top of page
Search
  • bsí

Erla Björg Hafsteinsdóttir og Drífa Harðardóttir á HM öldunga


Erla Björg Hafsteinsdóttir (t.v) og Drífa Harðardóttir (t.h)

Heimsmeistaramót öldunga hófst í gær en mótið fer fram í Katowice, Póllandi. Tveir íslenskir leikmenn taka þátt í mótinu en það eru þær Erla Björg Hafsteinsdóttir BH og Drífa Harðardóttir ÍA. Þær taka þátt í tvíliðaleik kvenna í flokknum 40+ en einnig taka þær þátt í tvenndarleik. Erla Björg spilar með Mark Mackay frá Skotlandi og keppa þau í flokknum 40+ en Drífa spilar með dananum Jesper Thomsen í flokknum 35+.

Erla og Mark hefja leik nú í kvöld þar sem þau mæta pari frá Úkraínu.

Drífa og Jesper spila svo á morgun og þá leika einnig Erla og Drífa tvíliðaleik sinn á morgun.

Hægt er að sjá nánari niðurröðun og úrslit frá mótinu með því að smella hér.

Þá er einnig sýnt beint frá mótinu á youtube rás pólska badmintonsambandsins.


183 views0 comments
bottom of page