top of page
Search
  • bsí

Kári keppti í Nígeríu


Kári er þessa stundina staddur í Lagos, Nígeríu þar sem hann tekur þátt í Lagos International 2018. Mótið er hluti ef International Challenge mótaröðinni og gefur stig á heimslistann.

Kári keppti í gærmorgun í 32 manna úrslitum gegn Muhammad Izzuddin Samsul Muzli frá Malasíu og vann Kári þann leik eftir oddalotu 18 - 21 , 21 - 15 og 21- 15.

Í 16 manna úrslitum spilaði Kári gegn Siril Verma frá Indlandi. Tapaði Kári þeim leik eftir oddalotu 16 - 21 , 21 - 19 og 15 - 21.

Umgjörðin í kringum þetta mót er vægast sagt talsvert öðruvísi en á síðustu mótum hjá Kára. Engar upplýsingar um tímasetningu leikja eða úrslit leikjanna er að finna inn á tournamentsoftware og er aðeins notaður gamli mátinn ef svo má að orði komast og blöð hengd upp í höllinni með framvindu mála. Samkvæmt Kára gengur allt mjög hægt og virðist vera lítið um að tímasetningar standist t.d gagnvart rútuferðum á hótel og fleira.


51 views0 comments
bottom of page