top of page
Search
  • bsí

Kári úr leik í Slóveníu


Kári Gunnarsson þurfti að játa sig sigraðan gegn Phone Pyae Naing frá Myanmar í 32 manna úrslitum FZ Forza Slovenia International.

Leikurinn var virkilega spennandi en lauk með sigri Naing 21-17 og 27-25.

Fyrri lotan var mjög jöfn framan af og var jafnt í stöðunni 11-11. Naing tók yfirhöndina í seinni hluta fyrstu lotu og náði Kári ekki að koma til baka. Kári byrjaði seinni lotuna gríðar vel og komst í stöðuna 6-0 og síðar 12-4. Naing náði að koma sér betur inn í leikinn og jafnaði í stöðunni 18-18. Jafnt var á öllum tölum þar á eftir og þangað til Naing náði að sigra 27-25.

Næsta mót Kára er Spanish International 2018 sem fer fram dagana 14.-17. júní.

Hægt er að sjá nánari úrslit úr mótinu í Slóveníu með því að smella hér.


95 views0 comments
bottom of page