top of page
Search
bsí

Áramótaannáll 2018


Við áramót er hefð að líta yfir árið sem er að líða og skoða helstu viðburði og afrek. Nóg hefur verið um að vera hjá badmintonfólki á árinu 2018 og nú um áramót eru helstu viðburðir ársins rifjaðir upp.

Janúar

Árið hófst á ráðningu nýs framkvæmdastjóra Badmintonsambands Íslands en Margrét Gunnarsdóttir, sem gengt hafði starfinu síðastliðin 9 ár réð sig til starfa sem verkefnastjóra fjármála hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg. Nýr framkvæmdastjóri er Kjartan Ágúst Valsson, viðskiptafræðingur. Kjartan er stúdent frá Verzlunarskóla Íslands og útskrifaðist sem viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands, af fjármálasviði, árið 2010.

Íslenska landsliðið lék vináttulandsleik við Færeyjar þann 5.janúar. Leiknir voru 10 leikir þar sem Íslands sigraði alla leikina örugglega. Var þessi vináttulandsleikur undirbúningur fyrir Evrópumeistaramót karla- og kvennalandsliða sem haldið var í febrúar. Atli Jóhannesson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, stýrði liðinu í þessum leik. Var liðið fullskipað leikmönnunum sem fóru til Rússlands að undanskildum Kára Gunnarssyni en fyrir hann var Eiður Ísak Broddason kallaður inn í hópinn. Dómarar þessara leikja voru þær Laufey Sigurðardóttir og Sólveig Ósk Jónsdóttir.

Meistaramót TBR var fyrsta mótið á nýju ári og var mótið hluti af Stjörnumótaröð sambandsins og gaf stig á styrkleikalista þess. Færeyskir spilarar komu og tóku þátt í mótinu og veittu Íslendingunum mjög harða keppni í öllum flokkum. Margrét Jóhannsdóttir, úr TBR, náði þeim flotta árangri að verða þrefaldur meistari í Meistaraflokki er hún sigraði í einliða-, tvíliða- og tvenndarleik. Í einliðaleik karla var það Kári Gunnarsson (TBR) sem sigraði Bartal Poulsen (Færeyjum) 21-16 og 21-17. Í einliðleik kvenna sigraði líkt og áður kom fram Margrét Jóhannsdóttir en hún vann Örnu Karen Jóhannsdóttir (TBR) 21-15 og 21-13. Í tvíliðaleik karla sigruðu þeir Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnsson þá Daníel Thomsen og Bjarka Stefánsson 15-21 , 21-7 og 21-9. Allir keppa þeir fyrir hönd TBR. Í tvíliðaleik kvenna sigruðu Margrét Jóhannsdóttir og Sigríður Árnadóttir þær Örnu Karen Jóhannsdóttir og Þórunni Eylands 21-18 og 21-14. Í tvenndarleik báru Daníel Thomsen og Margrét Jóhannsdóttir sigur úr býtum. Sigruðu þau Daníel Jóhannesson (TBR) og Sigríði Árnadóttur 21-11 og 21-14.

A flokkur : Í einliðaleik karla sigraði Daníel Ísak Steinarsson (BH) Færeyinginn Rani Í Bø 15-21, 21-19 og 21-18. Í einliðaleik kvenna sigraði Katrín Vala Einarsdóttir. Hún vann Sólrúnu Önnu Ingvarsdóttir 21-23, 21-9 og 21-15. Þær spila báðar fyrir Badmintonfélag Hafnarfjarðar (BH). Tvíliðaleik karla unnu þeir Aron Óttarsson og Vignir Haraldsson. Þeir sigruðu þá Eystein Högnason og Bjarna Þór Sverrisson 21-18 og 21-13. Allir spila þeir með TBR. Tvíliðaleik kvenna voru það Sólrún Anna Ingvarsdóttir (BH) og Una Hrund Örvar (BH) sem sigruðu færeysku stelpurnar Jóhonnu Osberg og Sólfríði Hjörleifsdóttur 21-12, 17-21 og 21-17. Tvenndarleikinn unnu þau Geir Svanbjörnsson og Áslaug Jónsdóttir (TBR). Þau unnu Daníel Ísak Steinarsson og Unu Hrund Örvar (BH) 23-21 og 21-11. B flokkur : Í einliðaleik karla var það Steinþór Emil Svavarsson (BH) sem sigraði Stefán Árna Arnarson (TBR) 21-14 og 22-20. Ekki var keppt í einliðaleik kvenna. Tvíliðaleik karla sigruðu þeir Steinþór Óli Hilmarsson og Gunnar Örn Ingólfsson. Unnu þeir Gústav Nilsson og Stefán Árna Arnarsson 21-10 og 21-8. Allir spila þeir fyrir TBR. Í tvíliðaleik kvenna sigruðu Arndís Sævarsdóttir og Sunna Karen Ingvarsdóttir (UMFA). Þær unnu Erlu Rós Heiðarsdóttur og Sigríði Theodóru Eiríksdóttur (BH) 21-17, 16-21 og 21-11. Í tvenndarleiknum voru það feðginin Kristján Arnór Kristjánsson og Rakel Rut Kristjánsdóttir (BH) sem báru sigur úr býtum á mæðginunum Gústavi Nilsson og Guðbjörgu Jónu Guðlaugsdóttur (TBR)

Óskarsmót KR var haldið í janúar og keppt var í Meistaraflokki, A- og B flokki. Mótið var hluti af Stjörnumótaröð sambandsins og gaf stig á styrkleikalista þess. Í Meistaraflokki varð Daníel Jóhannesson þrefaldur sigurvegari. Í einliðaleik karla Meistaraflokki sigraði Daníel Jóhannesson. Hann hafði betur gegn Eið Ísak Broddasyni 24-22, 17-21 og 21-12. Ekki var leikið í einliðaleik og tvíliðaleik kvenna í Meistaraflokki. Í tvíliðaleik karla M.fl var spilað í riðli þar sem 3 lið voru skráð til leiks. Voru það Jónas Baldursson og Daníel Jóhannesson sem unnu báðar sínar viðureignir. Í tvenndarleik sigruðu Daníel Jóhannesson og Sigríður Árnadóttir þau Róbert Þór Henn og Örnu Karen Jóhannsdóttur 21-14 og 21-17. Allir þeir keppendur sem spiluðu til úrslita í M.fl koma frá TBR. Í A.flokkum voru það Elís Þór Dansson (TBR) og Halla María Gústafsdóttir (BH) sem unnu einliðaleik karla og kvenna. Í tvíliðaleik karla A.flokki voru það Brynjar Már Ellertsson og Pontus Rydström sem stóðu uppi sem sigurvegarar. Báðir spila þeir fyrir ÍA. Í tvíliðaleik kvenna voru það Halla María Gústafsdóttir og Irena Ásdís Óskarsdóttir sem sigruðu. Þær spila báðar fyrir BH. Í tvenndarleik A flokki voru það mæðginin Brynjar Már Ellertsson og Brynja Kolbrún Pétursdóttir (ÍA) sem sigruðu. Gústav Nilsson sigraði í einliðaleik karla B.flokki. Í tvíliðaleik í B flokki voru það svo Egill Magnússon og Víðir Þór Þrastarson frá UMFA sem báru sigur úr býtum. Víðir Þór vann einnig tvenndarleiki B.fl ásamt Erlu Rós Heiðarsdóttur (BH).

Iceland International móti var hluti af Reykjavík International Games. Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni og gefur stig á heimslista Alþjóða Badmintonsambandsins. Alls tóku 207 leikmenn þátt í mótinu frá 32 löndum þátt í mótinu, 172 erlendir og 36 íslenskir. Umgjörð mótsins var öll hin glæsilegasta og bauð Badmintonsambandið til glæsilegrar afmælisveislu til að fagna 50 ára afmæli sambandsins. Var veislan haldin á laugardeginum á meðan pása var í mótinu á milli 8 liða og 4 liða úrslita. Í einliðaleik karla sigraði Englendingurinn Sam Parson. Hann sigraði Bodhit Joshi frá Indlandi 21-14 og 21-17.

Tvenndarleikinn sigruðu Rohan Kapoor og Kuhoo Garg frá Indlandi þau Kristoffer Knudsen og Isabella Nielsen 16-21, 21-19 og 21-18

Í einliðaleik kvenna mættust þær Saili Rane og Vaishnavi Reddy Jakka báðar frá Indlandi. Rane sigraði 22-20 og 21-12.

Í tvíliðaleik karla sigruðu þær Julie Macpherson og Eleanor O´Donnell frá Skotlandi þær Emilie Furbo og Trine Villadsen frá Danmörku 17-21, 21-13 og 21-17.

Mótinu lauk með tvíliðaleik karla þar sem Alexander Dunn og Adam Hall frá Skotlandi sigruðu Nicklas Mathiasen og Mikkel Stoffersen frá Danmörku 21-16 og 21-18.

Ítarleg umfjöllun um Iceland International er aftar í ársskýrlunni.

16 aðilar voru heiðraðir á sérstöku afmælishófi Badmintonsambands Íslands. Eftirtaldir aðilar fengu Gullmerki BSÍ.

Óskar Bragason

Kristín Magnúsdóttir

Broddi Kristjánsson

Jóhann Kjartansson

Hrólfur Jónsson

Víðir Bragason

Walter Lenz

Sigurður Blöndal

Helgi Magnússon

Gunnsteinn Karlsson

María Thors

Laufey Sigurðardóttir

Dagbjört Ýr Gylfadóttir

Sigríður Bjarnadóttir

Reynir Guðmundsson

Frímann Ari Ferdinandsson

Fært var á milli flokka í janúar. Úr Meistaraflokk voru tveir leikmenn færðir í A.flokk en það voru Brynja Kolbrún Pétursdóttir ÍA og Friðrik Veigar Guðjónsson ÍA. Fært er á milli flokka tvisvar á ári, í janúar og í lok tímabils.

Febrúar

RIG - Unglingameistaramót TBR var haldið fyrstu helgina í febrúar en mótið var einnig hluti af Reykjavík International Games 2017. Keppt var í öllum greinum í aldursflokkum U11 til U19. Mótið var hluti af unglingamótaröð Badmintonsambands Íslands og gaf stig á styrkleikalista unglinga. Keppendur frá Færeyjum voru 60 talsins. Sigurvegarar á mótinu voru eftirtaldir. Í einliðaleik U13 hnokka sigraði Eiríkur Tumi Bríem TBR og einliðaleik U13 táta vann Lilja Bu TBR. Í tvíliðaleik U13 hnokka unnu Daníel Máni Einarsson og Eiríkur Tumi Bríem TBR en í tvíliðaleik táta sigruðu Oddbjorg í Búð og Rakul Sorensen Færeyjum. Í tvenndaleik hnokka/táta unnu svo Steinar Petersen og Sigurbjörg Árnadóttir TBR. Í einliðaleik U15 sveina sigraði Steinþór Emil Svavarsson BH en í einliðaleik U15 meyja sigraði Bjarnhild Færeyjum. Í tvíliðaleik U15 sveina unnu Steinþór Emil Svavarsson BH og Tórur Paulason Færeyjum. Í tvíliðaleik U15 meyja unnu Adhya Nandy og Miriam Í Grótinum Færeyjum. Í tvenndarleik sveina/meyja unnu Gústav Nilsson og Júlíana Karítas Jóhannsdóttir TBR. Í einliðaleik U17 drengja vann Jónas Djurhuus Færeyjum og í einliðaleik U17 telpna vann Sissal Thomsen Færeyjum. Í tvíliðaleik U17 drengja unnu Hákun Thorkildshoj og Rasmus Petersen Færeyjum. Í tvíliðaleik U17 telpna unna Anna Karolina Petersen TBR og Karolina Prus BH. Í tvenndarleik drengja/telpna unnu Jónas Djurhuus og Sissal Thomsen Færeyjum. Í einliðaleik U19 pilta vann Bartal Poulsen Færeyjum. Í einliðaleik U19 stúlkna vann Þórunn Eylands Harðardóttir TBR. Í tvíliðaleik U19 pilta unnu Bartal Poulsen Færeyjum og Elís Þór Dansson TBR. Í tvíliðaleik U19 stúlkna unnu Gunnva Jacobsen og Sissal Thomsen Færeyjum. Í tvenndarleik pilta/stúlkna unnu Einar Sverrisson og Þórunn Eylands Harðardóttir TBR.

Deildakeppnin var haldin í febrúar að vanda. Alls voru 15 lið frá sjö félögum skráð til leiks. Íslandsmeistarar félagsliða urðu TBR Ljóshraði en liðið skipuðu Arna Karen Jóhannsdóttur, Sigríður Árnadóttir, Sunna Ösp Runólfsdóttir, Davíð Bjarni Björnsson, Eiður Ísak Broddason, Ívar Oddsson, Jónas Baldursson og Kári Gunnarsson. TBR vann sér með því inn keppnisrétt á Evrópukeppni félagsliða. TBR / Hamar – Öllarar – Sleggjur urðu í fyrsta sæti í A – deild og þar með Íslandsmeistarar í A – deild. TBR / UMFA – Hákarlar urðu svo Íslandsmeistarar í B – deild.

