top of page
Search
  • laufey2

ÚRSLIT Á MEISTARAMÓTI BH OG RSL 2022, 18-20 nóv.

Meistaramót Badmintonfélags Hafnarfjarðar og RSL var haldið í Íþróttahúsinu við Strandgötu. Metþátttaka var í mótið, þar sem 108 keppendur voru mættir til leiks. Mótið er hluti af mótaröð BSÍ og gefur stig á styrkleikalista sambandsins.


Helstu úrslit urðu þau að Sigríður Árnadóttir TBR varð þrefaldur BH meistari 2022.


Önnur úrslit urðu eftirfarandi:


Úrslit í Úrvalsdeild:


Í einliðaleik karla sigraði Róbert Ingi Huldarsson BH og Stefán Árni Arnarsson TBR varð í öðru sæti.Í einliðaleik kvenna vann Sigríður Árnadóttir TBR gull og Gerda Voitechovskaja BH silfur.


Í tvíliðaleik karla léku til úrslita Daníel Jóhannesson og Jónas Baldursson TBR gegn Davíð Bjarna Björnssyni og Eiði Ísak Broddasyni TBR og þar sigruðu Daníel og Jónas.


Í tvíliðaleik kvenna unnu Sigríður Árnadóttir og Þórunn Eylands TBR gull og Sólrún Anna Ingvarsdóttir og Una Hrund Örvar BH silfur.Í tvenndarleik unnu Daníel Jóhannesson og Sigríður Árnadóttir TBR gull og Davíð Bjarni Björnsson og Þórunn Eylands TBR silfur.Úrslit í 1. deild :


Í einliðaleik karla sigraði Sigurður Eðvarð Ólafsson BH og í öðru sæti varð Bjarki Stefánsson TBR.


Í einliðaleik kvenna vann Una Hrund Örvar BH gull og Hrafnhildur Edda Ingvarsdóttir TBS silfur.Í tvíliðaleik karla sigruðu Jón Sigurðsson og Kristján Daníelsson TBR / BH og í öðru sæti urðu Emil Hechmann og Kristian Óskar Sveinbjörnsson BH.


Í tvíliðaleik kvenna sigruðu Hrafnhildur Edda Ingvarsdóttir og Katla Sól Arnarsdóttir TBS / BH og Guðbjörg Jóna Guðlaugsdóttir og Sigrún Marteinsdóttir TBR lentu í öðru sæti.


Í tvenndarleik unnu Jón Sigurðsson og Guðbjörg Jóna Guðlaugsdóttir TBR gull og Adam Elí Ómarsson og Katla Sól Arnarsdóttir BH silfur.Úrslit í 2. deild:


Í einliðaleik karla vann Steinar Petersen TBR gull og Alexander Stefánsson UMFA silfur.Í einliðaleik kvenna sigraði Iðunn Jakobsdóttir TBR og í öðru sæti varð Sunna Karen Ingvarsdóttir UMFA.


Í tvíliðaleik karla unnu Freyr Víkingur Einarsson og Þorleifur Fúsi Guðmundsson BH gull og Ari Páll Egilsson og Jónas Orri Egilsson BH silfur.


Í tvíliðaleik kvenna sigruðu Inga María Ottósdóttir og Sunna Karen Ingvarsdóttir UMFA og í öðru sæti urðu Hrafnhildur Magnúsdóttir og Iðunn Jakobsdóttir TBR.


Í tvenndarleik unnu Eggert Þór Eggertsson og Hrafnhildur Magnúsdóttir TBR gull og Jón Sverrir Árnason og Hrafnhildur Edda Ingvarsdóttir BH / TBS silfur.


Með því að smella hér er hægt að skoða öll nánari úrslit frá mótinu.

86 views0 comments

Comments


bottom of page