top of page
Search

Þrír Íslendingar í 8. liða úrslitum á HM Öldunga

bsí

ÞrírÍslendingar eru komnir í 8 liða úrslit á HM Senior sem haldið er í Huelva á Spáni eftir góða sigra á móti sínum andstæðingum í 16 liða úrslitum í gær.


Broddi hefur leik í dag á velli 4. á mill kl. 13.00-14.00 og spilar á móti Yuri Smirnov frá Rússland. Broddi sigraði á þessu móti árið 2009.


Elsa Nielsen á leik á velli 1. á móti Majken Asmussen frá Danmörku c.a. á milli kl. 12.00-13.00.


Elsa Nielsen og Drífa Harðardóttir eiga leik á velli 6. eftir hádegi í dag en þær etja kappi við par frá Svíþjóð en þess má geta að Drífa og Elsa eru með fyrstu röðum á mótinu og Drífa er núverandi heimsmeistari í tvíliðaleik ásamt Erlu Björk Hafsteinsdóttir.


Drífa mun síðan spila í tvenndarleik með Jesper Thomsen frá Danmörku en Drífa er búsett í Danmörku. Sá leikur er á velli 8. milli kl 9 og 10 á móti pari frá Indlandi.


Tryggvi Nielsen og Valgeir Magnússon hafa lokið leik á mótinu.


Hægt er að fylgjast með úrslitum, tímasetningum og á hvaða velli er spilað hér.. https://www.tournamentsoftware.com/sport/tournament...


Einnig er bein útsending á YouTube hjá Badminton Spain... https://www.youtube.com/c/B%C3%81DMINTONSPAIN


Dagskráin í dag er ekki tímasett heldur er röð leikja á hverju velli vitað fyrirfram þannig að það er um að gerast að fylgjast vel þegar fer að koma að okkar fólki að spila.

415 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page