Karla- og kvennalandslið Íslands tók þátt í Evrópumeistaramóti karla- og kvennalandsliða sem fram fór í Kazan, Rússlandi dagana 13. – 18. Febrúar. Íslenska karlalandsliðið var skipað af Daníel Jóhannessyni, Davíð Bjarni Björnssyni, Kára Gunnarssyni og Kristófer Darra Finnssyni. Íslenska karlaliðið mætti Þýskalandi í fyrstu umferð og tapaðist sá leikur 0 – 5. Í annarri umferð mættu strákarnir Azerbaijan og unnu þeir þann leik 4 – 1. Í síðustu umferð mættu þeir Lúxemborg og unnu strákarnir þann leik einnig 4 – 1 og urðu þar með í 2.sæti síns riðils. Íslenska kvennalandsliðið var skipað af Örnu Karen Jóhannsdóttur, Margréti Jóhannsdóttur, Sigríði Árnadóttur og Þórunni Eylands Harðardóttur. Íslenska liðið mætti í fyrstu umferð Ísrael og tapaðist sá leikur 2 – 3. Annar leikurinn var svo gegn Svíþjóð þar sem svíar unnu 5 – 0 og að lokum mættu stelpurnar Danmörku og tapaðist sá leikur einni 5 – 0.

Atlamót ÍA fór fram í febrúar en mótið var hluti af mótaröð sambandsins og gaf stig á styrkleikalista þess. Í einliðaleik U11 snáða var það Arnar Freyr Fannarsson ÍA sem sigraði en hann sigraði Hilmar Veigar Ágústsson ÍA 21-9 og 21-8. Í einliðaleik U11 snótir sigraði Emma Katrín Helgadóttir TBR en hún vann Birgittu Ragnarsdóttur 21-13 og 21-8. Í einliðaleik U13 hnokka var það Eiríkur Tumi Briem TBR sem vann Steinar Petersen TBR 20-22, 21-13 og 21-17. Í einliðaleik U13 tátur var það Hjördís Eleonora BH sem sigraði en hún vann Sóley Birtu Grímsdóttur ÍA 21-17, 17-21 og 21-17. Í tvíliðaleik U13 hnokka voru það Daníel Máni Einarsson TBR og Eiríkur Tumi Briem TBR sem unnu þá Arnar Frey Fannarsson ÍA og Mána Berg Ellertsson ÍA 15-21 , 21-17 og 23-21. Í tvíliðaleik U13 tátur sigruðu þær Halla Stella Sveinbjörnsdóttir BH og Katla Sól Arnarsdóttir BH en þær unnu Hjördísi Eleonoru BH og Sóley Birtu Grímsdóttur ÍA 21-12, 18-21 og 22-20. Í tvenndarleik U13 hnokkar/tátur unnu Einar Óli Guðbjörnsson TBR og Lilja Bu TBR. Þau unnu Steinar Petersen TBR og Sigurbjörgu Árnadóttur 21-15, 15-21 og 22-20. Gabríel Ingi Helgason BH sigraði í einliðaleika U15 sveina. Hann vann Steinþór Emil Svavarsson BH 21-18 og 21-16. Í einliðaleik U15 meyjar var það María Rún Ellertsdóttir ÍA sem vann Rakel Rut Kristjánsdóttur BH 21-10 og 21-17.

Í tvíliðaleik U15 sveina voru það Gabríel Ingi Helgason BH og Kristian Óskar Sveinbjörnsson BH sem unnu þá Jón Sverri Árnason BH og Steinþór Emil Svavarsson BH 19-21, 21-17 og 21-18. Í tvíliðaleik meyja voru það María Rún Ellertsdóttir ÍA og Rakel Rut Kristjánsdóttir BH sem sigruðu. Þær kepptu gegn Lilju Bu TBR og Sigurbjörgu Árnadóttur TBR og unnu 21-14 og 21-18. Í tvenndarleik U15 sveinar/meyjar voru það Gústav Nilsson TBR og Júlíana Karitas Jóhannsdóttir TBR sem unnu þau Gabríel Inga Helgason BH og Maríu Rún Ellertsdóttur ÍA 21-19 og 21-7.

Í einliðaleik U17/U19 drengir/piltar var það Símon Orri Jóhannsson TBR sem vann Þórð Skúlason BH 21-8 og 21-7. Í einliðaleik U17/U19 telpur/stúlkur var það Þórunn Eylands TBR sem vann Höllu Maríu Gústafsdóttur BH 21-11 og 21-14. Í tvíliðaleik U17/U19 drengir/piltar voru það Bjarni Þór Sverrisson og Eysteinn Högnason sem unnu en þeir sigruðu Andra Broddason og Einar Sverrisson 21-11 og 21-13. Allir keppa þeir fyrir TBR.

Í tvíliðaleik U17/U19 telpur/stúlkur voru það Halla María Gústafsdóttir BH og Sólrún Anna Ingvarsdóttir BH sem unnu þær Júlíönu Karitas Jóhannsdóttur TBR og Ragnheiði Birnu Ragnarsdóttur TBR 21-18 og 21-12.

Í tvenndarleik U17/U19 voru það svo Einar Sverrisson TBR og Þórunn Eylands TBR sem sem unnu en þau sigruðu þau Þórð Skúlason BH og Sólrúnu Önnu Ingvarsdóttur BH 21-15 og 21-16.

Mars

Í mars luku sjö þjálfarar 1.stigi þjálfaramenntunar BSÍ. 1.stigið samanstendur af þremur 20 kennslustunda námskeiðum, 1a, 1b og 1c sem skiptist niður á þrjár helgar. Að stigi 1 loknu á þjálfarinn að geta skipulagt og stjórnað æfingatíma hjá börnum og unglingum á byrjendastigi. Námsefnið sem notast er við á námskeiðunum er Badmintonbókin eftir Kenneth Larsen og leikjasafn sem Anna Lilja Sigurðardóttir tók saman. Námskeiðin voru haldin bæði í Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði og TBR húsunum við Gnoðarvog í október, febrúar og mars. Á síðustu námskeiðshelginni fóru þjálfararnir í bæði bóklegt og verklegt próf sem allir stóðust með sóma. Kennarar á námskeiðunum voru þær Irena Ásdís Óskarsdóttir og Anna Lilja Sigurðardóttir en Laufey Sigurðardóttir kenndi leikreglnahluta námskeiðsins.

Þjálfararnir sem luku 1.stiginu voru eftirfarandi:

Halla María Gústafsdóttir BH, Hjalti Kristjánsson Reykjalundi, Katrín Vala Einarsdóttir BH, Kristófer Darri Finnsson TBR, Sólrún Anna Ingvarsdóttir BH, Una Hrund Örvar BH og Þorkell Ingi Eriksson TBR

Íslandsmót unglinga var haldið á Akranesi í mars. Mótið er innan mótaraðar sambandsins og gefur stig á styrkleikalista þess. ÍA hélt mótið í samstarfi við BSÍ. Til leiks voru skráði 151 keppandi frá 8 félögum. Fjölmennastir voru BH-ingar með 48 keppendur en TBR voru með 47 keppendur. Voru 6 keppendur sem náðu þeim frábæra árangri að verða þrefaldir Íslandsmeistarar en það voru Máni Berg Ellertsson ÍA, Halla Stella Sveinbjörnsdóttir BH, Júlíana Karítas Jóhannsdóttir TBR, Brynjar Már Ellertsson ÍA, Katrín Vala Einarsdóttir BH og Þórunn Eylands Harðardóttir TBR. Badmintonfélag Hafnarfjarðar hlut titilinn Prúðasta liðið þetta árið. Hér má sjá lista yfir Íslandsmeistara árið 2018 :

U11 Einliðaleikur snáðar

1Máni Berg Ellertsson ÍA

2 Viktor Freyr Ólafsson ÍA

U13 A Einliðaleikur hnokkar

1Eiríkur Tumi Briem TBR

2 Einar Óli Guðbjörnsson TBR

U13 B Einliðaleikur hnokkar

1 Enok Atli Reykdal Samherji

2 Ágúst Páll Óskarsson Afturelding

U15 A Einliðaleikur sveinar

1 Steinþór Emil Svavarsson BH

2 Gústav Nilsson TBR

U15 B Einliðaleikur sveinar

1 Þorleifur Fúsi Guðmundsson BH

2 Jón Sverrir Árnason BH

U17 A Einliðaleikur drengir

1 Brynjar Már Ellertsson ÍA

2 Andri Broddason TBR

U17 B Einliðaleikur drengir

1 Gísli Marteinn Baldvinsson TBS

2 Magnús Már Magnússon KR

U19 A Einliðaleikur piltar

1 Elís Þór Dansson TBR

2 Eysteinn Högnason TBR

U19 B Einliðaleikur piltar

1 Sebastían Vignisson BH

2 Kristján Ásgeir Svavarsson BH

U11 Einliðaleikur snótir

1 Halla Stella Sveinbjörnsdóttir BH

2 Hrafnhildur Edda Ingvarsdóttir TBS

U13 A Einliðaleikur tátur

1 Lilja Bu TBR

2 Sigurbjörg Árnadóttir TBR

U13 B Einliðaleikur tátur

1 Margrét Sigurðardóttir TBS

2 Isabella Ósk Stefansdóttir TBS

U15 A Einliðaleikur meyjar

1 Júlíana Karitas Jóhannsdóttir TBR

2 María Rún Ellertsdóttir ÍA

U15 B Einliðaleikur meyjar

1 Sara Bergdís Albertsdóttir BH

2 Natalía Ósk Óðinsdóttir BH

U17 A Einliðaleikur telpur

1 Katrín Vala Einarsdóttir BH

2 Halla María Gústafsdóttir BH

U17/U19 B Einliðaleikur telpur

1 Kristín Magnúsdóttir KR

2 Ísabella Mist Heiðarsdóttir BH

U19 A Einliðaleikur stúlkur

1 Þórunn Eylands TBR

2 Sólrún Anna Ingvarsdóttir BH

U11 Tvíliðaleikur snáðar

1

Máni Berg Ellertsson ÍA Viktor Freyr Ólafsson ÍA

2

Arnar Freyr Fannarsson ÍA Arnór Valur Ágústsson ÍA

U13 Tvíliðaleikur hnokkar

1

Daníel Máni Einarsson TBR Eiríkur Tumi Briem TBR

2

Einar Óli Guðbjörnsson TBR Jónas Orri Egilsson TBR

U15 Tvíliðaleikur sveinar

1

Gústav Nilsson TBR Stefán Árni Arnarsson TBR

2

Hákon Daði Gunnarsson BH Steinþór Emil Svavarsson BH

U17 Tvíliðaleikur drengir

1

Brynjar Már Ellertsson ÍA Davíð Örn Harðarson ÍA

2

Sigurður Patrik Fjalarsson TBR Tómas Sigurðarson TBR

U19 Tvíliðaleikur piltar

1

Bjarni Þór Sverrisson TBR Eysteinn Högnason TBR

2

Jóhannes Orri Ólafsson KR Kristinn Breki Hauksson BH

U11 Tvíliðaleikur snótir

1

Halla Stella Sveinbjörnsdóttir BH Katla Sól Arnarsdóttir BH

2

Hrafnhildur Edda Ingvarsdóttir TBS Sigurlaug Sara Kristjánsdóttir TBS

U13 Tvíliðaleikur tátur

1

Lilja Bu TBR Sigurbjörg Árnadóttir TBR

2

Guðbjörg Skarphéðinsdóttir BH Hjördís Eleonora BH

U15 Tvíliðaleikur meyjar

1

Júlíana Karitas Jóhannsdóttir TBR Ragnheiður Birna Ragnarsdóttir TBR

2

Amalía Þórarinsdóttir TBS Sara Bergdís Albertsdóttir BH

U17 Tvíliðaleikur telpur

1

Halla María Gústafsdóttir BH Katrín Vala Einarsdóttir BH

2

Anna Alexandra Petersen TBR Karolina Prus BH

U19 Tvíliðaleikur stúlkur

1

Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir ÍA Þórunn Eylands TBR

2

Sólrún Anna Ingvarsdóttir BH Una Hrund Örvar BH

U11 Tvenndarleikur snáðar/snótir

1

Máni Berg Ellertsson ÍA Halla Stella Sveinbjörnsdóttir BH

2

Arnar Freyr Fannarsson ÍA Sóley Birta Grímsdóttir ÍA

U13 Tvenndarleikur hnokkar/tátur

1

Steinar Petersen TBR Sigurbjörg Árnadóttir TBR

2

Einar Óli Guðbjörnsson TBR Lilja Bu TBR

U15 Tvenndarleikur sveinar/meyjar

1

Gústav Nilsson TBR Júlíana Karitas Jóhannsdóttir TBR

2

Gabríel Ingi Helgason BH María Rún Ellertsdóttir ÍA

U17 Tvenndarleikur drengir/telpur

1

Brynjar Már Ellertsson ÍA Katrín Vala Einarsdóttir BH

2

Andri Broddason TBR Halla María Gústafsdóttir BH

U19 Tvenndarleikur piltar/stúlkur

1

Einar Sverrisson TBR Þórunn Eylands TBR

2

Þórður Skúlason BH Sólrún Anna Ingvarsdóttir BH

Reykjavíkurmót fullorðinna fór fram í mars en mótið er hluti af mótaröð Badmintonsambandsins og gaf stig á styrkleikalista þess. Meistaraflokkur :

Í einliðaleik karla var það Daníel Jóhannesson TBR sem sigraði en hann vann Róbert Þór Henn TBR 21-17 og 21-18. Í einliðaleik kvenna var það Þórunn Eylands TBR sem sigraði en þetta var í fyrsta skiptið sem hún sigrar í einliðaleik í Meistaraflokki. Hún vann Örnu Karen Jóhannsdóttur TBR 21-11 , 15-21 og 20-22.

