Search
  • bsí

Kári mætir Nhat Nguyen í fyrstu umferð Evrópumeistaramótsins


Dregið hefur verið í Evórpumeistaramótið sem fram fer í Huelva á Spáni dagana 24.-29. apríl. Kári Gunnarsson er eini íslenski keppandinn að þessu sinni.

Í fyrstu umferð mætir Kári íranum Nhat Nguyen sem er í 87.sæti heimslistans. Nhat Nguyen, sem er 17 ára, hefur verið á uppleið á styrkleikalistanum síðustu mánuði en í september 2017 var hann í sæti 403. Hann hefur verið að keppa talsvert að undanförnu og náð ágætis úrslitum. Nú síðast fyrir tveimur vikur komst hann í 8 liða úrslit á Finnish Open 2018.

Leikurinn hjá Kára fer fram 24.apríl. Komist Kári áfram í gegnum fyrstu umferð mun hann mæta Pablo Abian frá Spáni (43.sæti heimslistans) en líkt og kom fram í viðtali, eftir að hann varð Íslandsmeistari nú í apríl, þá er Kári fluttur til Madríd og æfir þar í æfingamiðstöð spænska landsliðsins með Pablo Abian.

Nóg verður um að vera hjá Kára á næstunni en hann stefnir á Ólympíuleikana 2020.

Nánari upplýsingar um niðurröðun og leikjaröð leikjanna er hægt að sjá með því að smella hér


97 views0 comments

Recent Posts

See All

TBR Opið 2021 fór fram um helgina

Júlíana og Daníel sigruðu í einliðaleik á TBR-opið 2021! TBR Opið, fór fram um helgina. Keppt var í öllum greinum í Úrvalsdeild, 1- deild og 2-deild. Daníel Jóhannesson TBR sigraði einliðaleik karla e