 / U 19 B Einliðaleikur drengir / piltar

1. Hlynur Gíslason UMFA

2. Orri Einarsson BH

U17 A Einliðaleikur telpur

1. Júlíana Karitas Jóhannsdóttir TBR

2. Rakel Rut Kristjánsdóttir BH

U17 B Einliðaleikur telpur

1. Dómhildur Ýr Iansdóttir Gray TBR

2. Tinna Chloé Kjartansdóttir TBR

U17 Tvíliðaleikur drengir

1. Gústav Nilsson / Stefán Árni Arnarsson TBR

2. Gabríel Ingi Helgason / Kristian Óskar Sveinbjörnsson BH

U17 Tvíliðaleikur telpur

1. Júlíana Karitas Jóhannsdóttir / Ragnheiður Birna Ragnarsdóttir TBR

2. Lilja Berglind Harðardóttir / Rakel Rut Kristjánsdóttir BH

U17 Tvenndarleikur drengir/telpur

1. Gústav Nilsson / Júlíana Karitas Jóhannsdóttir TBR

2. Kristian Óskar Sveinbjörnsson / Rakel Rut Kristjánsdóttir BH

U19 A Einliðaleikur piltar

1. Andri Broddason TBR

2. Davíð Örn Harðarson TBR

U19 A Einliðaleikur stúlkur

1. Una Hrund Örvar BH

2. Andrea Nilsdóttir TBR

U19 Tvíliðaleikur piltar

1. Brynjar Már Ellertsson / Davíð Örn Harðarson TBR

2. Andri Broddason / Steinþór Emil Svavarsson TBR / BH

U19 Tvíliðaleikur stúlkur

1. Karolina Prus / Una Hrund Örvar TBR / BH

2. Björk Orradóttir / Eva Margit Atladóttir TBR

U19 Tvenndarleikur piltar/stúlkur

1. Gabríel Ingi Helgason / Una Hrund Örvar BH

2. Andri Broddason / Andrea Nilsdóttir TBR


Október


Einungis hefur verið hægt að halda eitt mót á keppnistímabilinu 2020-2021 en öllum öðrum mótum hefur ýmist verið frestað eða þau felld niður. TBR Opið fór fram í byrjun október. Keppt var í öllum greinum í meistaraflokki, A- flokki og B-flokki.

Daníel Jóhannesson TBR sigraði einliðaleik karla eftir að hafa lagt Eið Ísak Broddason TBR í úrslitum 21-7 og 21-7. Í einliðaleik kvenna var það Lilja Bu TBR sem vann Júlíönu Karítas Jóhannsdóttur í gríðarlega spennandi úrslitaleik 16-21, 21-18 og 21-19. Tvíliðaleik karla unnu Kristófer Darri Finnsson og Davíð Bjarni Björnsson TBR en þeir unnu í úrslitum Daníel Jóhannesson og Daníel Thomsen TBR 21-14, 17-21 og 21-16. Tvíliðaleik kvenna unnu Elsa Nielsen TBR og Erla Björg Hafsteinsdóttir BH en þær unnu Sigríði Árnadóttur TBR og Þórunni Eylands Harðardóttur TBR eftir oddalotu 21-17, 17-21 og 21-12.Tvenndarleikinn unnu Daníel Jóhannesson TBR og Sigríður Árnadóttir TBR en þau unnu Davíð Bjarna Björnsson TBR og Erlu Björg Hafsteinsdóttur BH eftir oddalotu 21-15, 18-21 og 21-18.

Í A-flokki sigraði Steinþór Emil Svavarsson BH í einliðaleik karla. Hann vann í úrslitum Eirík Tuma Briem TBR 21-10 og 21-19. Í einliðaleik kvenna var leikið í þriggja manna riðli og var það Natalía Ósk Óðinsdóttir BH sem vann báða sína leiki. Í öðru sæti var María Rún Ellertsdóttir ÍA. Í tvíliðaleik karla unnu Þorvaldur Einarsson Aftureldingu og Guðmundur Þorlákur Guðmundsson Aftureldingu en þar var einnig leikið í þriggja liða riðli. Í öðru sæti urðu Garðar Hrafn Benediktsson BH og Steinþór Emil Svavarsson BH. Ekki var keppt í tvíliðaleik kvenna í A-flokki. Tvenndarleikurinn var einnig spilaður í riðli en fjögur lið voru skráð til leiks. Voru að Þorvaldur Einarsson Aftureldingu og Svanfríður Oddgeirsdóttir Aftureldingu sem unnu alla sína leiki. Í öðru sæti urðu Davíð Örn Harðarson TBR og María Rún Ellertsdóttir ÍA sem unnu tvo leiki en töpuðu einum.

