top of page
Search
  • bsí

Íslendingar taka þátt í HM Senior á Spáni

Updated: Dec 2, 2021


Það verða fimm íslendingar sem taka þátt í heimsmeistamóti öldunga á Spáni í þessari viku. Broddi Kristjánsson TBR, Valgeir Magnússon BH, Elsa Nielsen TBR, Drífa Harðardóttir ÍA og Tryggvi Nielsen TBR keppa fyrir Íslands hönd.


Broddi Kristjánsson tekur þátt í einliðaleik í 60-64 ára. Broddi stefnir á sinn annan heimsmeistaratitil í einliðaleik á öldungamótinu en Broddi varð heims­meist­ari í einliða-leik í flokki 45-49 ára þegar hann bar sigur­orð af Dan­an­um Kim Broder­sen í úr­slita­leik á Spáni árið 2009.


Elsa Nielsen tekur þátt í einliðaleik og tvíliðaleik ásamt Drífu Harðardóttir, en Drífa mun stefna að sýnum öðrum heimsmeistaratitli í tvíliðaleik þar sem hún og Erla Björg Hafsteinsdóttir urðu heimsmeistarar í tvíliðleik árið 2019. Drífa og Elsa taka einnig þátt í tvenndarleik.


Tryggvi Nielsen tekur þátt í einliðaleik og tvenndarleik og Valgeir Magnússon tekur þátt í einliðaleik og tvíliðaleik.


Upplýsingar um mótið má finna hér.


Streymi frá mótinu má finna hér.

192 views0 comments

Comments


bottom of page