top of page
Search
  • bsí

Meistaramót BH hefst á morgun


Meistaramót BH verður haldið dagana 16. - 18. nóvember í Íþróttahúsinu Strandgötu. Keppt verður í Meistaraflokki, A-flokki og B-flokki og eru 96 keppendur skráðir til leiks frá fimm félögum. Mótið er hluti af stjörnumótaröð badmintonsambandsins og gefur stig á styrkleikalista þess.

Gróf dagskrá mótsins er eftirfarandi :

Föstudagur kl.17-22 2 umferðir í einliðaleik í öllum flokkum

Laugardagur kl.10-16 Einliðaleikur - keppni klárast í öllum flokkum

Sunnudagur kl.9-18 kl. 9 - Tvíliðaleikur hefst kl.13:30 - Tvenndarleikur hefst

Keppt verður í riðlum í einliðaleik þar sem tveir fara upp úr hverjum riðli. Í tvenndarleik verður einnig keppt í riðlum þar sem eitt par kemst áfram. Í tvíliðaleik er spilaður hreinn útsláttur.

Smellið hér til að sjá niðurröðun og tímasetningar á mótinu.


156 views0 comments
bottom of page