Search
  • bsí

Kári keppti í Nígeríu


Kári er þessa stundina staddur í Lagos, Nígeríu þar sem hann tekur þátt í Lagos International 2018. Mótið er hluti ef International Challenge mótaröðinni og gefur stig á heimslistann.

Kári keppti í gærmorgun í 32 manna úrslitum gegn Muhammad Izzuddin Samsul Muzli frá Malasíu og vann Kári þann leik eftir oddalotu 18 - 21 , 21 - 15 og 21- 15.

Í 16 manna úrslitum spilaði Kári gegn Siril Verma frá Indlandi. Tapaði Kári þeim leik eftir oddalotu 16 - 21 , 21 - 19 og 15 - 21.

Umgjörðin í kringum þetta mót er vægast sagt talsvert öðruvísi en á síðustu mótum hjá Kára. Engar upplýsingar um tímasetningu leikja eða úrslit leikjanna er að finna inn á tournamentsoftware og er aðeins notaður gamli mátinn ef svo má að orði komast og blöð hengd upp í höllinni með framvindu mála. Samkvæmt Kára gengur allt mjög hægt og virðist vera lítið um að tímasetningar standist t.d gagnvart rútuferðum á hótel og fleira.


51 views0 comments

Recent Posts

See All

Áramótaannáll 2020

Við áramót er hefð að líta yfir árið sem er að líða og skoða helstu viðburði og afrek. Þetta ár hefur verið mjög frábrugðið öðrum árum með tilkomu Covid en mótahald auk æfinga hafa legið niðri stóran

©2017 BY BADMINTONSAMBAND ÍSLANDS. PROUDLY CREATED WITH WIX.COM