top of page
Search
  • bsí

Úrslit í 1. deild og 2. deild lokið á Meistaramóti Íslands - Úrslit í Úrvalsdeild hefjast kl. 13.00

Úrslit í 1. deild og 2. deild hófust kl. 09.00 í morgun í íþróttahúsi BH við Strandgötu í Hafnarfirði. Mikil spenna var í mörgum leikjum og eru úrslit hér að neðan.


Úrslit í 1.deild

Í einliðaleik kvenna sigraði Katla Sól Arnarsdóttir BH hana Natalíu Ósk Óðinsdóttir BH 21-11, 19-21 og 21-15. Í einliðaleik karla sigraði Kristján Huldar Aðalsteinsson TBR hann Ólaf Örn Guðmundsson 21-19 og 21-15.
Í tvíliðaleik kvenna sigraðir Katla Sól Arnarsdóttir og Anna Lilja Sigurðardóttir BH þær Hrafnhildi Magnúsdóttur og Iðunni Jakobsdóttur TBR 19-21, 21-10 og 21-15. Í tvíliðaleik karla sigraði Einar Óli Guðbjörnsson TBR og Funi Hrafn Eliasen, Ingólf Ingólfsson og Sævar Ström 21-13 og 21-16.
Í tvenndarleik sigraðu Haukur Stefánsson og Elín Þóra Elíasdóttir TBR þau Bjarna Þór Sverrisson og Hrund Guðmundsdóttir 21-10 og 21-14.

Úrslit í 2.deild

Í einliðaleik kvenna sigraði Sunna Karen Ingvarsdóttir UMFA hana Lenu Rut Gígja BH 21-12 og 21-15. Í einliðaleik karla sigraði Han Van Nguyen TBR, Hrafn Örlygsson 21-15 og 21-19.
Í tvíliðaleik kvenna sigraðu Elín Helga Einarsdóttir BH og Lena Rut Gígja þær Elínu Ósk Traustadóttur og Erlu Rós Heiðarsdóttur 21-19 og 21-18. Í tvíliðaleik karla sigraðu Jón Sverrir Árnason og Jón Víðir Heiðarsson BH þá Hrafn Örlygsson og Kára Þórðarson 21-16 og 21-18.


Í tvenndarleik sigraðu Þórarinn Heiðar Harðarsson og Sunnar Karen Ingvarsdóttir UMFA þau Jón Víðar Heiðarsson og Erlu Rós Heiðarsdóttir BH 21-23, 21-19 og 21-14.

265 views0 comments

Comentários


bottom of page