top of page
Search
bsí

Viktor Axelsen heimsmeistari í einliðaleik karla


Viktor Axelsen ritaði nafn sitt í dönsku og evrópsku badmintonsögubækurnar í gær þegar hann varð heimsmeistari í einliðaleik karla. Viktor, sem er fæddur árið 1994, vann Lin Dan frá Kína í tveimur settum 22-20, 21-16 og varð með því fyrsti Evrópubúinn til að vinna einliðaleik karla síðan 1997 en þá vann Peter Rasmussen frá Danmörku þennan eftirsótta titil.

Í undanúrslitum vann Viktor ríkjandi Ólympíumeistara, Chen Long. Fyrri lotan í úrslitaleiknum var mjög jöfn og spennandi og Lin Dan var yfir 20-19 en Viktor vann lotuna 22-20. Viktor leiddi seinni lotuna og var yfir 19-16 og vann að lokum 21-16.

Úrslitaleikurinn í einliðaleik kvenna var æsispennandi en þarf mættust Nozomi Okuhara frá Japan og Sindhu V. Pusarla frá Indlandi. Leikurinn endaði með sigri Okuhara 21-19, 20-22, 22-20. Eitt rallýið varði í á fjórðu mínútu og áhorfendur fengu svo sannarlega spennandi leik þarna.

Aðrir heimsmeistarar í badminton eru: Liu Cheng og Zhang Nan frá Kína í tvíliðaleik karla, Chen Quinchen og Jia Yifan frá Kína í tvíliðaleik kvenna og Tontowi Ahmad og Lilyana Natsir frá Indónesíu í tvenndarleik.


30 views0 comments
bottom of page