Í tvíliðaleik karla voru það Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnsson sem sigruðu Daníel Jóhannesson og Jónas Baldursson 21-10 og 24-22. Allir leika þeir með TBR.

Í tvíliðaleik kvenna voru það Margrét Jóhannsdóttir og Sigríður Árnadóttir TBR sem unnu þær Erlu Björg Hafsteinsdóttur BH og Sunnu Ösp Runólfsdóttur TBR 21-7 og 21-19. Í tvenndarleik voru það Daníel Thomsen og Margrét Jóhannsdóttir sem unnu Daníel Jóhannesson og Sigríði Árnadóttur 21-14 og 21-15.

A flokkur :

Í einliðaleika karla var það Eysteinn Högnason TBR sem sigraði en hann vann Símon Orra Jóhannsson TBR. Í einliðaleik kvenna var það Halla María Gústafsdóttir BH sem sigraði en hún vann Sólrúnu Önnu Ingvarsdóttur BH. Í tvíliðaleik karla voru það Aron Óttarsson og Guðjón Helgi Auðunsson sem sigruðu þá Eystein Högnason og Bjarna Þór Sverrisson.

Í tvíliðaleik kvenna voru það svo Sólrún Anna Ingvarsdóttir BH og Una Hrund Örvar BH sem unnu þær Önnu Alexöndru Petersen TBR og Karolina Prus BH. Í tvenndarleik voru það Elís Þór Dansson og Margrét Dís Stefánsdóttir sem sigruðu. Þau unnu Einar Sverrisson og Júlíönu Karitas Jóhannsdóttir. Öll leika þau með TBR.

B flokkur:

Gústav Nilsson TBR sigraði í einliðaleik karla en hann vann Steinþór Emil Svavarsson BH.

Í einliðaleik kvenna var það Ingunn Gunnlaugsdóttir sem vann Erlu Rós Heiðarsdóttur. Báðar spila þær fyrir BH.

Í tvíliðaleik karla voru Gústav Nilsson TBR og Sebastían Vignisson BH sem unnu þá Egil Magnússon og Hall Helgason Aftureldingu.

Ekki var leikið í tvíliðaleik kvenna að þessu sinni.

Í tvenndarleik voru það svo mæðginin Gústav Nilsson og Guðbjörg Jóna Guðlaugsdóttir TBR sem unnu þau Egil Magnússon Aftureldingu og Erlu Rós Heiðarsdóttur BH.

Varð því Gústav Nilsson þrefaldur sigurvegari í B.flokknum.

Apríl

U15 – U19 landslið Íslands var valið til að taka þátt í Danish junior mótinu sem fór fram í Farum í Danmörku í maí. Hópinn skipuðu:

U15 Júlíana Karitas Jóhannsdóttir TBR Ragnheiður Birna Ragnarsdóttir TBR

Gústav Nilsson TBR Steinþór Emil Svavarsson BH

U17

Halla María Gústafsdóttir BH Katrín Vala Einarsdóttir BH

Andri Broddason TBR

Brynjar Már Ellertsson ÍA

U19

Sólrún Anna Ingvarsdóttir BH

Þórunn Eylands TBR Elís Þór Dansson TBR Eysteinn Högnason TBR

Í apríl fór Meistaramót Íslands fram í TBR húsinu við Gnoðarvog. Mótið var hluti af mótaröð BSÍ og gaf stig á styrkleikalista þess. Til keppni voru skráðir 117 leikmenn frá sex félögum. Flestir keppendur komur úr TBR eða 60 talsins en næst fjölmennastir voru BH-ingar með 31 keppanda. Íslandsmeistarar í Meistaraflokki urðu: Í einliðaleik Kári Gunnarsson TBR og Margrét Jóhannsdóttir TBR. Í tvíliðaleik Daníel Jóhannesson og Jónas Baldursson TBR og Margrét Jóhannsdóttir og Sigríður Árnadóttir TBR. Í tvenndarleik : Erla Björg Hafsteinsdóttir BH og Kristófer Darri Finnsson TBR. Í Íslandsmeistara í A flokki urðu : Í einliðaleik Símon Orri Jóhannsson TBR og Halla María Gústafsdóttir BH. Í tvíliðaleik Haraldur Guðmundsson og Jón Sigurðsson TBR og Áslaug Jónsdóttir og Magnea Guðrún Gunnarsdóttir TBR. Í tvenndarleik : Egill Sigurðsson og Magnea Guðrún Gunnarsdóttir TBR. Íslandsmeistarar í B flokku urðu : Í einliðaleik Davíð Örn Harðarson ÍA og María Rún Ellertsdóttir ÍA. Í tvíliðaleik Birgir Hilmarsson og Hallur Helgason TBR og Arndís Sævarsdóttir og Sunna Karen Ingvarsdóttir Aftureldingu. Í tvenndarleik Gústav Nilsson og Guðbjörg Jóna Guðlaugsdóttir TBR. Íslandsmeistari í Æðstaflokki ( 50-60 ára) var Reynir Guðmundsson KR og í tvíliðaleik voru það Gunnar Þór Gunnarsson og Sigfús B. Sverrisson TBR. Íslandsmeistari í Heiðursflokki ( 60 +) varð Gunnar Bollason TBR.

Laufey Sigurðardóttir hlaut í apríl réttindi til að vera yfirdómari (Referee) á alþjóðlegum mótum innan Evrópu. Er hún fyrsti íslenski dómarinn sem nær þessum merka áfanga.

Valið var í Sumarskóla Badminton Europe sem verður haldinn í 36. sinn í sumar og að þessu sinni var hann í Slóveníu. Þessir voru valdir: Tómas Sigurðarson TBR, Sigurður Patrik Fjalarsson TBR, Stefán Árni Arnarsson TBR, Katrín Vala Einarsdóttir BH, Karolina Prus BH og Anna Alexandra Petersen TBR. Pontus Rydström fór sem fararstjóri hópsins en hann fór jafnframt á þjálfaranámskeið sem er haldið á vegum Badminton Europe á sama stað.

Kristján Daníelsson, formaður Badmintonsambands Íslands, fór á ársþing Evrópska Badmintonsambandsins. Jafnframt því að sitja þingið fundaði Kristján með formönnum annarra landa sem teljast til smáþjóða. Rætt var um tillögu sem kom frá Kýpur þess efnis að halda smáþjóðleika í badmintoni. Eru það 12 lönd sem koma til greina í þessa leika. Framkvæmdastjóri evrópska badmintonsambandsins sat einnig fundinn og sagði frá því að evrópska badmintonsambandið myndi styðja þetta verkefni. Starfshópur með formönnum þriggja landa var stofnaður. Undirbúningur er hafinn og stefnt er að því að fyrstu smáþjóðleikarnir í badmintoni verði haldnir 2020.

Bikarmót BH var haldið dagana 20. – 22. Apríl. Til leiks voru skráði 113 keppendur frá fjórum félögum. Mótið var frábrugðið öðrum mótum en raðað var í riðla eftir styrkleikalista BSÍ þar sem 4-5 efstu á styrkleikalistanum voru saman í riðli og spiluðu allir gegn öllum. Í riðli B voru svo sæti 6-10 o.s.frv. Vakti þetta mótafyrirkomulag mikla lukku þar sem allir fengu 3-4 mjög jafna leiki.

Kári Gunnarsson tók þátt á Evrópumeistaramótinu sem fram fór á Spáni. Mætti Kári íranum Nhat Nguyen og þurfti að játa sig sigraðan í fyrstu umferð mótsins.

Æfingabúðir landsliða fóru fram helgina 27. – 29. Apríl.

Færslur milli flokka voru gerðar í apríl.

Í Meistaraflokk færðust: Aron Óttarsson TBR

Elís Þór Dansson TBR

Símon Orri Jóhansson TBR

Anna Alexandra Petersen TBR

Halla María Gústafsdóttir BH

Júlíana Karitas Jóhannsdóttir TBR

Karolina Prus BH

Katrín Vala Einarsdóttir BH

Sólrún Anna Ingvarsdóttir BH

Una Hrund Örvar BH.

Í A – flokk færðust :

Eva Margit Atladóttir TBR

María Rún Ellertsdóttir ÍA

Davíð Örn Harðarson ÍA

Gústav Nilsson TBR

Sigurður Patrik Fjalarson TBR

Stefán Árni Arnarson TBR

Steinþór Emil Svavarsson BH

Tómas Sigurðarson TBR

Maí

Þing Badmintonsambands Íslands fór fram í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal 2.maí. Þetta 49.þing fór í alla staði vel fram og var því stýrt örugglega af þingforsetanum Herði Þorsteinssyni. Fulltrúar frá sex héraðssamböndum og Íþróttabandalögum sóttu þingið.

Ívar Oddsson og Birgitta Rán Ásgeirsdóttir gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarstarfa en Guðrún Björk Gunnarsdóttir, Helgi Jóhannesson, Vignir Sigurðsson og Hrund Guðmundsdóttir sitja áfram í stjórn auk Kristjáns Daníelssonar formanns.

Nýir í stjórn eru Irena Ásdís Óskarsdóttir og Arnór Tumi Finnsson sem voru kosin til tveggja ára.

Stjórn Badmintonsambands Íslands skipar því eftirfarandi einstaklinga :

Kristján Daníelsson, formaður

Arnór Tumi Finnsson

Guðrún Björk Gunnarsdóttir

Helgi Jóhannesson

Hrund Guðmundsdóttir

Irena Ásdís Óskarsdóttir

Vignir Sigurðsson.

Kári Gunnarsson tók þátt í alþjóðlegu móti í Slóveníu. Hóf Kári keppni í forkeppni mótsins þar sem hann vann sig inn í aðalkeppnina. Í 32 manna úrslitum datt hann úr leik eftir að hafa tapað gegn Phone Pyae Naing frá Mynmar.

Mótaskrá fyrir tímabilið 2018 – 2019 var gefin út í maí

Æfingabúðir landsliða fóru fram í maí auk hefðbundinna landsliðsæfinga á föstudögum.

U15 – U19 landsliðið tók þátt í Danish junior mótinu í Farum Danmörku. Ferðin var vel heppnuð í alla staði. Komið var til Danmerkur snemma á föstudeginum (18.maí) og var farið beint á keppnisstað þar sem hópurinn tók létta æfingu áður en allir komu sér fyrir í gistiaðstöðunni. Fyrstu leikir íslenska hópsins byrjuðu ekki fyrr en seinnipart laugardagsins svo að hópurinn var úthvíldur fyrir mótið. U17 og U19 hópurinn spilaði í höllinni í Værlose þar sem hitastigið var mikið enda mjög gott veður í Danmörku þessa dagana.

Spilað var í riðlum í einliðaleik en hreinn útsláttur í tvíliða- og tvenndarleik.

U15 - M : Júlíana Karitas vann alla sína leiki í einliðaleik í riðlinum og komst í 8 manna úrslit. Þar tapaði hún gegn Sögu Persson frá Svíþjóð. Ragnheiður Birna, Gústav og Steinþór komust ekki upp úr sínum riðlum en spiluðu öll mjög jafna og skemmtilega leiki. Bæði Steinþór / Ragnheiður og Gústav / Júlíana unnu í fyrstu umferð í tvenndarleiknum. Steinþór og Ragnheiður töpuðu svo í gríðarlega jöfnum leik gegn dönsku pari 21-19, 24-26 og 19-21. Sama var uppi á teningnum hjá Gústav og Júlíönu en þeirra leikur var einnig mjög spennandi en fór svo þau þurftu að játa sig sigrup 21-15, 19-21 og 22-24.

Steinþór og Gústav spiluðu svo saman í tvíliðaleik og unnu í fyrstu umferð eftir oddalotu. Í annarri umferð töpuðu þeir svo í oddalotu 21-19, 12-21 og 14-21.

Júlíana og Ragnheiður fengu sinn leik gefinn í fyrstu umferð. Í næstu umferð mættu þær sænskum stelpum og töpuðu 10-21 og 13-21.

U17 / U19 - M :

Einliðaleikirnir hjá strákunum og stelpunum voru mjög jafnir. Allir íslensku spilararnir í U17/U19 unnu 1-2 leiki hver í einliðaleiknum. Engin/n komst þó upp úr sínum riðli. Eysteinn og Sólrún töpuðu eftir oddalotu í tvenndarleik, fyrstu umferð, 21-17, 15-21 og 16-21. Elís og Þórunn unnu sinn leik í fyrstu umferð 12-21, 21-19 og 21-16. Þau töpuðu í næstu umferð gegn dönsku pari.

