top of page
Search
annamargret5

Íslenskur slagur í dönsku deildinni

Arna Karen ásamt liðsfélögum í Viby J


Drífa ásamt liðsfélögum í Hvidovre


Tvær af okkar bestu badmintonspilurum, þær Arna Karen Jóhannsdóttir og Drífa Harðardóttir búa báðar í Danmörku og spila þar með dönskum klúbbum; Viby J og Hvidovre.


Þær eiga í harðri baráttu með að komast upp úr 2. deild. Síðasta laugardag mættust klúbbarnir þeirra í spennandi viðureign, en Viby J sem Arna Karen spilar fyrir hafði betur 8-5.


Staðan í riðlinum með eina umferð eftir af tímabilinu; Viby J er í fyrsta sæti með 68 stig og Hvidovre í 4 sæti með 60 stig.



Síðasta umferðin hjá Örnu Karen verður leikin 18. mars en Drífa á lokaumferð 23. mars. Þá kemur einnig í ljós hvaða lið fer beint upp um deild og hvaða lið leika auka umferð. Annað og þriðja sætið í 2. deild spila auka umferð við næst neðsta og þriðja neðsta liðið í 1. deild.


Það verður hörkuspennandi að fylgjast með lokaumferðinni og við vonumst auðvitað eftir því að báðar okkar stelpur komist í 1. deildina!



141 views0 comments

Comments


bottom of page