Search
  • bsí

Landsleikur við Færeyjar föstudaginn 5.janúar


Íslenska landsliðið mun spila vináttulandsleik við Færeyjar föstudaginn 5.janúar. Er þessi leikur liður í undirbúningi íslenska liðsins fyrir komandi Evrópumeistaramót karla- og kvennalandsliða sem fram fer í Kazan í Rússlandi 13.-18 feb.

Leikurinn við Færeyjar mun hefjast kl 18:30 í húsum Tennis-og badmintonfélags Reykjavíkur (TBR) Gnoðarvogi 1 og er aðgangur ókeypis. Viljum við hvetja sem flesta til að mæta og styðja við bakið á okkar fólki. Kári Gunnarsson mun ekki spila þennan leik en í hans stað kemur Eiður Ísak Broddason. Að öðru leyti er liðið fullskipað af þeim leikmönnum sem valdir voru til að keppa fyrir Íslands hönd á Evrópumeistaramótinu.

Landslið Íslands skipa :

Arna Karen Jóhannsdóttir TBR Margrét Jóhannsdóttir TBR Sigríður Árnadóttir TBR Þórunn Eylands Harðardóttir TBR

Daníel Jóhannesson TBR Davíð Bjarni Björnsson TBR Eiður Ísak Broddason TBR Kristófer Darri Finnsson TBR


0 views

©2017 BY BADMINTONSAMBAND ÍSLANDS. PROUDLY CREATED WITH WIX.COM