top of page
Search
bsí

Úrslit úr Atlamóti ÍA


Atlamót ÍA fór fram nú um helgina í íþróttahúsinu við Vesturgötu á Akranesi. Mótið er hluti af mótaröð Badmintonsambandsins og gefur stig á styrkleikalista sambandsins.

Meistaraflokkur :

Í einliðaleik karla var það Daníel Jóhannesson TBR sem vann Eið Ísak Broddason TBR 21 - 12 og 21 - 16. Í einliðaleik kvenna var það Sigríður Árnadóttir TBR sem stóð uppi sem sigurvegari en í öðru sæti var Sólrún Anna Ingvarsdóttir BH en leikið var í fjögurra manna riðli og vann Sigríður alla sína leiki.

Í tvíliðaleik karla voru það Davíð Bjarni Björnsson TBR og Kristófer Darri Finnsson TBR sem unnu alla sína leiki en leikið var í fjögurra liða riðli þar sem öll lið spiluðu gegn hvert öðru. Í öðru sæti voru Eiður Ísak Broddason TBR og Róbert Þór Henn TBR.

Í tvíliðaleik kvenna var einnig spilað í riðli og voru það Margrét Jóhannsdóttir TBR og Sigríður Árnadóttir TBR sem unnu alla sína leiki. Í öðru sæti voru Sólrún Anna Ingvarsdóttir BH og Una Hrund Örvar BH.

Í tvenndarleik voru 5 pör skráð til leiks og léku þau öll gegn hvert öðru í 5 liða riðli. Í fyrsta sæti voru Kristófer Darri Finnsson TBR og Margrét Jóhannsdóttir TBR en þau unnu alla sína leiki. Í öðru sæti voru Daníel Jóhannesson TBR og Sigríður Árnadóttir TBR.

A-flokkur :

Í einliðaleik karla var það Elvar Már Sturlaugsson BH sem sigraði Andra Broddason TBR í úrslitaleik 21 - 18 , 19 - 21 og 21 - 16.

Í einliðaleik kvenna voru 5 stelpur skráðar til leiks og var spilað í einum riðli. Var það Ragnheiður Birna Ragnarsdóttir TBR sem sigraði alla sína leiki og stóð uppi sem sigurvegari en í öðru sæti var Björk Orradóttir TBR.

Í tvíliðaleik karla voru það Brynjar Már Ellertsson ÍA og Pontus Rydström ÍA sem unnu þá Elvar Má Sturlaugsson BH og Steinar Braga Gunnarsson ÍA 21 - 13 og 21 - 17.

Í tvíliðaleik kvenna voru það Brynja Pétursdóttir ÍA og Karítas Eva Jónsdóttir ÍA sem unnu þær Ingibjörgu Rósu Jónsdóttur UMFS og Maríu Rún Ellertsdóttur ÍA 21 - 12 og 21 - 19.

Í tvenndarleik voru 5 pör sem tóku þátt og var spilað í einum riðli. Voru það mæðginin Brynjar Már Ellertsson ÍA og Brynja Pétursdóttir ÍA sem unnu alla sína leiki. Í öðru sæti voru Pontus Rydström ÍA og María Rún Ellertsdóttir ÍA.

B-flokkur.

Í einliðaleik sigraði Egill Magnússon Aftureldingu en hann vann Guðmund Adam Gígja BH 21 - 14 og 21 - 15.

Ekki var keppt í einliðaleik kvenna.

Í tvíliðaleik karla voru það Arnar Freyr Bjarnason Aftureldingu og Egill Magnússon Aftureldingu sem unnu báða sína leiki en keppt var í þriggja para riðli. Í öðru sæti voru Kristján Ásgeir Svavarsson BH og Stefán Steinar Guðlaugsson BH.

Í tvíliðaleik kvenna voru það Ingunn Gunnlaugsdóttir BH og María Kristinsdóttir BH sem unnu þær Erlu Rós Heiðarsdóttur BH og Sólveigu Jónsdóttur BH 21 - 19 og 21 - 8.

Í tvenndarleik voru fjögur lið skráð til leiks og spiluðu þau í einum riðli. Voru það Egill Magnússon Aftureldingu og Sunna Karen Ingvarsdóttir Aftureldingu sem unnu alla sína leiki. Í öðru sæti voru Sebastían Vignisson BH og Irena Rut Jónsdóttir ÍA.

Var Egill Magnússon því þrefaldur sigurvegari á Atlamótinu í B.flokki.

Öll nánari úrslit er hægt að skoða með því að smella hér.


192 views0 comments
bottom of page