Dregið hefur verið í Evórpumeistaramótið sem fram fer í Huelva á Spáni dagana 24.-29. apríl. Kári Gunnarsson er eini íslenski keppandinn að þessu sinni.
Í fyrstu umferð mætir Kári íranum Nhat Nguyen sem er í 87.sæti heimslistans. Nhat Nguyen, sem er 17 ára, hefur verið á uppleið á styrkleikalistanum síðustu mánuði en í september 2017 var hann í sæti 403. Hann hefur verið að keppa talsvert að undanförnu og náð ágætis úrslitum. Nú síðast fyrir tveimur vikur komst hann í 8 liða úrslit á Finnish Open 2018.
Leikurinn hjá Kára fer fram 24.apríl. Komist Kári áfram í gegnum fyrstu umferð mun hann mæta Pablo Abian frá Spáni (43.sæti heimslistans) en líkt og kom fram í viðtali, eftir að hann varð Íslandsmeistari nú í apríl, þá er Kári fluttur til Madríd og æfir þar í æfingamiðstöð spænska landsliðsins með Pablo Abian.
Nóg verður um að vera hjá Kára á næstunni en hann stefnir á Ólympíuleikana 2020.
Nánari upplýsingar um niðurröðun og leikjaröð leikjanna er hægt að sjá með því að smella hér