Brynjar og Katrín töpuðu sínum tvenndarleik 12-21 og 10-21. Andri og Halla unnu sinn leik í fyrstu umferð 21-16 og 21-12 en þurftu að játa sig sigruð í næstu umferð.

Katrín og Þórunn spiluðu svo saman í tvíliðaleik kvenna og töpuðu eftir hörku leik 21-11, 18-21 og 18-21.

Halla og Sólrún töpuðu einnig sínum leik eftir mjög jafnar tvær lotur 24-26 og 17-21.

Brynjar og Andri spiluðu gegn Svíum í fyrstu umferð tvíliðaleik karla. Þeir spiluðu mjög jafnan leik en töpuðum á endanum í tveimur lotum 18-21 og 20-22. Eysteinn og Elís unnu sinn fyrsta leik eftir oddalotu 17-21, 21-17 og 21-17. Í átta-liða úrslitum töpuðu þeir fyrir sterku dönsku pari 21-23 og 13-21.

Kristinn Ingi Guðjónsson og Kristófer Darri Finnsson fóru sem þjálfarar og farastjórar með hópnum. Þjálfarar ferðarinnar voru virkilega ánægðir með hópinn sem fékk mjög gott spil út úr þessu móti eins og sjá má á úrslitunum.

Landsliðsþjálfarar völdu í apríl þátttakendur fyrir Íslands hönd í æfingabúðir sumarsins, Nordic Camp sem haldnar voru í Færeyjum. Þátttakendur fyrir Íslands hönd voru Steinar Petersen TBR, Eiríkur Tumi Bríem TBR, Gabríel Ingi Helgason BH, Kristian Óskar Sveinbjörnsson BH, Gústav Nilsson TBR, Steinþór Emil Svavarsson BH, Rakel Rut Kristjánsdóttir BH, Ragnheiður Birna Ragnarsdóttir TBR og Júlíana Karitas Jóhannsdóttir TBR. Kristófer Darri Finnsson fór sem þjálfari á þjálfaranámskeið sem er haldið meðfram búðunum og hann fer einnig sem fararstjóri hópsins

Júní

Afrekshópur Badmintonsambands Íslands auk þriggja leikmanna úr Framtíðarhóp BSÍ tók þátt í Alþjóðlega litháenska og Alþjóðlega lettneska mótunum í júní. Sólveig Jónsdóttir var jafnfram dómari á mótinu í Litháen. Tinna Helgadóttir landsliðsþjálfari var með þeim í þessari ferð, sem gekk vel.

Í Lettlandi tóku Daníel Jóhannesson og Kristófer Darri Finnsson þátt í forkeppninni í einliðaleik karla. Daníel spilaði gegn Philip Illum Klindt frá Danmörku og tapaði 7-21 og 16-21. Kristófer tapaði gegn Filip Budzel frá Tékklandi 14-21 og 19-21. Allar íslensku stelpurnar fóru einnig í forkeppnina í einliðaleik kvenna. Sigríður Árnadóttir mætti Anastasiu Shapaovlova frá Rússlandi í fyrstu umferð forkeppninnar og lauk þeim leik með sigri Anastasiu 21-12 og 21-7. Þórunn Eylands Harðardóttir keppti einnig í fyrstu umferð gegn Theresa Isenberg frá Þýskalandi og tapaði 8-21 og 9-21. Arna Karen Jóhannsdóttir sat hjá í fyrstu umferð en í þeirri annarri mætti hún Theresu Isenberg, líkt og Þórunn. Therese vann einnig þá viðureign 23-21 og 21-17.

Bæði íslensku pörin í tvíliðaleik karla fóru beint inn í aðalkeppnina. Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnsson spiluðu í fyrstu umferð (32 liða úrslit) gegn dönunum Andreas Bogebjerg og Jonas Jæger sem unnu sig inn í aðalkeppnina með því vinna tvo leiki í forkeppninni. Andreas og Jonas unnu þá Davíð og Kristófer 21-15 og 21-11. Daníel Jóhannesson og Róbert Ingi Huldarsson sátu hjá í fyrstu umferð og fóru því beint í 16 liða úrslit. Þar mættu þeir einnig þeim Andreas og Jonas. Daníel og Róbert þurftu einnig að játa sig sigraða líkt og Davíð og Kristófer gegn dönunum. Andreas og Jonas unnu þennan leik 21-14 og 23-21.

Í tvíliðaleik kvenna kepptu Sigríður Árnadóttir og Þórunn Eylands Harðardóttir. Þær fóru líkt og strákarnir beint inn í aðalkeppni mótsins. Í fyrstu umferð mættu þær Vytaute Fokinaite og Gerdu Voitechovskaja frá Litháen. Sigríður og Þórunn lutu í lægra haldi í tveimur lotum, 15-21 og 13-21.

Í tvenndarleiknum tóku þrjú íslensk pör þátt. Davíð Bjarni Björnsson og Arna Karen Jóhannsdóttir kepptu í forkeppninni. Þar mættu þau frökkunum Thomas Baures og Vimala Heriau. Davíð og Arna töpuðu þeim leik 24-26 og 12-21. Kristófer Darri Finnsson og Þórunn Eylands Harðardóttir fór beint inn í aðalkeppni mótsins. Þar lentu þau gegn parinu sem var raðað nr. 1 inn í mótið en það voru þau Pawel Smilowski og Magdalena Swierczynska frá Póllandi. Kristófer og Þórunn urðu að játa sig sigruð 17-21 og 11-21. Daníel Jóhannesson og Sigríður Árnadóttir sem einnig komust beint inn í aðalkeppni mótsins í tvenndarleik mættu Georgil Karpov og Anastasiu Kurdyukovu frá Rússlandi. Daníel og Sigríður þurftu einnig að játa sig sigruð 7-21 og 16-21.

Íslensku keppendurnir sem tóku þátt í Yonex Lithuanian International 2018 stóðu sig vel.

Fimm íslensk pör komust beint inn í aðalkeppni mótsins í tvíliða- og tvenndarleik. Daníel Jóhannesson og Sigríður Árnadóttir spiluðu hörku leik við Maciej Ociepa og Agnieszka Foryta frá Póllandi. Daníel og Sigríður unnu fyrstu lotuna 21-19 en töpuðu annarri lotu 15-21. Þurfti því oddalotu til að ná fram úrslitum þar sem pólska parið hafði betur 16-21.

Sama var uppi á teningnum hjá þeim Kristófer Darra Finnssyni og Þórunni Eylands Harðardóttur. Þau spiluðu einnig við pólskt par en það voru þau Robert Cybulski og Wiktoria Dabczynska. Kristófer og Þórunn töpuðu fyrstu lotunni 13-21 en komu mjög sterk til baka í annarri lotu þar sem þau unnu 21-18. Oddalotan var einnig mjög spennandi en fór svo að pólska parið hafði betur 18-21.

Í tvíliðaleik kvenna var eitt íslenskt par en það voru þær Arna Karen Jóhannsdóttir og Sigríður Árnadóttir. Stelpurnar spiluðu geng Önnu Mikalkovu og Yevgeiya Paksytovu frá Úkraínu og þurftu þær að lúta í lægra haldi gegn þeim 13-21 og 13-21.

Í tvíliðaleik karla voru tvö íslensk pör. Daníel Jóhannesson og Róbert Ingi Huldarsson náðu sér ekki á strik gegn sterkum strákum frá Kazakstan, þeim Artur Niyazov og Dmitriy Panarin. Daníel og Róbert töpuðu þessum leik 4-21 og 12-21. Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnsson áttu kapp að etja við rússana Egor Kurdykov og Egor Okolov. Leikurinn var jafn og spennandi en fór svo að lokum að rússarnir höfðu betur 21-18 og 23-21.

Landsliðsþjálfarar Íslands völdu þátttakendur Í North Atlantic Camp en þetta árið voru búðirnar haldnar hér á Íslandi, á Akranesi. Voru búðirnar haldnar í samstarfi við ÍA. Þátttakendur fyrir Íslands hönd voru Máni Berg Ellertsson ÍA, Arnar Frey Fannarsson ÍA, Einar Óli Guðbjörnsson TBR, Daníel Máni Einarsson TBR, Halla Stella Sveinbjörnsdóttir BH, María Rún Ellertsdóttir ÍA, Brynjar Már Ellertsson ÍA og Davíð Örn Harðarson ÍA. Garðar Hrafn Benediktsson og Siguður Ólfasson fara á þjálfaranámskeið meðfram búðunum og verða jafnframt fararstjórar.

Kári Gunnarsson tók þátt í alþjóðlega móti á Spáni en mótið var hluti af International Challenge mótaröðinni. Hóf Kári leik í forkeppni mótisins og vann sig þar inn í aðalkeppnina. Kári lauk svo keppni í 32 manna úrslitum.

Þá tók Kári einni þátt í alþjóðlegu móti í Perú en mótið var hluti af International Series mótaröðinni. Kári tapaði þar í fyrstu umferð mótsins.

Júlí

Sumarskóli Badminton Europe var haldinn í 36. sinn í júlí og fjórða árið í röð var hann í Podcetrekt í Slóveníu.Hópin skipuðu: Tómas Sigurðarson TBR, Sigurður Patrik Fjalarsson TBR, Stefán Árni Arnarsson TBR, Katrín Vala Einarsdóttir BH, Karolina Prus BH og Anna Alexandra Petersen TBR. Pontus Rydström fór sem fararstjóri hópsins en hann fór jafnframt á þjálfaranámskeið sem er haldið á vegum Badminton Europe á sama stað.

Kári Gunnarsson tók þátt í alþjóðlegu móti í Nígeríu en mótið var hluti af Intenational Challenge mótaröðinni. Kári komst í 16 manna úrslit en þurfti að játa sig sigraðan þar gen Siril Verma frá Indlandi.

North Atlantic Camp búðirnar fóru fram í júlí en þær voru haldnar hér á Íslandi. Yfirþjálfari búðanna var Mads Grill Mousing. Þátttakendur fyrir Íslands hönd voru Máni Berg Ellertsson ÍA, Arnar Frey Fannarsson ÍA, Einar Óli Guðbjörnsson TBR, Daníel Máni Einarsson TBR, Halla Stella Sveinbjörnsdóttir BH, María Rún Ellertsdóttir ÍA, Brynjar Már Ellertsson ÍA og Davíð Örn Harðarson ÍA. Garðar Hrafn Benediktsson og Siguður Ólfasson fara á þjálfaranámskeið meðfram búðunum og verða jafnframt fararstjórar.

Tinna Helgadóttir landsliðsþjálfari valdi hópinn sem tekur þátt í Evrópumeistaramóti U19 ungmenna sem fer fram í Tallinn, Eistlandi dagana 7. - 16. september.

Hópinn skipa :

Brynjar Már Ellertsson ÍA

Einar Sverrisson TBR Eysteinn Högnason TBR

Halla María Gústafsdóttir BH

Una Hrund Örvar BH

Þórunn Eylands Harðardóttir TBR

Mótið er bæði liða- og einstaklingskeppni. Liðakeppnin fer fram 7. - 11. september og einstaklingskeppnin 11. - 16. september.

Ágúst

Dregið var í Evrópumeistaramóti landsliða U19 og drógst Ísland í riðil 4 ásamt Rússlandi, Slóvakíu og Lettlandi. Jafnframt var dregið í einstaklingshluta keppninnar.

Nordic Camp fór fram í Færeyjum í ágústþ Íslensku þátttakendurnir voru Steinar Petersen TBR, Eiríkur Tumi Bríem TBR, Gabríel Ingi Helgason BH, Kristian Óskar Sveinbjörnsson BH, Gústav Nilsson TBR, Steinþór Emil Svavarsson BH, Rakel Rut Kristjánsdóttir BH, Ragnheiður Birna Ragnarsdóttir TBR og Júlíana Karitas Jóhannsdóttir TBR. Kristófer Darri Finnsson fór sem þjálfari á þjálfaranámskeið sem er haldið meðfram búðunum og hann fer einnig sem fararstjóri hópsins

Kári Gunnarsson tók þátt í alþjóðlegu móti í Bandaríkjunum en mótið var hluti af International Series mótaröðinni. Kári komst í 8 manna úrslit á mótinu en þar þurfti hann að játa sig sigraðan gegn Sheng Lyu frá Bandaríkjunum.

Dregið var í forkeppni Evrópumeistaramóts landsliða sem fram fór 6. – 9. Desember. Drógst Íslenska liðið í riðil 3 ásam Hollandi, Sviss og Portúgal.

Kári Gunnarsson tók þátt í alþjóðlegu móti á Spáni, Barcelona Spain Masters, en mótið var hluti af HSBC BWF Tour Super 300 mótaröðinni. Kári hóf leik í forkeppni mótsins og náði ekki að vinna sig inn á aðalkeppni mótsins.

