top of page
Search
  • bsí

Daníel og Arna unnu fyrsta mót vetrarins


Fyrsta mót mótaraðar BSÍ, Einliðaleiksmót TBR, var haldið á föstudagskvöldið. Eingöngu var keppt í meistaraflokki í einliðaleik.

Fjórtán keppendur voru í karlaflokki og bar Daníel Jóhannesson TBR sigur úr bítum eftir að hafa unnið Davíð Bjarna Björnsson TBR í úrslitum 21-12, 21-17.

Smellið hér til að sjá úrslit leikja í einliðaleik karla.

Í einliðaleik kvenna voru fjórir keppendur skráðir til leiks og einn leikmaður þurfti að skrá sig úr keppni. Sigurvegarinn í einliðaleik kvenna var Arna Karen Jóhannsdóttir TBR en keppt var í riðli í greininni.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit í einliðaleik kvenna.

Næsta mót í mótaröðinni, Atlamót ÍA, er helgina 23. – 24. september, á Akranesi.

Næsta mót í mótaröðinni, Atlamót ÍA, er helgina 23. – 24. september, á Akranesi


17 views0 comments
bottom of page