top of page
Search
  • bsí

Erla og Drífa unnu japanskt par sem var með þriðju röðun


Erla Björg Hafsteinsdóttir og Drífa Harðardóttir gerðu sér lítið fyrir og unnu japanska parið Nami Fukui og Rie Matsumoto en þeim var raðað númer þrjú inn í mótið.

Erla og Drífa byrjuðu leikinn vel en leikurinn var frekar jafn allan tímann, þær japönsku komu aðeins ákveðnari inn í seinni lotunni. Oddalotan var gríðarlega jöfn en Erla og Drífa komust svo yfir seinni hluta lotunna. Þær japönsku komust svo aftur inn í leikinn en íslensku stelpurnar náðu að klára leikinn á lokametrunum.

Erla og Drífa unnu leikinn 21-16, 17-21 og 24-22.

Þær japönsku fengu tvisvar sinnum tiltal í leiknum fyrir að öskra boltann inn þegar hann var úti til að reyna að hafa áhrif á línuverðina - mikil spenna í loftinu í leiknum en frábær endasprettur hjá okkar stelpum.

Þær mæta pólsku pari í 16 liða úrslitunum en sá leikur fer fram á fimmtudag.

Í gær spiluðu svo Erla og hennar meðspilari Mark Mackay frá Skotlandi gegn pari frá Úkraínu. Unnu Erla og Mark leikinn örugglega 21-12 og 21-9.


67 views0 comments
bottom of page