Einar Óli Guðbjörnsson TBR sigraði í einliðaleik karla B.flokki en hann vann í úrslitum Ara Þórðarson KA 21-18 og 21-18. Í einliðaleik kvenna var leikið í þriggja manna riðli og var það Halla Stella Sveinbjörnsdóttir BH sem vann báða sína leiki. Í öðru sæti varð Sara Bergdís Albertsdóttir BH. Í tvíliðaleik voru það Guðmundur Adam Gígja BH og Jón Sverrir Árnason sem unnu þá Ara Þórðarson KA og Ásgeir Andra Adamsson Samherja í úrslitaleik 21-14, 17-21 og 21-17. Tvíliðaleik kvenna unnu Natalía Ósk Óðinsdóttir BH og Sara Bergdís Albertsdóttir BH en keppt var í þriggja liða riðli. Í öðru sæti urðu Halla Stella Sveinbjörnsdóttir BH og Lilja Berglind Harðardóttir BH. Tvenndarleikinn í B.flokki unnu Guðmundur Adam Gígja BH og Lilja Berglind Harðardóttir BH en þau mættu Jón Sverri Árnasyni BH og Natalíu Ósk Óðinsdóttur BH og unnu í spennandi leik 21-19 og 24-22.Færslur á milli flokka voru gerðar að loknum Íslandsmótunum.

Úr A.fl og í M.fl færast

Gústav Nilsson TBR ( Íslandsmeistari í einliðaleik, tvenndarleik og stigahæstur á styrkleikalistanum úr samanlögðu)

Orri Örn Árnason BH (Íslandsmeistari í tvíliðaleik)

Valgeir Magnússon BH (Íslandsmeistari í tvíliðaleik)

Rakel Rut Kristjánsdóttir BH ( Íslandsmeistari í einliðaleik, tvíliðaleik og stigahæst á styrkleikalistanum úr samanlögðu)

Guðbjörg Jóna Guðlaugsdóttir TBR ( Íslandsmeistar í tvenndarleik )

Irena Ásdís Óskarsdóttir BH (Íslandsmeistari í tvíliðaleik)

Úr B.fl og í A.fl færast

Guðmundur Adam Gígja BH ( Íslandsmeistari í tvíliðaleik, tvenndarleik og stigahæstur á styrkleikalistanum úr samanlögðu)

Jón Sverrir Árnason BH (Íslandsmeistari í tvíliðaleik)

Eiríkur Tumi Briem TBR (Íslandsmeistari í einliðaleik)

Natalía Ósk Óðinsdóttir BH (Íslandsmeistari í einliðaleik, tvíliðaleik og stigahæst á styrkleikalistanum úr samanlögðu)Helgi Jóhannesson landsliðsþjálfari hefur valið í landsliðshópa fyrir tímabilið 2020-2021. Munu vera fjórir landsliðshópar í vetur en það eru Afrekshópur , Úrvalshópur U15-U19, Landsliðshópur U11-U15 og Landsliðshópur U17-U19.

Eftirfarandi hópar gilda tímabilið 2020-2021.