Tinna Helgadóttir og Atli Jóhannesson landsliðsþjálfarar völdu landsliðshópana fyrir tímabilið 2018 – 2019. Þessa hópa skipa

Afrekshópur :

Daníel Jóhannesson TBR

Davíð Bjarni Björnsson TBR

Kristófer Darri Finnsson TBR

Margrét Jóhannsdóttir TBR

Sigríður Árnadóttir TBR

U23 hópur:

Andri Broddason TBR

Arna Karen Jóhannsdóttir TBR

Brynjar Már Ellertsson ÍA

Eysteinn Högnason TBR

Halla María Gústafsdóttir BH

Júlíana Karítas Jóhannsdóttir TBR

Róbert Ingi Huldarsson BH

Þórunn Eylands Harðardóttir TBR

Yngri hópur:​

Máni Berg Ellertsson ÍA

Arnar Freyr Fannarsson ÍA

Halla Stella Sveinbjörnsdóttir BH

Einar Óli Guðbjörnsson TBR

Lilja Bu TBR

Sigurbjörg Árnadóttir TBR

Steinar Petersen TBR

Daníel Máni Einarsson TBR

Eiríkur Tumi Briem TBR

Gabríel Ingi Helgason BH

Kristian Óskar Sveinbjörnsson BH

Guðmundur Adam Gígja BH

María Rún Ellertsdóttir ÍA

Margrét Guangbing Hu Hamar

Stefán Árni Arnarsson TBR

Rakel Rut Kristjánsdóttir BH

Ragnheiður Birna Ragnarsdóttir TBR

Sigurður Patrik Fjalarsson TBR

Steinþór Emil Svavarsson BH

Gústav Nilsson TBR

Tómas Sigurðarson TBR

Björk Orradóttir TBR​

Meistaraflokkur og U19 strákar:

Karolina Prus TBR

Anna Alexandra Petersen TBR

Halla María Gústafsdóttir BH

Júlíana Karitas Jóhannsdóttir TBR

Katrín Vala Einarsdóttir BH

Sólrún Anna Ingvarsdóttir BH

Una Hrund Örvar BH

Davíð Örn Harðarson ÍA

Brynjar Már Ellertsson ÍA

Andri Broddason TBR

Eysteinn Högnason TBR

Einar Sverrisson TBR

Bjarni Þór Sverrisson TBR

Þórunn Eylands TBR

Margrét Jóhannsdóttir TBR

Arna Karen Jóhannsdóttir TBR

Erla Björg Hafsteinsdóttir BH

Elís Þór Dansson TBR

Símon Orri Jóhannsson TBR

Sigríður Árnadóttir TBR

Kristófer Darri Finnsson TBR

Róbert Þór Henn TBR

Jónas Baldursson TBR

Eiður Ísak Broddason TBR

Davíð Bjarni Björnsson TBR

Daníel Jóhannesson TBR

Sigurður Eðvarð Ólafsson BH

Róbert Ingi Huldarsson BH

Atli Tómasson TBR

September

Evrópumeistaramót U19 ára fór fram í september en bæði var leikið í liðkeppni og einstaklingskeppni. Var íslenska liðið í riðli með Lettlandi, Slóvakíu og Rússlandi. Í fyrstu umferð mætti liðið Lettum og fór svo að Lettland vann 3 – 2. Í annarri umferð mætti liðið Slóvakíu og tapaðist sá leikur 0 – 5 og það sama var uppi á teningnum gegn Rússlandi. Evrópumeistaramót U19 hófst svo í beinu framhaldi næsta dag eftir að liðakeppninni lauk. Eysteinn Högnason spilaði þá einliðaleik gegn Amir Khamidulin frá Rússlandi í fyrstu umferð einliðaleiks karla. Fór svo að Eysteinn tapaði leiknum 21 - 10 og 21 - 15. Einar Sverrisson og Þórunn Eylands Harðardóttir spiluðu einnig í gær í tvenndarleik. Mættu þau Mykhaylo Makhnovskiy og Anastasiyu Prozorovu frá Úkraínu. Unnu Mykhaylo og Anastasiya 21 - 11 og 21 - 14. Halla María Gústafsdóttir spilaði einliðaleik kvenna og mætti hún Portúgölsku stelpunni Claudiu Lourenco. Sigraði Claudia Höllu nokkuð örugglega 21 -7 og 21 - 6.

Þórunn Eylands Harðardóttir tók einnig þátt í einliðaleik kvenna en hún mætti Katharinu Fink frá Ítalíu. Endaði leikurinn með sigri Katharinu 21 - 10 og 21 - 11.

Una Hrund Örvar og Þórunn Eylands Harðardóttir kepptu í tvíliðaleik kvenna gegn Christinu Busch og Amalie Schulz frá Danmörku. Var á brattann að sækja fyrir stelpurnar í þessum leik og töpuðu þær 21 - 6 og 21 - 8. Í tvíliðaleik karla áttu íslendingar 2 lið. Brynjar Már Ellertsson lék með Piotr Cunev frá Moldóvíu gegn Mate Balint og Zsombor Dulcz frá Ungverjalandi. Brynjar og Piotr áttu mun betri seinni lotu í leiknum en leiknum lauk með sigri ungverjanna 21 - 7 og 21 - 16.

Einar Sverrisson og Eysteinn Högnason mættu Yann Orteu og Minh Quang Pham frá Sviss. Lauk leiknum með sigri svisslendinga 21 - 15 og 21 - 11.

Fyrsta mót stjörnumótaraðar BSÍ, Einliðaleiksmót TBR, var haldið föstudaginn 7.september. Eingöngu var keppt í einliðaleik í Meistaraflokki.

15 keppendur voru í karlaflokki og var það Eiður Ísak Broddason TBR sem stóð uppi sem sigurvegari mótsins eftir að hafa unnið Daníel Jóhannesson TBR í úrstlitum 21 - 16 , 17 - 21 og 21 - 18. Í einliðaleik kvenna voru sex keppendur skráðir til leiks. Sigurvegarinn í einliðaleik kvenna var Sigríður Árnadóttir TBR en hún sigraði Júlíönu Karítas Jóhannsdóttur TBR í úrslitum 21 - 15 og 21 - 11.

Kári Gunnarsson tók þátt í alþjóðlegu móti í Belgíu, Yonex Belgian International 2018 en mótið er hluti af International Challenge mótaröðinni. Vann Kári í fyrstu umferð mótsins en tapaði svo gegn Karan Rajan Rajarajan frá Indlandi í 32 manna úrslitum.

Atlamót ÍA fór fram í september. Mótið er hluti af mótaröð BSÍ og gefur stig á styrkleikalista þess. Meistaraflokkur :

Í einliðaleik karla var það Daníel Jóhannesson TBR sem vann Eið Ísak Broddason TBR 21 - 12 og 21 - 16. Í einliðaleik kvenna var það Sigríður Árnadóttir TBR sem stóð uppi sem sigurvegari en í öðru sæti var Sólrún Anna Ingvarsdóttir BH en leikið var í fjögurra manna riðli og vann Sigríður alla sína leiki.

Í tvíliðaleik karla voru það Davíð Bjarni Björnsson TBR og Kristófer Darri Finnsson TBR sem unnu alla sína leiki en leikið var í fjögurra liða riðli þar sem öll lið spiluðu gegn hvert öðru. Í öðru sæti voru Eiður Ísak Broddason TBR og Róbert Þór Henn TBR.

Í tvíliðaleik kvenna var einnig spilað í riðli og voru það Margrét Jóhannsdóttir TBR og Sigríður Árnadóttir TBR sem unnu alla sína leiki. Í öðru sæti voru Sólrún Anna Ingvarsdóttir BH og Una Hrund Örvar BH.

Í tvenndarleik voru 5 pör skráð til leiks og léku þau öll gegn hvert öðru í 5 liða riðli. Í fyrsta sæti voru Kristófer Darri Finnsson TBR og Margrét Jóhannsdóttir TBR en þau unnu alla sína leiki. Í öðru sæti voru Daníel Jóhannesson TBR og Sigríður Árnadóttir TBR.

A-flokkur :

Í einliðaleik karla var það Elvar Már Sturlaugsson BH sem sigraði Andra Broddason TBR í úrslitaleik 21 - 18 , 19 - 21 og 21 - 16.

Í einliðaleik kvenna voru 5 stelpur skráðar til leiks og var spilað í einum riðli. Var það Ragnheiður Birna Ragnarsdóttir TBR sem sigraði alla sína leiki og stóð uppi sem sigurvegari en í öðru sæti var Björk Orradóttir TBR.

Í tvíliðaleik karla voru það Brynjar Már Ellertsson ÍA og Pontus Rydström ÍA sem unnu þá Elvar Má Sturlaugsson BH og Steinar Braga Gunnarsson ÍA 21 - 13 og 21 - 17.

Í tvíliðaleik kvenna voru það Brynja Pétursdóttir ÍA og Karítas Eva Jónsdóttir ÍA sem unnu þær Ingibjörgu Rósu Jónsdóttur UMFS og Maríu Rún Ellertsdóttur ÍA 21 - 12 og 21 - 19.

Í tvenndarleik voru 5 pör sem tóku þátt og var spilað í einum riðli. Voru það mæðginin Brynjar Már Ellertsson ÍA og Brynja Pétursdóttir ÍA sem unnu alla sína leiki. Í öðru sæti voru Pontus Rydström ÍA og María Rún Ellertsdóttir ÍA.

B-flokkur. Í einliðaleik sigraði Egill Magnússon Aftureldingu en hann vann Guðmund Adam Gígja BH 21 - 14 og 21 - 15.

Ekki var keppt í einliðaleik kvenna.

Í tvíliðaleik karla voru það Arnar Freyr Bjarnason Aftureldingu og Egill Magnússon Aftureldingu sem unnu báða sína leiki en keppt var í þriggja para riðli. Í öðru sæti voru Kristján Ásgeir Svavarsson BH og Stefán Steinar Guðlaugsson BH.

Í tvíliðaleik kvenna voru það Ingunn Gunnlaugsdóttir BH og María Kristinsdóttir BH sem unnu þær Erlu Rós Heiðarsdóttur BH og Sólveigu Jónsdóttur BH 21 - 19 og 21 - 8.

Í tvenndarleik voru fjögur lið skráð til leiks og spiluðu þau í einum riðli. Voru það Egill Magnússon Aftureldingu og Sunna Karen Ingvarsdóttir Aftureldingu sem unnu alla sína leiki. Í öðru sæti voru Sebastían Vignisson BH og Irena Rut Jónsdóttir ÍA.

Reykjavíkurmót unglinga var haldið helgina 21. – 22. september í TBR. Mótið er hluti af unglingamótaröð Badmintonsambandsins og gefur stig á styrkleikalista. Tveir leikmenn urðu þrefaldir Reykjavíkurmeistarar í ár, í flokku U17, Gústav Nilsson TBR og Júlíana Karítas Jóhannsdóttir TBR. Fjórir leikmenn urðu tvöfaldir Reykjavíkurmeistarar. Þau eru Máni Berg Ellertsson ÍA, Lilja Bu TBR, Halla María Gústafsdóttir BH, Einar Sverrisson TBR. Einliðaleikur Hnokkar U13

1. Máni Berg Ellertsson [1/4]

2. Ari Páll Egilsson

Einliðaleikur Sveinar U15

1. Guðmundur Adam Gígja [1/4]

2. Stefán Steinar Guðlaugsson [2/4]

Einliðaleikur Drengir U17

1. Gústav Nilsson

2. Steinþór Emil Svavarsson

Einliðaleikur Piltar U19

1. Eysteinn Högnason [3/3]

2. Davíð Örn Harðarson

Einliðaleikur Tátur U13

1. Sóley Birta Grímsdóttir [1/2]

2. Emma Katrín Helgadóttir [2/2]

Einliðaleikur Meyjar U15

1. Lilja Bu [1/2]

2. Margrét Guangbing Hu

Einliðaleikur Telpur U17

1. Júlíana Karitas Jóhannsdóttir [3/4]

2. Ragnheiður Birna Ragnarsdóttir [4/4]

Einliðaleikur Stúlkur U19

1. Halla María Gústafsdóttir [1/2]

2. Ingibjörg Rósa Jónsdóttir

Tvíliðaleikur Hnokkar U13

1. Arnór Valur Ágústsson [1/1] Máni Berg Ellertsson

2. Elías Dagur Hilmarsson Funi Hrafn Eliasen

Tvíliðaleikur Sveinar U15

1 Daníel Máni Einarsson Eiríkur Tumi Briem

2. Ari Páll Egilsson Stefán Geir Hermannsson

Tvíliðaleikur Drengir U17

1. Gústav Nilsson Stefán Árni Arnarsson

2. Sigurður Patrik Fjalarsson [1/1] Tómas Sigurðarson

Tvíliðaleikur Piltar U19

1. Andri Broddason [2/2] Einar Sverrisson

2. Bjarni Þór Sverrisson [1/2] Eysteinn Högnason

Tvíliðaleikur Tátur U13

1. Halla Stella Sveinbjörnsdóttir [1/2] Katla Sól Arnarsdóttir

2. Birgitta Ragnasdóttir Emma Katrín Helgadóttir

Tvíliðaleikur Telpur U17

1. Júlíana Karitas Jóhannsdóttir [2/2] Ragnheiður Birna Ragnarsdóttir

2. Karen Guðmundsdóttir Sara Bergdís Albertsdóttir

Tvíliðaleikur Stúlkur U19

1. Halla María Gústafsdóttir [1/2] Una Hrund Örvar

2. Ingibjörg Rósa Jónsdóttir María Rún Ellertsdóttir

Tvenndaleikur Hnokkar/Tátur U13

1. Ari Páll Egilsson Emma Katrín Helgadóttir

2. Funi Hrafn Eliasen Birgitta Ragnasdóttir

Tvenndaleikur Sveinar/Meyjar U15

1. Einar Óli Guðbjörnsson [1/2] Lilja Bu

2. Máni Berg Ellertsson [2/2] Halla Stella Sveinbjörnsdóttir

Tvenndaleikur Drengir/Telpur U17

1. Gústav Nilsson Júlíana Karitas Jóhannsdóttir

2. Stefán Árni Arnarsson Anna Alexandra Petersen

Tvenndaleikur Piltar/Stúlkur U19

1. Einar Sverrisson [1/2] Þórunn Eylands

2. Eysteinn Högnason Una Hrund Örvar

Unglingamót TBS fór fram síðustu helgina í september. Mótið var hluti af stjörnumótaröð unglinga og gefur stig á styrkleika þess.

