top of page
Search
  • bsí

Erla Björg og Drífa komnar í úrslit á HM öldunga


Þær Erla Björg Hafsteinsdóttir BH og Drífa Harðardóttir ÍA eru komnar í úrslit í tvíliðaleik kvenna, flokki +40, á HM ölduga eftir glæsilegan sigur nú í morgun í undanúrslitunum.

Í undanúrslitunum mættu þær Renu Chandrika Hettiarachchige frá Sri Lanka og Claudiu Vogelsang frá Þýskaland en þeim var raðað nr 2 inn í mótið og þóttu því sigurstranglegar. Unnu Erla Björg og Drífa fyrri lotuna mjög sannfærandi 21-9 og tóku svo þá seinni 21-16. Glæsileg spilamennska hjá okkar stelpum og þær komnar í úrslitaleikinn sem fram fer á morgun.

Hægt er að skoða öll nánari úrslit frá HM öldunga með því að smella hér.

Minnum líka á að það er sýnt beint frá mótinu á youtube síðu pólska badmintonsambandsins en síðuna má finna með því að smella hér.


126 views0 comments
bottom of page