Search
  • bsí

HLEÐSLA er nýr styrktaraðili Badmintonsambandsins


Guðný Steinsdóttir markaðsstjóri MS og Kjartan Valsson framkvæmdastjóri BSÍ

Samstarfssamningur Badmintonsambands Íslands og Mjólkursamsölunnar var undirritaður í dag í húsum Mjólkursamsölunnar. Samningurinn er til maí 2020. Með samningnum mun fullorðinsmótaröð sambandsins fá nafnið Hleðslubikarinn og þeir keppendur sem verða efstir á styrkleikalista sambandsins í lok tímabilanna 2019 og 2020 fá nafnbótina bikarmeistari. Á það við um einliða-, tvíliða- og tvenndarleik í Meistara- , A – og B flokki.

Badmintonsamband Íslands heldur úti öflugu og miklu starfi og er mikilvægt fyrir sambandið að fá góða styrktaraðila í samstarf með sér.

Badmintonsamband Ísland fagnar þessum samningi og hlakkar til samstarfsins við Mjólkursamsöluna


135 views0 comments

Recent Posts

See All

Áramótaannáll 2020

Við áramót er hefð að líta yfir árið sem er að líða og skoða helstu viðburði og afrek. Þetta ár hefur verið mjög frábrugðið öðrum árum með tilkomu Covid en mótahald auk æfinga hafa legið niðri stóran

©2017 BY BADMINTONSAMBAND ÍSLANDS. PROUDLY CREATED WITH WIX.COM