Search
  • bsí

Úrslit TBR Opins


Þriðja mót mótaraðar BSÍ, TBR Opið, var um helgina. Keppt var í öllum greinum í meistaraflokki, A- flokki og B-flokki.

Daníel Jóhannesson TBR sigraði einliðaleik karla eftir að hafa lagt Jónas Baldursson TBR í úrslitum 21-10, 21-14. Í einliðaleik kvenna var keppt í riðli og bar Sigríður Árnadóttir TBR sigur úr bítum. Tvíliðaleik karla unnu Kristófer Darri Finnsson og Davíð Bjarni Björnsson TBR en þeir unnu í úrslitum Daníel Jóhannesson og Jónas Baldursson TBR 21-15, 21-10. Tvíliðaleik kvenna unnu Margrét Jóhannsdóttir og Sigríður Árnadóttir TBR en keppt var í riðli í greininni. Tvenndarleikinn unnu Daníel Thomsen og Margrét Jóhannsdóttir TBR en í þessari grein var einnig keppt í riðli.

Í A-flokki sigraði Einar Sverrisson í einliðaleik karla. Hann vann í úrslitum Aron Óttarsson TBR eftir hörkuleik 23-21, 24-22. Einliðaleik kvenna vann Halla María Gústafsdóttir BH. Hún vann Sólrúnu Önnu Ingvarsdóttur BH eftir oddalotu 20-22, 21-17, 21-11. Í tvíliðaleik karla unnu Aron Óttarsson og Guðjón Helgi Auðunsson TBR en þeir unnu í úrslitum Ask Mána Stefánsson og Elvar Má Sturlaugsson BH 24-22, 21-17. Tvíliðaleik kvenna í A-flokki unnu Irena Ásdís Óskarsdóttir og Sólrún Anna Ingvarsdóttir BH en þær unnu í úrslitum Önnu Alexöndru Petersen og Margréti Dís Stefánsdóttur TBR eftir oddalotu 21-11, 17-21, 21-13. Tvenndarleikinn unnu Jón Sigurðsson og Guðrún Björk Gunnarsdóttir TBR. Þau unnu Elís Þór Dansson og Margréti Dís Stefánsdóttur TBR í úrslitum eftir oddalotu 15-21, 21-12, 24-22.

Keppt var í einliða- og tvíliðaleik karla og tvenndarleik í B-flokki. Gústav Nilsson TBR sigraði í einliðaleik en hann vann í úrslitum Egil Magnússon Aftureldingu 21-14, 21-9. Í tvíliðaleik var keppt í riðli og sigurvegararnir eru Egill Magnússon og Hallur Helgason Aftureldingu. Tvenndarleikinn unnu Gústav Nilsson og Guðbjörg Jóna Guðlaugsdóttir TBR en keppt var í riðli í greininni.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit frá TBR Opnu.greininni.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit frá TBR Opnu.


16 views0 comments

Recent Posts

See All

TBR Opið 2021 fór fram um helgina

Júlíana og Daníel sigruðu í einliðaleik á TBR-opið 2021! TBR Opið, fór fram um helgina. Keppt var í öllum greinum í Úrvalsdeild, 1- deild og 2-deild. Daníel Jóhannesson TBR sigraði einliðaleik karla e