Search
  • bsí

Úrslit úr Meistaramóti TBR


Meistaramót TBR var haldið nú um helgina í húsum Tennis- og badmintonfélags Reykjavíkur (TBR). Mótið er hluti af mótaröð Badmintonsambandsins og gefur stig á styrkleikalista sambandsins. Færeyskir spilarar komu og tóku þátt í mótinu og veittu Íslendingunum mjög harða keppni í öllum flokkum.

Margrét Jóhannsdóttir, úr TBR, náði þeim flotta árangri að verða þrefaldur meistari í Meistaraflokki er hún sigraði í einliða-, tvíliða- og tvenndarleik.

Í einliðaleik karla var það Kári Gunnarsson (TBR) sem sigraði Bartal Poulsen (Færeyjum) 21-16 og 21-17. Í einliðleik kvenna sigraði líkt og áður kom fram Margrét Jóhannsdóttir en hún vann Örnu Karen Jóhannsdóttir (TBR) 21-15 og 21-13.

Í tvíliðaleik karla sigruðu þeir Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnsson þá Daníel Thomsen og Bjarka Stefánsson 15-21 , 21-7 og 21-9. Allir keppa þeir fyrir hönd TBR. Í tvíliðaleik kvenna sigruðu Margrét Jóhannsdóttir og Sigríður Árnadóttir þær Örnu Karen Jóhannsdóttir og Þórunni Eylands 21-18 og 21-14.

Í tvenndarleik báru Daníel Thomsen og Margrét Jóhannsdóttir sigur úr býtum. Sigruðu þau Daníel Jóhannesson (TBR) og Sigríði Árnadóttur 21-11 og 21-14.

A flokkur :

Í einliðaleik karla sigraði Daníel Ísak Steinarsson (BH) Færeyinginn Rani Í Bø 15-21, 21-19 og 21-18. Í einliðaleik kvenna sigraði Katrín Vala Einarsdóttir. Hún vann Sólrúnu Önnu Ingvarsdóttir 21-23, 21-9 og 21-15. Þær spila báðar fyrir Badmintonfélag Hafnarfjarðar (BH).

Tvíliðaleik karla unnu þeir Aron Óttarsson og Vignir Haraldsson. Þeir sigruðu þá Eystein Högnason og Bjarna Þór Sverrisson 21-18 og 21-13. Allir spila þeir með TBR. Tvíliðaleik kvenna voru það Sólrún Anna Ingvarsdóttir (BH) og Una Hrund Örvar (BH) sem sigruðu færeysku stelpurnar Jóhonnu Osberg og Sólfríði Hjörleifsdóttur 21-12, 17-21 og 21-17. Tvenndarleikinn unnu þau Geir Svanbjörnsson og Áslaug Jónsdóttir (TBR). Þau unnu Daníel Ísak Steinarsson og Unu Hrund Örvar (BH) 23-21 og 21-11. B flokkur :

Í einliðaleik karla var það Steinþór Emil Svavarsson (BH) sem sigraði Stefán Árna Arnarson (TBR) 21-14 og 22-20. Ekki var keppt í einliðaleik kvenna. Tvíliðaleik karla sigruðu þeir Steinþór Óli Hilmarsson og Gunnar Örn Ingólfsson. Unnu þeir Gústav Nilsson og Stefán Árna Arnarsson 21-10 og 21-8. Allir spila þeir fyrir TBR.

Í tvíliðaleik kvenna sigruðu Arndís Sævarsdóttir og Sunna Karen Ingvarsdóttir (UMFA). Þær unnu Erlu Rós Heiðarsdóttur og Sigríði Theodóru Eiríksdóttur (BH) 21-17, 16-21 og 21-11.

Í tvenndarleiknum voru það feðginin Kristján Arnór Kristjánsson og Rakel Rut Kristjánsdóttir (BH) sem báru sigur úr býtum á mæðginunum Gústavi Nilsson og Guðbjörgu Jónu Guðlaugsdóttur (TBR).

Smella má hér til að nálgast frekar úrslit úr mótinu.


137 views0 comments

Recent Posts

See All

TBR Opið 2021 fór fram um helgina

Júlíana og Daníel sigruðu í einliðaleik á TBR-opið 2021! TBR Opið, fór fram um helgina. Keppt var í öllum greinum í Úrvalsdeild, 1- deild og 2-deild. Daníel Jóhannesson TBR sigraði einliðaleik karla e