Afrekshópur

Arna Karen Jóhannsdóttir TBR

Júlíana Karítas Jóhannsdóttir TBR

Lilja Bu TBR

Karolina Prus TBR

Rakel Rut Kristjánsdóttir BH

Sólrún Anna Ingvarsdóttir BH

Sigríður Árnadóttir TBR

Una Hrund Örvar BH

Daníel Jóhannesson TBR

Davíð Bjarni Björnsson TBR

Gabríel Ingi Helgason BH

Gústav Nilsson TBR

Jónas Baldursson TBR

Stefán Árni Arnarsson TBR


Úrvalshópur U15-U19

Halla Stella Sveinbjörnsdóttir BH

Hrafnhildur Edda Ingvarsdóttir TBS

Margrét Guangbing Hu Hamar

Ari Páll Egilsson TBR

Arnar Freyr Fannarsson ÍA

Brent John Inso UMFA

Daníel Máni Einarsson TBR

Einar Óli Guðbjörnsson TBR

Eiríkur Tumi Briem TBR

Guðmundur Adam Gígja BH

Kristian Óskar Sveinbjörnsson BH

Máni Berg Ellertsson ÍA

Pétur Gunnarsson TBR

Steinþór Emil Svavarsson BH


Landsliðshópur U11-U15

Erik Valur Kjartansson BH

Davíð Logi Atlason ÍA

Brynjar Petersen TBR

Grímur Eliasen TBR

Birgitta Valý Ragnarsdóttir TBR

Iðunn Jakobsdóttir TBR

Óðinn Magnússon TBR

Emma Katrín Helgadóttir TBR

Rúnar Gauti Kristjánsson BH

Úlfur Þórhallsson Hamar

Halla Stella Sveinbjörnsdóttir BH

Hrafnhildur Edda Ingvarsdóttir TBS

Katla Sól Arnarsdóttir BH

Sóley Birta Grímsdóttir ÍA

Alex Helgi Óskarsson TBS

Andri Leó Jónsson TBR

Arnar Freyr Fannarsson ÍA

Máni Berg Ellertsson ÍA

Pétur Gunnarsson TBR

Ari Páll Egilsson TBR

Einar Óli Guðbjörnsson TBR

Funi Hrafn Eliasen TBR


Landsliðshópur U17-U19


Lilja Bu TBR

Brent John Inso UMFA

Daníel Máni Einarsson TBR

Eiríkur Tumi Briem TBR

Jónas Orri Egilsson TBR

Steinar Petersen TBR

María Rún Ellertsdóttir ÍA

Margrét Guangbing Hu Hamar

Gabríel Ingi Helgason BH

Guðmundur Adam Gígja BH

Jón Sverrir Árnason BH

Kristian Óskar Sveinbjörnsson BH

Stefán Steinar Guðlaugsson BH

Júlíana Karitas Jóhannsdóttir TBR

Natalía Ósk Óðinsdóttir BH

Rakel Rut Kristjánsdóttir BH

Gústav Nilsson TBR

Stefán Árni Arnarsson TBR

Steinþór Emil Svavarsson BH

Karolina Prus TBR

Sigurður Patrik Fjalarsson TBR

Tómas Sigurðarson TBR


Nóvember / Desember

Dómaranámskeið var haldið í nóvember og voru 14 manns sem sóttu námskeiðið. Þau munu síðan taka verklega hlutann á næsta ári þegar opnað verður aftur fyrir mótahald.


Badmintonsambandið bauð upp á fræsðlufyrirlestra fyrir öll aðildarfélögin (leikmenn, þjálfara og foreldra) og gekk það mjög vel og var mikil ánægja með þessa fyrirlestra. Þá var einnig haldinn sérstakur fyrirlestur fyrir þjálfara aðildarfélaganna en það var Gauti Grétarsson sem sá um þann fyrirlestur.

Riðli 5 í forkeppni Evrópumeistaramóts landsliða hefur nú verið aflýst en hún átti að fara fram dagana 9. - 12. desember í Frakklandi. Ísland var hluti af þessum riðli en Ísland drógst í undirriðil 1 ásamt Frakklandi og Ítalíu en í undirriðli 2 voru Wales, Írland og Noregur.

Badminton Europe tók þessa ákvörðun í gær þar sem ljóst var að Frakkland, sem átti að halda keppnina, gat ekki haldið keppnina í riðlinum vegna samkomubannsreglna sem þar ríkir og ekki náðist að færa keppninna til annarra landa þrátt fyrir miklar tilraunir.

