top of page
Search
  • bsí

Kári fór í 8 manna úrslit í Santa Domingo


Kári Gunnarsson lauk leik í gær á alþjóðlegu móti í Santa Domingo en mótið er hluti af International Series mótaröðinni og gefur stig á heimslistann.

Í fyrstu umferð mótsins mætti Kári Fabricio Farias frá Brasilíu og vann Kári þægilegan sigur 21 - 14 og 21 - 7.

Í 16 manna úrslitum spilaði Kári gegn Wilmer Daniel Brea Nunez frá Dómíníska lýðveldinu og fór Kári örugglega með sigur í leiknum 21 - 6 og 21 - 6.

Í 8 manna úrslitum mætti Kári argentíska leikmanninum Kevin Cordon. Kevin var raðað nr 1 inn í mótið en hann situr í 87.sæti heimslistans. Kári er sem stendur í 193.sæti listans. Leikurinn gegn Kevin var mjög jafn en leiknum lauk með sigri Kevin 21 - 19 og 21 - 17.

Nánari úrslit frá mótinu í Santa Domingo má finna með því að smella hér.

Næsta verkefni Kári verður á Írlandi þar sem hann mun keppa á FZ Forza Irish Open 2018 dagana 14. - 17. nóvember.


80 views0 comments
bottom of page