top of page
Search
  • bsí

Fundur um afreksmál


Badmintonsamband Íslands stendur fyrir fundi um afreksmál í badminton. Fundurinn verður haldinn í fundarsal Kynnisferða við Klettagarða 12 föstudaginn 1. september klukkan 17-18.

Farið verður yfir fyrirkomulag landsliðsmála, æfingar og landsliðsverkefnin í vetur.

Andri Stefánsson forstöðumaður Afrekssviðs ÍSÍ segir frá nýju fyrirkomulagi varðandi afrekssjóð ÍSÍ og Tinna ásamt landsliðsnefnd fara yfir afreksstarf BSÍ á komandi keppnistímabili.

Fundurinn er opinn öllum; leikmönnum, þjálfurum, foreldrum og öðrum sem hafa áhuga.


21 views0 comments
bottom of page