Tveir leikmenn urðu þrefaldir sigurvegarar á mótinu en það voru Lilja Bu TBR og Júlíana Karítas Jóhannsdóttir TBR.

U13 Einliðaleikur hnokkar

1.sæti

Ari Páll Egilsson

2.sæti

Alex Helgi Óskarsson

U13 Einliðaleikur tátur

1.sæti

Hrafnhildur Edda Ingvarsdóttir

2.sæti

Sóley Birta Grímsdóttir

U13 Tvíliðaleikur hnokkar

1.sæti

Arnar Freyr Fannarsson Máni Berg Ellertsson

2.sæti

Arnór Valur Ágústsson Viktor Freyr Ólafsson

U13 Tvíliðaleikur tátur

1.sæti

Hrafnhildur Edda Ingvarsdóttir Isabella Ósk Stefánsdóttir

2.sæti

Halla Stella Sveinbjörnsdóttir Katla Sól Arnarsdóttir

U13 Tvenndarleikur hnokkar/tátur

1.sæti

Ari Páll Egilsson Emma Katrín Helgadóttir

2.sæti

Alex Helgi Óskarsson Hrafnhildur Edda Ingvarsdóttir

U15 Einliðaleikur sveinar

1.sæti

Guðmundur Adam Gígja

2.sæti

Einar Óli Guðbjörnsson

U15 Einliðaleikur meyjar

1.sæti

Lilja Bu

2.sæti

Sigurbjörg Árnadóttir

U15 Tvíliðaleikur sveinar

1.sæti

Guðmundur Adam Gígja Jón Sverrir Árnason

2.sæti

Daníel Máni Einarsson Eiríkur Tumi Briem

U15 Tvíliðaleikur meyjar

1.sæti

Lilja Bu Sigurbjörg Árnadóttir

2.sæti

Amalía Þórarinsdóttir Dómhildur Ýr Gray Iansdóttir

U15 Tvenndarleikur sveinar/meyjar

1.sæti

Einar Óli Guðbjörnsson Lilja Bu

2.sæti

Máni Berg Ellertsson

Halla Stella Sveinbjörnsdóttir

U17 Einliðaleikur drengir

1.sæti

Gústav Nilsson

2.sæti

Tómas Sigurðarson

U17 einliðaleikur telpur

1.sæti

Júlíana Karitas Jóhannsdóttir

2.sæti

Anna Alexandra Petersen

U17 Tvíliðaleikur drengir

1.sæti

Sigurður Patrik Fjalarsson Tómas Sigurðarson

2.sæti

Gabríel Ingi Helgason Kristian Óskar Sveinbjörnsson

U17 Tvíliðaleikur telpur

1.sæti

Júlíana Karitas Jóhannsdóttir Ragnheiður Birna Ragnarsdóttir

2.sæti

Anna Alexandra Petersen Karolina Prus

U17 Tvenndarleikur sveinar/meyjar

1.sæti

Gústav Nilsson Júlíana Karitas Jóhannsdóttir

2.sæti

Stefán Árni Arnarsson Anna Alexandra Petersen

U19 Einliðaleikur piltar

1.sæti

Einar Sverrisson

2.sæti

Brynjar Már Ellertsson

U19 Tvíliðaleikur piltar

1.sæti

Bjarni Þór Sverrisson Einar Sverrisson

2.sæti

Brynjar Már Ellertsson Davíð Örn Harðarson

Október

Landsliðsæfing fyrir yngri hópa fór fram föstudaginn 5.okt og stýrði Atli Jóhannesson henni.

TBR opið fór fram í október og var keppt í öllum greinum í M.flokki, A-flokki og B-flokki. Í einliðaleik í Meistarflokki sigruðu Kristófer Darri Finnsson TBR og Sólrún Anna Ingvarsdóttir BH. Í tvíliðaleik sigruðu Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnsson TBR og Erla Björg Hafsteinsdóttir BH og Þórunn Eylands Harðardóttir TBR. Tvenndarleikinn sigruðu Kristófer Darri Finnsson og Margrét Jóhannsdóttir.

A flokkur : í einliðaleik sigruðu Eysteinn Högnason TBR og Björk Orradóttir TBR. Í tvíliðaleik unnu Brynjar Már Ellertsson og Pontus Rydström ÍA og Ingibjörg Rósa Jónsdóttir UMSB og María Rún Ellertsdóttir ÍA. Tvenndarleikinn unnu svo Gústav Nilsson og Guðbjörg Jóna Guðlaugsdóttir TBR.

B flokkur : Í einliðaleik vann Gabríel Ingi Helgason BH, ekki var kepp í einliðaleik kvenna. Í tvíliðaleik sigruðu Gunnar Örn Ingólfsson og Steinþór Óli Hilmarsson TBR og Lilja Berglind Harðardóttir og Rakel Rut Kristjánsdóttir BH. Tvenndarleikinn sigruðu svo Gabríel Ingi Helgason og Anna Ósk Óskarsdóttir BH.

Æfingabúðir landsliða fóru fram 19. – 21. október

Set mót KR fór fram 14. – 15. Október. Mótið er hluti af mótaröð Badmintonsambandsins og gefur stig á styrkleikalista sambandsins.

Kristófer Darri Finnsson TBR varð þrefaldur sigurvegari í mótinu, annað mótið í röð. Jafnframt varð Egill Magnússon Aftureldingu þrefaldur sigurvegari í B.flokki.

Meistaraflokkur :

Í einliðaleik karla var það Kristófer Darri Finnsson TBR sem vann Daníel Jóhannesson TBR 22 - 20 og 21 - 14. Í einliðaleik kvenna vann Sigríður Árnadóttir TBR Þórunni Eylands Harðardóttur TBR 21 - 12 og 21 - 6.

Í tvíliðaleik karla voru það Davíð Bjarni Björnsson TBR og Kristófer Darri Finnsson TBR sem unnu þá Daníel Jóhannesson og Jónas Baldursson í úrslitum 21 - 13 og 21 - 16.

Í tvíliðaleik kvenna unnu Margrét Jóhannsdóttir TBR og Sigríður Árnadóttir TBR þær Erlu Björg Hafsteinsdóttur BH og Þórunni Eylands Harðardóttur TBR 21 - 17 og 21 - 14.

Í tvenndarleik sigruðu Kristófer Darri Finnsson TBR og Margrét Jóhannsdóttir TBR. Í úrslitum mættu þau Daníel Jóhannessyni TBR og Sigríði Árnadóttur TBR. Lauk leiknum með sigri Kristófers og Margrétar 21 - 15 og 21 - 14.

A-flokkur :

Í einliðaleik karla var það Eysteinn Högnason TBR sem sigraði Andra Broddason TBR í úrslitaleik 21 - 11 og 21 - 10.

Í einliðaleik kvenna mættust Björk Orradóttir TBR og Eva Margrét Atladóttir TBR. Vann Björk þann leik 21 - 17 og 21 - 8.

Í tvíliðaleik karla var spilað í þriggja liða riðli og voru það Bjarni Þór Sverrisson TBR og Eysteinn Högnason TBR sem unnu báða sína leik og unnu þar með riðilinn.

Í tvíliðaleik kvenna voru það Sunna Karen Ingvarsdóttir Aftureldingu og Svanfríður Oddgeirsdóttir Aftureldingu sem unnu þær Björk Orradóttur TBR og Evu Margit Atladóttur TBR 21 - 7 og 21 - 16.

Í tvenndarleik voru það Einar Sverrisson TBR og Björk Orradóttir TBR sem unnu þau Sigurð Patrik Fjalarsson TBR og Evu Margit Atladóttur TBR 21 -15 og 21 - 11.

B-flokkur.

Í einliðaleik karla sigraði Egill Magússon Aftureldingu en hann vann Kristian Óskar Sveinbjörnsson BH 19 - 21, 21 - 13 og 22 - 20.

Ekki var keppt í einliða- og tvíliðaleik kvenna.

Í tvíliðaleik karla voru það Egill Magnússon Aftureldingu og Þórarinn Heiðar Harðarson Aftureldingu sem unnu þá Gabríel Inga Helgason BH og Kristian Óskar Sveinbjörnsson BH 21 - 10 og 21 - 18.

Í tvenndarleik voru fjögur lið skráð til leiks og spiluðu þau í einum riðli. Voru það Egill Magnússon Aftureldingu og Sunna Karen Ingvarsdóttir Aftureldingu sem unnu alla sína leiki. Í öðru sæti voru Sebastían Vignisson BH og Svanfríður Oddgeirsdóttir Aftureldingu.

Badmintonsamband Íslands réð Jeppe Ludvigsen sem aðstoðarlandsliðsþjálfara og afreksstjóra sambandsins. Jeppe mun vinna með Tinnu Helgadóttur landsliðsþjálfara og Atla Jóhannessyni aðstoðalandsliðsþjálfara. Hann mun einbeita sér að þjálfun Afrekshóps BSÍ. Einnig er Jeppe ráðinn inn sem afreksstjóri sambandsins og mun hann stýra afreksstarfinu í samstarfi við Tinnu Helgadóttur landsliðsþjálfara, Atla Jóhannessyni aðstoðarlandsliðsþjálfara, Afreks- og landsliðsnefnd BSÍ og stjórn BSÍ. Í samstarfsverkefni með aðildarfélögum mun hann einnig miðla af reynslu sinni til þjálfara íslensku félaganna og stýra endurmenntun fyrir þá. Badmintonfélag Hafnarfjarðar (BH) og Tennis- og badmintonfélag Reykjavíkur (TBR) ákváðu að styðja þetta samstarfsverkefni. Öllum félögum mun standa til boða að senda þjálfara á æfingar til að efla starfið hjá sér. Eins geta önnur félög sem hafa áhuga á að styrkja samstarfið sett sig í samband við Badmintonsambandið.

Níu íslenskir keppendur fór til Grikklands til að taka þátt í alþjóðalegu móti sem þar var haldið, Hellas Open 2018. Mótið er hluti af International Series mótaröðinni og gefur stig á heimslistann.

Íslensku leikmennirnir sem tóku þátt voru : Arna Karen Jóhannsdóttir TBR

Davíð Bjarni Björnsson TBR

Daníel Jóhannesson TBR

Eiður Ísak Broddason TBR

Jónas Baldursson TBR

Kári Gunnarsson TBR

Kristófer Darri Finnsson TBR

Róbert Þór Henn TBR

Sigríður Árnadóttir TBR.

Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnsson fóru alla leið í undanúrslit á þessu móti og fá því mjög góð stig á styrkleikalistann í tvíliðaleik karla. Í 32-liða úrslitum mættu þeir Utkarsh Arora og Svarnaraj Bora frá Indlandi og unnu þann leik 21-18 og 25-23. Í 16-liða úrslitum mættu þeir íslendingunum Eið Ísak Broddasyni og Róberti Þór Henn og unnu þann leik nokkuð örugglega 21-8 og 21-15. Í 8-liða úrslitum mættu þeir ítölsku pari og var sá leikur mjög jafn en fór svo að Davíð og Kristófer unnu 21-19 og 21-18. Í undanúrslitum mótsins spiluðu þeir gegn pólverjunum Adrian Dziolko og Michal Rogalski og þurftu Davíð og Kristófer að játa sig sigraða 21-11 og 21-17.

Adrian og Michal hófu keppni í forkeppni mótsins þar sem þeir slógu út íslendinga Jónas Baldursson og Daníel Jóhannesson í spennandi leik 22-20 og 12-19.

Í einliðaleik tóku Kristófer Darri, Jónas, Daníel, Róbert Þór og Eiður Ísak þátt í forkeppninni en allur duttu út í fyrstu umferð hennar. Kári Gunnarsson hóf keppni í aðalkeppni mótsins og í fyrstu umferð mætti hann Simon Wang frá Þýskalandi og vann Kári eftir oddalotu 21-11, 17-21 og 21-12. Í 16-manna úrslitum mætti Kári finnanum Iikka Heino

sem var raðað nr.3 inn í mótið. Vann Iikka þann leik 21-13 og 21-17.

Í einliðaleik kvenna kepptu Arna Karen og Sigríður en báðar komust beint inn í aðalkeppni mótsins. Báðar þurftu þó að játa sig sigraðar í fyrstu umferð.

