top of page
Search

Erla og Drífa Íslandsmeistarar í tvíliðaleik kvenna

  • bsí
  • Apr 7, 2019
  • 1 min read

Erla Björg Hafsteinsdóttir, BH, og Drífa Harðardóttir, ÍA, eru Íslandsmeistarar í tvíliðaleik kvenna. Þetta er í fjórða sinn sem Drífa verður Íslandsmeistari í tvíliðaleik og þriðja skiptið hjá Erlu en þær hafa ekki unnið saman áður.

Í úrslitaleiknum mættu þær Margréti Jóhannsdóttur og Sigríði Árnadóttur sem voru Íslandsmeistarar í tvíliðaleik árin 2017 og 2018. Úrslitaleikurinn var jafn og spennandi. Fyrstu lotuna sigruðu Margrét og Sigríður 21-18 en aðra lotuna þær Drífa og Erla 22-20 og oddalotuna 21-17.

Nánari úrslit Meistaramóts Íslands í badminton má finna á tournamentsoftware.com.

Erla Björg Hafsteinsdóttir, BH, og Drífa Harðardóttir, ÍA.


 
 
 

Comments


©2017 BY BADMINTONSAMBAND ÍSLANDS. PROUDLY CREATED WITH WIX.COM

  • facebook
bottom of page