Search
  • bsí

Kári keppti í Ghana og Nígeríu


Kári Gunnarsson hefur síðastliðna daga verið staddur í Afríku þar sem hann tók þátt í tveimur mótum - annars vegar í Ghana og svo síðar í Nígeríu.

Kári tók þátt í 2019 JE Wilson International Series mótinu í Ghana en það er líkt og nafnið gefur til kynna hluti af International Series mótaröðinni. Kári mætti í fyrstu umferð Kevin Arokia Walter frá Indlandi en hann er sem stendur í 134.sæti heimslitans en Kári situr í 160.sæti. Kevin Arokia vann Kára 21-12 og 21-14.

Kári flaug svo frá Ghana til Nígeríu þar sem hann tók þátt í Lagos International Badminton Classics 2019 mótinu en það mót er hluti af International Challenge mótaröðinni.

Þar mætti Kári Muhammad Izzuddin Shamsul Muzli frá Malasíu en hann vann sig inn í mótið úr forkeppninni. Muhammad er sem stendur í 377. sæti heimslistans. Vann Kári fyrstu lotuna 21-16 en tapaði annarri lotunni 21-11 og var það svo Muhammad sem vann oddalotuna 21-18.

Nánari úrslit frá mótinu má finna með því að smella hér að neðan.

2019 JW Wilson International Series

Lagos International Badminton Classics 2019


85 views0 comments

Recent Posts

See All

TBR Opið 2021 fór fram um helgina

Júlíana og Daníel sigruðu í einliðaleik á TBR-opið 2021! TBR Opið, fór fram um helgina. Keppt var í öllum greinum í Úrvalsdeild, 1- deild og 2-deild. Daníel Jóhannesson TBR sigraði einliðaleik karla e