Arna Karen og Sigríður spiluðu svo saman í tvíliðaleik kvenna. Í 32-liða úrslitum unnu þær Jennifer Kobelt og Tinu Kumpel frá Svisslandi 21-15 og 21-11. Í 16-liða úrslitum mættu þær dönsku pari og var á brattann að sækja í þeim leik. Fór svo að þær dönsku unnu 21-7 og 21-10. Í tvenndarleik átti Ísland tvö pör. Davíð Bjarni og Arna Karen tóku þátt í forkeppni mótsins þar sem þau spiluðu mjög spennandi leik. Þau spiluðu gegn Gianmarco Bailetti og Lisu Iversen frá Ítalíu. Fór leikurinn í oddalotu og fór svo að Gianmarco og Lisa unnu 18-21, 22-20 og 21-19. Daníel og Sigríður komust beint inn í aðalkeppni mótsins og mættu þau dönunum Emil Hybel og Line Fleischer. Unu Emil og Line 21-9 og 21-12.

Þá tók Kári Gunnarsson þátt í alþjóðlegu móti í Santa Domingo en mótið var hluti af International Series mótaröðinni og gefur stig á heimslistann.

Í fyrstu umferð mótsins mætti Kári Fabricio Farias frá Brasilíu og vann Kári þægilegan sigur 21 - 14 og 21 - 7.Í 16 manna úrslitum spilaði Kári gegn Wilmer Daniel Brea Nunez frá Dómíníska lýðveldinu og fór Kári örugglega með sigur í leiknum 21 - 6 og 21 - 6. Í 8 manna úrslitum mætti Kári argentíska leikmanninum Kevin Cordon. Kevin var raðað nr 1 inn í mótið en hann situr í 87.sæti heimslistans. Kári er sem stendur í 193.sæti listans. Leikurinn gegn Kevin var mjög jafn en leiknum lauk með sigri Kevin 21 - 19 og 21 - 17.

Badmintonsamband Íslands hlaut styrk úr Afrekssjóði ÍSÍ í október. Afrekssjóður ÍSÍ tók upp nýtt fyrirkomulag á árinu og hafa fjölmörg sérsambönd hlotið styrki úr sjóðnum. Á undanförnum vikum hefur verið gengið frá formlegum samningum við þessi sérsambönd og nýverið var gengið frá samningi Badmintonsambands Íslands og Afrekssjóðs ÍSÍ vegna styrkveitinga ársins.

Badmintonsamband Íslands (BSÍ) flokkast sem B/Alþjóðlegt sérsamband samkvæmt flokkun Afrekssjóðs ÍSÍ fyrir árið 2018. Heildarstyrkveiting sjóðsins til BSÍ vegna verkefna ársins er 9.950.000 kr. en er það mikil hækkun á styrkupphæð frá síðustu árum þar sem verkefni BSÍ árið 2017 hlutu styrk að upphæð 3.800.000 kr. Töluverðar breytingar hafa orðið á afreksstarfi BSÍ síðustu ár en ný afreksstefna sambandsins var samþykkt 2016. Öflugt starf hefur verið í gangi í kringum afrekshópa sambandsins, aukin áhersla hefur verið lögð á þjálfaramál í kringum landsliðshópa og þá hefur sambandið sent keppendur á fjölmörg alþjóðleg mót. Sambandið vinnur að því að koma keppanda á næstu Ólympíuleika og krefst það töluverðar þátttöku á alþjóðlegum mótum

Vetrarmót unglinga fór fram í húsum TBR dagana 27-28.október. Voru 154 leikmenn skráðir til leiks og þar af 18 keppendur frá Svíþjóð.

Mótið er hluti af stjörnumótaröð unglinga og gefur stig á styrkleikalista þess.

Gústav Nilsson TBR, Gabríel Ingi Helgason BH og Júlíana Karítas Jóhannsdóttir TBR urðu öll þrefaldir sigurvegarar. U13 A - Einliðaleikur Hnokkar

1 Ari Páll Egilsson [1/2]

2 Arnar Freyr Fannarsson

U13 B - Einliðaleikur Hnokkar

1 Magnús Þór Hauksson

2 Stefán Logi Friðriksson

U13 A - Einliðaleikur Tátur

1 Isabella Ósk Stefánsdóttir

2 Margrét Sigurðardóttir

U13 B - Einliðaleikur Tátur

1 Sigurlaug Sara Kristjánsdóttir

2 Lena Rut Gígja

U13 - Tvíliðaleikur Hnokkar

1 Arnar Freyr Fannarsson [1/2] Arnór Valur Ágústsson

2 Elías Dagur Hilmarsson [2/2] Funi Hrafn Eliasen

U13 - Tvíliðaleikur Tátur

1 Halla Stella Sveinbjörnsdóttir [1/2] Katla Sól Arnarsdóttir

2 Isabella Ósk Stefánsdóttir Sigurlaug Sara Kristjánsdóttir

U13 - Tvenndarleikur Hnokkar og Tátur

1 Ari Páll Egilsson [1/2] Emma Katrín Helgadóttir

2 Alex Helgi Óskarsson Margrét Sigurðardóttir

U15 A - Einliðaleikur Sveinar

1 Gabríel Ingi Helgason [4/4]

2 Kristian Óskar Sveinbjörnsson

U15 B - Einliðaleikur Sveinar

1 Valþór Viggó Magnússon

2 Jón Víðir Heiðarsson

U15 A - Einliðaleikur Meyjar

1 Lilja Bu [1/2]

2 María Rún Ellertsdóttir

U15 B - Einliðaleikur Meyjar

1 Hjördís Eleonora

2 Ragnheiður Arna Torfadóttir

U15 - Tvíliðaleikur Sveinar

1 Gabríel Ingi Helgason Kristian Óskar Sveinbjörnsson

2 Martin Wahlström Vilmer Rask Eklund

U15 - Tvíliðaleikur Meyjar

1 Hanna Margrét Pétursdóttir Lydia Lindgren

2 Emelie Nordin Eva Sigríður Pétursdóttir

U15 - Tvenndarleikur Sveinar og Meyjar

1 Gabríel Ingi Helgason María Rún Ellertsdóttir

2 Einar Óli Guðbjörnsson [1/2] Lilja Bu

U17 A - Einliðaleikur Drengir

1 Gústav Nilsson [1/2]

2 Steinþór Emil Svavarsson [2/2]

U17 og U19 B - Einliðaleikur Drengir og Piltar

1 Kári Gunnarsson

2 Victor Wahid Ívarsson

U17 A - Einliðaleikur Telpur

1 Júlíana Karitas Jóhannsdóttir [1/2]

2 Anna Alexandra Petersen [2/2]

U17 B - Einliðaleikur Telpur

1 Natalía Ósk Óðinsdóttir

2 Tinna Chloé Kjartansdóttir

U17 - Tvíliðaleikur Drengir

1 Gústav Nilsson Stefán Árni Arnarsson

2 Sigurður Patrik Fjalarsson Tómas Sigurðarson

U17 - Tvíliðaleikur Telpur

1 Anna Alexandra Petersen Karolina Prus

2 Júlíana Karitas Jóhannsdóttir [1/2] Ragnheiður Birna Ragnarsdóttir

U17 - Tvenndarleikur Drengir og Telpur

1 Gústav Nilsson [1/2] Júlíana Karitas Jóhannsdóttir

2 Stefán Árni Arnarsson [2/2] Anna Alexandra Petersen

U19 A - Einliðaleikur Piltar

1 Eysteinn Högnason

2 Brynjar Már Ellertsson

U19 A - Einliðaleikur Stúlkur

1 Þórunn Eylands

2 Halla María Gústafsdóttir [1/2]

U19 - Tvíliðaleikur Piltar

1 Daníel Ísak Steinarsson Þórður Skúlason

2 Bjarni Þór Sverrisson [2/2] Eysteinn Högnason

U19 - Tvenndarleikur Piltar og Stúlkur

1 Einar Sverrisson [1/2] Þórunn Eylands

2 Brynjar Már Ellertsson Halla María Gústafsdóttir

Nóvember

Tinna Helgadóttir landsliðsþjálfari valdi landslið Íslands sem fór og keppti í forkeppni Evrópumeistaramóti landsliða í Portúgal 6. – 9. Desember. Ísland var í riðli með Portúgal, Hollandi og Sviss. Hópurinn sem var valinn var :

Arna Karen Jóhannsdóttir TBR

Margrét Jóhannsdóttir TBR

Sigríður Árnadóttir TBR

Davíð Bjarni Björnsson TBR

Kári Gunnarsson TBR

Kristófer Darri Finnsson TBR

Meistaramót BH fór fram helgina 16. – 18. nóvember. Mótið var hluti af mótaröð Badmintonsambandsins og gefur stig á styrkleikalista sambandsins.

Meistaraflokkur :

Í einliðaleik karla var það Kristófer Darri Finnsson TBR sem vann Róbert Þór Henn TBR 21 - 13 og 21 - 10.

Í einliðaleik kvenna spiluðu til úrslita Sigríður Árnadóttir TBR og Sólrún Anna Ingvarsdóttir BH. Var það Sigríður sem vann leikinn 21 - 13 og 12 - 9.

Í tvíliðaleik karla léku til úrslita Davíð Bjarni Björnsson TBR / Kristófer Darri Finnsson TBR gegn Eið Ísak Broddasyni TBR / Róberti Þór Henn TBR. Var leikurinn mjög spennandi og lauk með sigri Davíðs og Kristófers 24 - 26 , 21 - 8 og 21 -19.

Í tvíliðaleik kvenna mættust Margrét Jóhannsdóttir TBR / Sigríður Árnadóttir TBR og Erla Björg Hafsteinsdóttir BH / Þórunn Eylands Harðardóttir TBR. Unnu Margrét og Sigríður öruggan sigur 21 - 9 og 21 - 7.

Í tvenndarleik unnu Kristófer Darri Finnsson TBR / Margrét Jóhannsdóttir TBR þau Davíð Bjarna Björnsson TBR / Erlu Björg Hafsteinsdóttur BH í tveimur lotum 21 - 12 og 21 - 12.

A flokkur :

Í einliðaleik karla sigraði Brynjar Már Ellertsson ÍA. Hann mætti Elvari Má Sturlaugssyni BH og var leikurinn jafn og spennandi. Fór svo að Brynjar vann í tveimur lotum 21 - 18 og 21 - 19.

Í einliðaleik kvenna voru þrír keppendur skráðir til leiks og var spilað í riðli og var það Lilja Bu TBR sem vann báða sína leiki. Í öðru sæti varð Björk Orradóttir TBR.

Í tvliðaleik karla mættust í úrslitum Brynjar Már Ellertsson ÍA / Pontus Rydström ÍA og Daníel Ísak Steinarsson BH / Þórður Skúlason BH. Voru það Brynjar og Pontus sem unnu leikinn 21 - 18 og 21 - 15.

Í tvíliðaleik kvenna léku til úrslita Anna Lilja Sigurðardóttir BH / Irena Ásdís Óskarsdóttir BH og Irena Rut Jónsdóttir ÍA / María Rún Ellertsdóttir ÍA. Sigruðu Anna Lilja og Irena Ásdís þennan leik 21 - 16 og 21 -19.

Í tvenndarleik mættust Brynjar Már Ellertsson ÍA / Brynja K. Pétursdóttir ÍA og Borgar Ævar Axelsson BH / Anna Lilja Sigurðardóttir BH. Unnu Brynjar og Brynja leikinn örugglega 21 - 6 og 21 - 13.

B flokkur :

Í einliðaleik karla mættust í úrslitum Gabríel Ingi Helgason BH og Kristian Óskar Sveinbjörnsson BH. Var leikurinn mjög jafn en það var Gabríel Ingi sem bar sigur úr býtum. Hann vann leikinn 21 - 19 og 21 - 19.

Í einliðaleik kvenna mættust í úrslitum Rakel Rut Kristjánsdóttir BH og Sunna Karen Ingvarsdóttir Aftureldingu. Rakel Rut sigraði leikinn eftir oddalotu en leikurinn fór 14 - 21 , 21 - 19 og 21 - 17.

Í tvíliðaleik karla spiluður Arnór Tumi Finnsson ÍA / Sebastían Vignisson BH og Hilmar Ársæll Steinþórsson BH / Marínó Njálsson TBR. Voru það Arnór og Sebastían sem unnu leikinn 21 - 13 og 21 - 19.

Í tvíliðaleik kvenna var spilað í þriggja liða riðli. Í fyrsta sæti urðu Erla Rós Heiðarsdóttir BH / Sunnar Karen Ingvarsdóttir Aftureldingu en þær unnu báða sína leiki. Í öðru sæti voru Anna Ósk Óskarsdóttir BH / Karen Guðmundsdóttir BH.

Í tvenndarleik léku til úrslita Kristján Arnór Kristjánsson BH / Rakel Rut Kristjánsdóttir BH og Gabríel Ingi Helgason BH / Anna Ósk Óskarsdóttir BH. Sigruðu Kristján og Rakel leikinn í tveimur lotum 21 - 12 og 21 - 19.

