top of page
Search
bsí

Svíþjóð - Ísland ( 5 -0 )


Íslenska kvennalandsliðið lék í morgun gegn Svíþjóð og lauk þeim leik með 5-0 tapi. Fyrirfram var vitað að þessi leikur yrði erfiður en stóðu stelpurnar sig vel.

Margrét Jóhannsdóttir, Sigríður Árnadóttir og Þórunn Eylands Harðardóttir léku einliðaleikina fyrir Íslands hönd og voru tvíliðaleikspörin óbreytt frá fyrsta leiknum.

Allir leikirnir töpuðust í tveimur lotum.

Núna er í gangi seinni leikur liðsins gegn núverandi Evrópumeisturum Danmerkur en hægt er að fylgjast með leikjunum með því að fara inn á þessa slóð :

http://www.laola1.tv/de-at/livestream/2018-02-14-badminton-bec-european-team-championships-court-3-lde

Nánari umfjöllun um leikina kemur í kvöld.


67 views0 comments
bottom of page