top of page
Search
  • bsí

Beinar útsendingar frá Latvia International


Daníel Jóhannesson og Sigríður Árnadóttir

Yonex Latvia International 2019 er í fullum gangi.

Tvö íslensk pör tóku þátt í tvíliðaleik karla. Jónas Baldursson og Daníel Jóhannesson mættu Laurynas Borusas og Jonas Petkus frá Litháen í 32 liða úrslitum. Unnu Daníel og Jónas leikinn 21-18 og 21-8. Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnsson mættu einnig pari frá Litháen, þeim Kazimieras Dauskurtas og Ignas Reznikas og unnu Davíð Bjarni og Kristófer þann leik 21-15 og 21-11 og því bæði íslensku pörin komin í 16 liða úrslit. Þar mættu Daníel og Jónas dönsku pari sem var raðað nr 1 inn í mótið og þykir því sigurstranglegasta liðið. Danirnir voru örlítið sterkari í leiknum og fór svo að þeir Emil Lauritzen og Mads Muurholm unnu leikinn 21-16 og 21-13. Davíð Bjarni og Kristófer mættu pólverjunum Robert Cybulski og Pawel Pietryja og þurftu að játa sig sigraða 21-17 og 21-15.

Þær Margrét Jóhannsdóttir og Sigríður Árnadóttir tóku þátt í tvíliðaleik kvenna. Í 32 liða úrslitum mættu þær þeim Kertu Margus og Editha Schmalz frá Eistalandi. Unnu Margrét og Sigríður þann leik 21-14 og 21-13. Í 16 liða úrslitum mættu þær svo Anastasiyu Cherniavskaya og Alesiu Zaitsövu frá Hvíta Rússlandi en þeim var raðað nr 3 inn í mótið. Þurfti oddalotu til að skera úr um úrslit en leikinn unnu Anastasiya og Alesia 20-22, 21-14 og 21-12.

Í tvenndarleik taka þátt 3 íslensk pör. Í fyrstu umferð mótsins mættu Davíð Bjarni Björnsson og Arna Karen Jóhannsdóttir þeim Oliver Lau og Anna-Sofie Husher Ruus frá Danmörku. Unnu Davíð og Arna fyrstu lotuna 21-15 en töpuðu annarri lotunni 10-21. Þurfti því að leika oddalotu þar sem danirnir voru sterkari og unnu 10-21. Daníel Jóhannesson og Sigríður Árnadóttir mættu norska parinu Danila Gataullin og Jenny Rajkumar og unnu Daníel og Sigríður leikinn 21-11 og 21-17. Í 16 liða úrslitum sem fram fer í dag mæta Daníel og Sigríður danska parinu sem vann Davíð Bjarni og Örnu Karen.

Kristófer Darri Finnsson og Margrét Jóhannsdóttir eru með fjórðu röðun inn í mótið en þau mættu í fyrstu umferð Lukasz Cimozs og Lauru Bujak frá Póllandi. Unnu Kristófer og Margrét leikinn 21-17 og 21-10. Þau leika því einnig í dag í 16 liða úrslitum og mæta þar Arman Murzabekov og Kasiaryna Zablotskaya frá Kasakstan og Hvíta Rússlandi.

Leikurinn hjá Daníel og Sigríði hefst kl 11:40 og hjá Kristófer og Margréti kl 12:20 að íslenskum tíma.

Hægt er að sjá upptökur og einnig beinar útsendingar frá mótinu með því að smella hér.


54 views0 comments
bottom of page