top of page
Search
  • bsí

Meistaramót BH - Kristófer Darri og Brynjar Már unnu þrefalt.


Meistaramót BH fór fram nú um helgina. Mótið er hluti af mótaröð Badmintonsambandsins og gefur stig á styrkleikalista sambandsins.

Meistaraflokkur :

Í einliðaleik karla var það Kristófer Darri Finnsson TBR sem vann Róbert Þór Henn TBR 21 - 13 og 21 - 10.

Í einliðaleik kvenna spiluðu til úrslita Sigríður Árnadóttir TBR og Sólrún Anna Ingvarsdóttir BH. Var það Sigríður sem vann leikinn 21 - 13 og 12 - 9.

Í tvíliðaleik karla léku til úrslita Davíð Bjarni Björnsson TBR / Kristófer Darri Finnsson TBR gegn Eið Ísak Broddasyni TBR / Róberti Þór Henn TBR. Var leikurinn mjög spennandi og lauk með sigri Davíðs og Kristófers 24 - 26 , 21 - 8 og 21 -19.

Í tvíliðaleik kvenna mættust Margrét Jóhannsdóttir TBR / Sigríður Árnadóttir TBR og Erla Björg Hafsteinsdóttir BH / Þórunn Eylands Harðardóttir TBR. Unnu Margrét og Sigríður öruggan sigur 21 - 9 og 21 - 7.

Í tvenndarleik unnu Kristófer Darri Finnsson TBR / Margrét Jóhannsdóttir TBR þau Davíð Bjarna Björnsson TBR / Erlu Björg Hafsteinsdóttur BH í tveimur lotum 21 - 12 og 21 - 12.

A flokkur :

Í einliðaleik karla sigraði Brynjar Már Ellertsson ÍA. Hann mætti Elvari Má Sturlaugssyni BH og var leikurinn jafn og spennandi. Fór svo að Brynjar vann í tveimur lotum 21 - 18 og 21 - 19.

Í einliðaleik kvenna voru þrír keppendur skráðir til leiks og var spilað í riðli og var það Lilja Bu TBR sem vann báða sína leiki. Í öðru sæti varð Björk Orradóttir TBR.

Í tvliðaleik karla mættust í úrslitum Brynjar Már Ellertsson ÍA / Pontus Rydström ÍA og Daníel Ísak Steinarsson BH / Þórður Skúlason BH. Voru það Brynjar og Pontus sem unnu leikinn 21 - 18 og 21 - 15.

Í tvíliðaleik kvenna léku til úrslita Anna Lilja Sigurðardóttir BH / Irena Ásdís Óskarsdóttir BH og Irena Rut Jónsdóttir ÍA / María Rún Ellertsdóttir ÍA. Sigruðu Anna Lilja og Irena Ásdís þennan leik 21 - 16 og 21 -19.

Í tvenndarleik mættust Brynjar Már Ellertsson ÍA / Brynja K. Pétursdóttir ÍA og Borgar Ævar Axelsson BH / Anna Lilja Sigurðardóttir BH. Unnu Brynjar og Brynja leikinn örugglega 21 - 6 og 21 - 13.

B flokkur :

Í einliðaleik karla mættust í úrslitum Gabríel Ingi Helgason BH og Kristian Óskar Sveinbjörnsson BH. Var leikurinn mjög jafn en það var Gabríel Ingi sem bar sigur úr býtum. Hann vann leikinn 21 - 19 og 21 - 19.

Í einliðaleik kvenna mættust í úrslitum Rakel Rut Kristjánsdóttir BH og Sunna Karen Ingvarsdóttir Aftureldingu. Rakel Rut sigraði leikinn eftir oddalotu en leikurinn fór 14 - 21 , 21 - 19 og 21 - 17.

Í tvíliðaleik karla spiluður Arnór Tumi Finnsson ÍA / Sebastían Vignisson BH og Hilmar Ársæll Steinþórsson BH / Marínó Njálsson TBR. Voru það Arnór og Sebastían sem unnu leikinn 21 - 13 og 21 - 19.

Í tvíliðaleik kvenna var spilað í þriggja liða riðli. Í fyrsta sæti urðu Erla Rós Heiðarsdóttir BH / Sunnar Karen Ingvarsdóttir Aftureldingu en þær unnu báða sína leiki. Í öðru sæti voru Anna Ósk Óskarsdóttir BH / Karen Guðmundsdóttir BH.

Í tvenndarleik léku til úrslita Kristján Arnór Kristjánsson BH / Rakel Rut Kristjánsdóttir BH og Gabríel Ingi Helgason BH / Anna Ósk Óskarsdóttir BH. Sigruðu Kristján og Rakel leikinn í tveimur lotum 21 - 12 og 21 - 19.


125 views0 comments
bottom of page