Vegna Covid-19 höfðu verið settar upp ákveðnar vinnureglur hjá Badminton Europe sem öll löndin samþykktu. Í þeim reglum stendur að Badminton Europe muni taka ákvörðun um hvaða land það er sem mun fara beint í lokakeppnina ef þessi stæða kæmi upp sem nú er raunin. Lokakeppnin mun fara fram í Vantaa, Finnlandi 16. - 20. febrúar 2021. Þykir líklegt að Frakkland verði valið þangað þar sem þau voru með röðun inn í riðil 5.


Líkt og í fyrra þá styrkir Hleðsla nú fullorðinsmótaröðina okkar og ber hún nú nafnið Hleðslubikarinn. Þeir leikmenn sem urðu efstir á styrkleikalista fullorðinna í lok tímabilsins munu hljóta nafnbótina Bikarmeistari.

Tveir leikmenn náðu þeim árangri að verða þrefaldir bikarmeistarar en það voru Gústav Nilsson TBR í A.fl og Natalía Ósk Óðinsdóttir BH í B.fl.

Eftirtaldir leikmenn urðu bikarmeistarar tímabilið 2019 / 2020.


Meistaraflokkur

Einliðaleikur karla

Daníel Jóhannesson TBR

Einliðaleikur kvenna

Sigríður Árnadóttir TBR

Tvíliðaleikur karla

Davíð Bjarni Björnsson TBR

Daníel Jóhannesson TBR

Tvíliðaleikur kvenna

Margrét Jóhannsdóttir TBR

Sigríður Árnadóttir TBR

Tvenndarleikur

Davíð Bjarni Björnsson TBR

Erla Björg Hafsteinsdóttir BH


A.flokkur

Einliðaleikur karla

Gústav Nilsson TBR

Einliðaleikur kvenna

Rakel Rut Kristjánsdóttir BH

Tvíliðaleikur karla

Gústav Nilsson TBR Steinþór Emil Svavarsson BH

Tvíliðaleikur kvenna

María Rún Ellertsdóttir ÍA

Rakel Rut Kristjánsdóttir BH

Tvenndarleikur

Gústav Nilsson TBR

Guðbjörg Jóna Guðlaugsdóttir TBR


B.flokkur

Einliðaleikur karla

Guðmundur Adam Gígja BH

Einliðaleikur kvenna

Natalía Ósk Óðinsdóttir BH

Tvíliðaleikur karla

Guðmundur Adam Gígja BH

Jón Sverrir Árnason BH

Tvíliðaleikur kvenna

Natalía Ósk Óðinsdóttir BH

Sara Bergdís Albertsdóttir BH

Tvenndarleikur

Natalía Ósk Óðinsdóttir BH

Jón Sverrir Árnason BHÞað er ekki á hverjum degi sem nýjar badmintondeildir eru stofnaðar en sá ánægjulegi atburður átti sér stað á dögunum þegar Helgi Jóhannesson landsliðsþjálfari stofnaði badmintondeild innan raða Ungmennafélagsins Tindastóls á Sauðárkróki.

Aðdragandann má rekja til þessar þegar Helgi Jóhannesson, aðalþjálfari Tindastóls og landsliðsþjálfari fluttist norður með fjölskyldu sína en dætur hans höfðu þá æft badminton í nokkur ár. Áhuginn var mikill og dapurleg tilhugsun að þurfa að leggja spaðann á hilluna svo leitað var samstarfs við sveitarfélagið Skagafjörð sem úthlutaði Helga dýrmætum tíma í þéttsetnu íþróttahúsinu. Áhuginn var mikill hjá ungum Skagfirðingum og nú æfa um 14 krakkar badminton tvisvar í viku.

