Search
  • bsí

Landsbankamót ÍA hefst á laugardaginn


Á laugardag hefst Landsbankamót ÍA sem fer fram í Íþróttahúsinu við Vesturgötu á laugardag og sunnudag. Mótið er hluti af unglingamótaröðinni og gefur stig á styrkleikalista mótaraðarinnar.

Keppni hefst kl 10:00 á laugardag en þá hefst leikur í U11 ára flokknum.

121 keppendur eru skráðir til leiks frá 6 félögum, BH, ÍA, Hamar, TBR, UMFA og UMFS. Keppt verður í flokkum U13 - U19 í öllum greinum og einnig verður keppt í einliðaleik í U11.

Íþróttahúsið við Vesturgötu er hnetu- og fiskfrítt svæði og er bannað að koma með einhverjar vörur sem innihalda hnetur eða fisk.

Smellið hér til að sjá niðurröðun og tímasetningar á mótinu.


110 views0 comments

Recent Posts

See All

Áramótaannáll 2020

Við áramót er hefð að líta yfir árið sem er að líða og skoða helstu viðburði og afrek. Þetta ár hefur verið mjög frábrugðið öðrum árum með tilkomu Covid en mótahald auk æfinga hafa legið niðri stóran

©2017 BY BADMINTONSAMBAND ÍSLANDS. PROUDLY CREATED WITH WIX.COM