Kári Gunnarsson tók þátt í alþjóðlegu móti á Írlandi, AIG FZ Forza Irish Open en mótið var hluti af International Series mótaröðinni. Kári mætti Dimitar Yanakiev frá Búlgaríu í 32 manna úrslitum og vann þann leik í oddalotu. Í 16 manna úrslitum mætti hann Mads Christohpersen og þurfti Kári að játa sig sigraðann þar.

Landsliðsæfing fyrir Meistaraflokk og U19 stráka var haldin 23.nóv og var henni stýrt af Atla Jóhannessyni aðstoðarlandsliðsþjálfara.

Unglingamót Aftureldingar fór fram helgina 24. – 25. Nóvember í Íþróttahúsinu við Varmá. Voru 124 leikmenn skráðir til leiks en keppt var í A og B flokkum í U13-U19 en í flokki U11 var leikið í einum flokki. Einungis var keppt í einliðaleik í öllum aldursflokkum.

Mótið er hluti af stjörnumótaröð unglinga og gefur stig á styrkleikalista þess. U13 A - Einliðaleikur Hnokkar

1 Ari Páll Egilsson [1/2]

2 Arnór Valur Ágústsson

U13 B - Einliðaleikur Hnokkar

1 Tómas Orri Hauksson

2 Pétur Gunnarsson

U13 A - Einliðaleikur Tátur

1 Hrafnhildur Edda Ingvarsdóttir

2 Isabella Ósk Stefánsdóttir

U13 B - Einliðaleikur Tátur

1 Birgitta Valý Ragnarsdóttir

2 Harpa Huazi Tómasdóttir

U15 A - Einliðaleikur Sveinar

1 Guðmundur Adam Gígja

2 Eiríkur Tumi Briem

U15 B - Einliðaleikur Sveinar

1 Heimir Yngvi Eiríksson

2 Jón Víðir Heiðarsson

U15 A - Einliðaleikur Meyjar

1 Lilja Bu

2 Margrét Guangbing Hu

U15 B - Einliðaleikur Meyjar

1 Rebekka Ösp Aradóttir

2 Guðbjörg Skarphéðinsdóttir

U17 /U19 A - Einliðaleikur Drengir/Piltar

1 Eysteinn Högnason

2 Davíð Örn Harðarsson

U17 / U19 A - Einliðaleikur Telpur/Stúlkur

1 Júlíana Karitas Jóhannsdóttir

2 Anna Alexandra Petersen

U17 / U19 B - Einliðaleikur Drengir/Piltar/Telpur/Stúlkur

1 Alexander Líndal Njálsson

2 Natalía Ósk Óðinsdóttir

Landsliðsæfing fyrir Yngri hóp var haldin 30.nov og var henni stýrt af Atla Jóhannessyni aðstoðarlandsliðsþjálfara.

Desember

Kári Gunnarsson tók þátt í alþjóðlegu móti í Wales en mótið er hluti af International Series mótaröðinni og gefur stig á heimslistann.

Kári mætti í 32 manna úrslitum þjóðverjanum Hannes Gerberich og sigraði Kári leikinn nokkuð örugglega 21 -11 og 21-14. Í 16 manna úrslitum mætti Kári dananum Patrick Abildgaard og var leikurinn mjög jafn. Lauk leiknum með sigri Patrick í oddalotu 13-21, 21-16 og 22-20.

Í byrjun desember hélt Tennis- og badmintonfélag Reykjavíkur upp á 80. ára afmæli félagsins og var haldið glæsilegt afmælishóf í tilefni þess. Stjórn Badmintonsambands Íslands ákvað að því tilefni að heiðra 5 einstaklinga úr röðum TBR og sæma þá gullmerki sambandsins. Þökkum við öllu þessu góða fólki samstarfið í gegnum árin. Eftir taldir aðilar fengu Gullmerki BSÍ Árni Þór Hallgrímsson

Jónas Weicheng Huang

Hannes Ríkarðsson

Hængur Þorsteinsson

Unnur Einarsdóttir

Við þetta tilefni var einnig ákveðið að veita viðurkenningar fyrir þá leikmenn sem hafa spilað 50. , 100. eða 150 landsleiki fyrir hönd Íslands. Allir þeir leikmenn sem hafa náð þessum merka áfanga koma úr röðum Tennis- og badmintonfélags Reykjavíkur.

Þeir leikmenn sem hafa spilað 50.landsleiki fyrir Ísland eru

Árni Þór Hallgrímsson

Broddi Kristjánsson

Guðmundur Adolfsson

Helgi Jóhannesson

Kristín B. Kristjánsdóttir

Kristín Magnúsdóttir

Magnús Helgason

Ragna Ingólfsdóttir

Sigfús Ægir Árnason

Tinna Helgadóttir

Vigdís Ásgeirsdóttir

Þorsteinn Páll Hængsson

Þórdís Edwald

Broddi Kristjánsson hefur náð þeim glæsilega árangri að spila yfir 150 landsleiki fyrir Ísland og fékk hann viðurkenningu fyrir þann merka áfanga.

Íslenska landsliðið tók þátt í forkeppni Evrópumiestaramóti landsliða. Ísland drógst í riðil 3 með Portúgal, Sviss og Hollandi. Fóru leikirnir fram í Portúgal.

Íslenska landsliðið lék fyrsta leik sinn í riðli 3 í forkeppni Evrópumeistaramóts landsliða í gærkvöldi. Mætti liðið steku liði Hollendinga sem sitja í 18.sæti heimslistans.

Leiknir voru fimm leikir, einliðaleikur karla, einliðaleikur kvenna, tvíliðaleikur karla, tvíliðaleikur kvenna og tvenndarleikur. Fór svo að Hollendingar sigruðu alla leikina nokkðu örugglega.

Í tvenndarleik spiluðu Kristófer Darri Finnsson og Margrét Jóhannsdóttir gegn Jelle Maas og Alyssu Tirtosentono og fór sá leikur 21 - 7 og 21 - 17 fyrir Jelle og Alyssu.

Kári Gunnarsson lék einliðaleik karla gegn Joran Kweekel þar sem Joran vann 21 - 18 og 21 -10.

Arna Karen Jóhannsdóttir spilaði á móti Gayle Mahulette í einliðaleik kvenna og vann Gayle 21 - 6 og 21 - 7.

Í tvíliðaleik karla spiluðu Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finsson gegn þeim Ruben Jille og Jelle Maas. Ruben og Jelle unnu þann leik 21 - 10 og 21 - 11.

Tvíliðaleik kvenna spiluðu svo Margrét Jóhannsdóttir og Sigríður Árnadóttir geng Deboru Jille og Alyssu Tirtosentono þar sem leiknum lauk með sigir þeirra hollensku 21 - 10 og 21 - 15.

Annar leikur liðsins var gegn Sviss. Tinna Helgadóttir landsliðsþjálfari hélt sömu uppstillingu og í leiknum gegn Hollandi.

Fór svo að Sviss vann alla leikina og má sjá úrslitin úr þeim hér fyrir neðan

Íslenska landsliðið síðan þriðja leik sinn í riðlinum í forkeppni fyrir Evrópumeistaramót landsliða og var sá leikur gegn Portúgal. Má með sanni segja að allir fimm leikir leiksins hafi verið gríðarlega spennandi og réðust úrslitin í síðasta leiknum, í þriðju lotu.

Tinna Helgadóttir stillti upp sama liði og hún hafði gert gegn Hollandi og Sviss.

Kristófer Darri Finnsson og Margrét Jóhannsdóttir áttu fyrst leikinn gegn Duarte Nuno Anjo og Önu Reis. Unnu Kristófer og Margrét þennan leik í tveimur jöfnum lotum 21 - 18 og 24 -22. Kári Gunnarsson mætti Bernardo Atilano í einliðaleik karla og fór sá leikur í oddalotu. Bernardo vann fyrstu lotuna 21 - 12 en Kári vann þá seinni 21 - 9. Í oddalotunni þurfti upphækkun til að knýja fram úrslit þar sem Kári hafði betur 22 - 20 og var staðan því orðin 2 - 0 fyrir Ísland.

Arna Karen Jóhannsdóttir spilaði einliðaleik kvenna fyrir Ísland og mætti hún þar Önu Moura og þurfti Arna Karen að játa sig sigraða eftir jafnan leik 17 - 21 og 17 - 21. Í tvíliðaleik karla spiluðu Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnsson gegn þeim Bruno Carvalho og Tomas Nero og var sá leikur mjög jafn og spennandi en fór svo að Bruno og Tomas unnu 17 - 21 , 21 - 17 og 16 - 21. Var staðan því orðin 2 - 2 þegar að fimmta og síðasta leik var komið sem var tvíliðaleikur kvenna. Fyrir Ísland spiluðu þær Sigríður Árnadóttir og Margrét Jóhannsdóttir en þær mættu Soniu Goncalves og Önu Reis og var allt undir í þessum leik hvort liðið færi með sigur að hólmi í viðureigninni. Leikurinn var gríðarlega jafn og spennandi og þurfti enn og aftur oddalotu til að knýja fram úrslit. Sonia og Ana höfðu þar betur en leikurinn fór 18 - 21, 21 - 19 og 19 - 21. Þar með höfðu Portúgalar unnið viðureignina 2 - 3.

Það voru Hollendingar sem unnu þennan riðil örugglega en þeir unnu allar sínar viðureignir og eru þar með búnir að vinna sér rétt inn á lokakeppni Evrópumeistaramóts landsliða ásamt 6 öðrum þjóðum sem unnu einnig sína riðla en það voru : England , Frakkland , Rússland, Spánn, Írland, Þýskaland. Danir sem eru ríkjandi Evrópumeistara fengu beint sæti inn í lokakeppnina.

Stjórn Badmintonsambands Íslands hefur valið Kára Gunnarsson badmintonmann og Margréti Jóhannsdóttur badmintonkonu ársins 2018. Kári og Margrét fá viðurkenningu frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands laugardaginn 29.desember ásamt íþróttafólki annarra íþróttagreina. Við sama tækifæri munu Samtök Íþróttafréttamanna krýna Íþróttamann ársins 2018.

Kári Gunnarsson varð Íslandsmeistari í einliðaleik á árinu 2018 og var þetta sjöunda árið í röð sem Kári vinnur þennan titil. Kári komst jafnframt í úrslit í tvenndarleik á Meistaramóti Íslands á árinu.

Margrét Jóhannsdóttir varð Íslandsmeistari í einliðaleik á árinu 2018 og var þetta þriðja árið í röð sem hún vinnur þennan titil. Margrét varð einnig Íslandsmeistari í tvíliðaleik ásamt Sigríði Árnadóttur en þetta var annað árið í röð sem þær vinnan þennan titil.

Jólamót unglinga fór fram í desember í húsum Tennis- og badmintonfélags Reykjavíkur. Voru 85 leikmenn skráðir til leiks en einungis var keppt í U13-U19 og var leikið í riðlum. Mótiðið er hluti af stjörnumótaröð unglinga og gefur stig á styrkleikalista þess.

Hér að neðan má sjá sigurvegara mótsins í hverri grein fyrir sig.

U13 - Einliðaleikur Hnokkar

1 Ari Páll Egilsson

2 Arnar Freyr Fannarsson

U13 - Einliðaleikur Tátur

1 Emma Katrín Helgadóttir

2 Sóley Birta Grímsdóttir

U15 - Einliðaleikur Sveinar

1 Guðmundur Adam Gígja

2 Eiríkur Tumi Briem

U15 - Einliðaleikur Meyjar

1 Margrét Guangbing Hu

2 Halla Stella Sveinbjörnsdóttir

U17 - Einliðaleikur Drengir

1 Gústav Nilsson

2 Stefán Árni Arnarsson

U17 - Einliðaleikur Telpur

1 Lilja Bu

2 Lilja Berglind Harðardóttir

U19 - Einliðaleikur Piltar

1 Eysteinn Högnason

2 Einar Sverrisson

U19 - Einliðaleikur Stúlkur

1 Júlíana Karitas Jóhannsdóttir

2 Björk Orradóttir

Kári Gunnarsson tók þátt í alþjóðlega mótinu Turkey International 2018 en mótið er hluti af International Series mótaröðinni og gefur stig á heimslistann í badmintoni.

Kári mætti Rússanum Georgji Karpov í 32 manna úrslitum og fór svo að Georgji vann leikinn eftir oddalotu 16 - 21 , 21 - 13 og 19 - 21. Georgji er í 308. sæti heimslistans en Kári er í 164.sæti listans og því voru þetta óvænt úrslit.

Landsliðsæfingar fyrir Yngri hóp og Meistaraflokk og U19 stráka voru ahaldnar 29.desember og var þeim stýrt af Atla Jóhannessyni aðstoðarlandsliðsþjálfara.

Auk ofangreindra viðburða á árinu 2018 fóru fram tugir badmintonmóta á vegum aðildarfélaga BSÍ. Framundan er nýtt ár með nýjum og krefjandi verkefnum fyrir badmintonspilara um allt land.

Stjórn og starfsmenn BSÍ sendir badmintonfólki og landsmönnum öllum bestu óskir um gleðilegt ár og þakkir fyrir samstarfið á árinu sem er nú senn að líða.


94 views0 comments
bottom of page