„Það er frábært að geta stuðlað með beinum hætti að útbreiðslu badmintoníþróttarinnar með því að stofna deild hér á Sauðárkróki.“ segir Helgi. „Okkur hefur verið vel tekið alls staðar þar sem við höfum komið, hvort sem er af iðkendum, foreldrum, bæjaryfirvöldum eða forsvarsmönnum Tindastóls og kann ég þeim bestu þakkir fyrir frábærar móttökur. Starfið hefur farið vel af stað og ég afskaplega þakklátur fyrir þann tíma sem hefur verið úthlutað í íþróttahúsinu, krakkarnir eru mjög duglegir, mæta vel og taka miklum framförum. Vonandi getum við svo farið að skipuleggja keppnisferðir í opin unglingamót þegar það fer af stað aftur. Það verður gaman að mæta með krakkana og halda uppi merkjum Tindastóls á badmintonvellinum“


Stjórn Badmintonsambands Íslands hefur valið Kára Gunnarsson badmintonmann og Margréti Jóhannsdóttur badmintonkonu ársins 2020.

Eftirfarandi er samantekt á helstu afrekum badmintonfólks ársins 2020.


Badmintonmaður ársins 2020 - Kári Gunnarsson f. 11. janúar 1991.

Badmintonmaður ársins 2020 er Kári Gunnarsson úr Tennis- og badmintonfélagi Reykjavíkur.

Kári er Íslandsmeistari í einliðaleik karla og er þetta níunda skiptið í röð sem hann vinnur þennan titil.

Kári hefur verið mikilvægur í landsliði Íslands undanfarin ár og spilar jafnan fyrsta einliðaleik karla í landsleikjum. Kári spilaði sinn fyrsta A-landsliðsleik árið 2010, þá aðeins 19 ára gamall. Kári hefur spilað 26 A-landsleiki fyrir Íslands hönd.

Kári stefnir á þátttöku á Ólympíuleikunum 2021 en það er heimslistinn sem ræður hverjir öðlast keppnisrétt. Covid-19 setti mikinn svip á allt íþróttalíf og náð Kári einungis að taka þátt í 4 alþjóðlegum mótum á árunum en öllum öðrum mótum var ýmist frestað eða felld niður. Nýtt Ólympíukeppnistímabil hefst í janúar og fer Kári þá á fullt að keppa og sækja sér stig á Ólympíulistann. Listinn er byggður á tíu bestu mótum leikmanna.

Kári er búsettur í Danmörku og er núna í Center of Excellence sem er á vegum Badminton Europe og er staðsett í Holbæk í Danmörku. Þar býr og æfir Kári undir handleiðslu þjálfara á vegum Badminton Europe.


Badmintonkona ársins 2020 - Margrét Jóhannsdóttir f. 10. janúar 1995

Badmintonkona ársins 2020 er Margrét Jóhannsdóttir úr Tennis- og badmintonfélagi Reykjavíkur.

Margrét Jóhannsdóttir varð tvöfaldur Íslandsmeistari á árinu. Fimmta árið í röð varð hún Íslandsmeistari í einliðaleik. Margrét varð einnig Íslandsmeistari í tvíliðaleik ásamt Sigríði Árnadóttur.

Margrét varð Hleðslubikarmeistari í tvíliðaleik ásamt Sigríði Árnadóttur en tveir efstu leikmenn á styrkleikalista sambandsins í lok tímabilsins í hverri grein hljóta þann titil.

Margrét hefur verið mjög mikilvæg fyrir íslenska landsliðið síðastliðin ár og á hún að baki 16 A-landsleiki en fyrsta A-landsleikinn spilaði hún árið 2013, þá 18 ára gömul.

Margrét var færð í Meistaraflokk aðeins 16 ára gömul en hún á að baki fjöldann allan af Íslandsmeistaratitlum í unglingaflokki, sem og í A- og B-flokkStjórn Badmintonsambands Íslands hefur tekið þá ákvörðun um að aflýsa RSL Iceland International 2021 sem fram átti að fara 28. - 31. janúar 2021. Því miður er þetta niðurstaðan en mikið flækjustig hefur skapast við það að halda alþjóðleg mót núna á tímum Covid auk þess sem erfiðlega gekk að fá dómara til starfa á mótinu.

Framundan er nýtt ár með nýjum og krefjandi verkefnum fyrir badmintonspilara um allt land.

Stjórn og starfsmenn BSÍ sendir badmintonfólki og landsmönnum öllum bestu óskir um gleðilegt ár og þakkir fyrir samstarfið á árinu sem er nú senn að líða.

100 views0 comments

Commentaires


bottom of page