top of page
Search
  • bsí

Íslenskir keppendur í Noregi


Alþjóðlega norska mótið er í Sandefjord í Noregi um helgina. Fimm íslenskir leikmenn taka þátt í mótinu, sem er hluti af evrópsku mótaröðinni. Þau eru Arna Karen Jóhannsdóttir TBR, Davíð Bjarni Björnsson TBR og Kristófer Darri Finnsson TBR auk Öldu Karenar Jónsdóttur og Jóhannesar Orra Ólafssonar sem bæði eru búsett í Noregi.

Mótið hófst nú í morgun með forkeppni í einliðaleik. Kristófer Darri átti fyrsta leikinn af þeim en hann mætti Elias Nicolaou frá Kýpur en honum var raðað númer þrjú inn í forkeppnina. Kristófer tapaði 16-21, 19-21 og er því úr leik í einliðaleik.

Davíð Bjarni Björnsson gegn Markus Barth frá Noregi. Barth vann örugglega 21-5, 21-6.

Jóhannes Orri atti kappi við Joonas Korhonen frá Finnlandi en hann var með fjórðu röðun í forkeppninni. Jóhannes tapaði 8-21, 6-21.

Alda Karen mætti í fyrsta leik sínum Anne Klyve frá Noregi. Hún vann eftir mjög jafna oddalotu 21-14, 19-21, 24-22. Hún keppti seinni leikinn í forkeppninni við Emilie Hamang frá Noregi og laut í lægra haldi fyrir henni 11-21, 12-21.

Andstæðingur Örnu Karenar var einnig norsk en hún heitir Stine Andersen. Arna Karen vann 22-20, 21-11. Hún keppti síðan í annarri umferð við Frida Lindstrom frá Svíþjóð og tapaði fyrir henni 14-21, 14-21.

Íslensku keppendurnir eru því úr leik í einliðaleik.

Leikir í aðalkeppninni hefjast á morgun. Kristófer Darri og Davíð Bjarni fara beint inn í aðalkeppnina í tvíliðaleik og mæta í fyrsta leik pari sem mun koma upp úr forkeppninni, sem fór fram í dag, Torjus Flaaten og Peter Roenn Stensaeth. Þeir hafa báðir keppt á Iceland International.

Alda Karen og Arna Karen mæta í fyrsta leik Madelaine Persson og Stina Runesson frá Svíþjóð. Sá leikur fer einnig fram á morgun í aðalkeppni. Ekki er keppt í forkeppni í tvíliðaleik kvenna.

Íslensku keppendurnir leika ekki í tvenndarleik á þessu móti.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á Alþjóðlega norska mótinu.


170 views0 comments
bottom of page