top of page
Search
  • bsí

Landsbankamót ÍA hefst á laugardaginn


Á laugardag hefst Landsbankamót ÍA sem fer fram í Íþróttahúsinu við Vesturgötu á laugardag og sunnudag. Mótið er hluti af unglingamótaröðinni og gefur stig á styrkleikalista mótaraðarinnar.

Keppni hefst kl 10:00 á laugardag en þá hefst leikur í U11 ára flokknum.

121 keppendur eru skráðir til leiks frá 6 félögum, BH, ÍA, Hamar, TBR, UMFA og UMFS. Keppt verður í flokkum U13 - U19 í öllum greinum og einnig verður keppt í einliðaleik í U11.

Íþróttahúsið við Vesturgötu er hnetu- og fiskfrítt svæði og er bannað að koma með einhverjar vörur sem innihalda hnetur eða fisk.

Smellið hér til að sjá niðurröðun og tímasetningar á mótinu.


113 views0 comments
bottom of page