top of page
Search
  • bsí

Kári tapaði í oddalotu


Kári Gunnarsson tók þátt í dag í alþjóðlega mótinu FZ Forza Slovenia International 2019 en mótið er hluti af International Series mótaröðinni. Kári mætti spánverjanum Luís Enrique Penalver í fyrstu umferð mótsins en Luís var raðað númer þrjú inn í mótið en hann er sem stendur í 74.sæti heimslistans í einliðaleik karla.

Kári vann fyrstu lotuna 21 - 10 en tapaði þeirri næstu 11 - 21. Oddalotan var jöfn og spennandi en fór svo að Luís vann 17 - 21.

Öll nánari úrslit frá mótinu má finna með því að smella hér.


70 views0 comments
bottom of page