top of page
Search
  • bsí

Kári lauk leik í 8 manna úrslitum í Guatemala


Kári Gunnarsson komst í 8 manna úrslit á VI Guatemala International Series 2019 mótinu sem lauk um helgina. Mótið er, líkt og nafnið gefur til kynna, hluti af International Series mótaröðinni og gefur stig á heimslitann.

Kári mætti Franklin Anthony Hoevertsz frá Arúbu í 32 manna úrslitum og vann þann leik mjög létt 21-9 og 21-4. Í 16 manna úrslitum mætti Kári Cesar Adonis Brito Gonzalez frá Dóminíska Lýðveldinu. Kári vann fyrstu lotuna 22-20 en þá seinni 21-14. Í átta manna úrslitum lék Kári gegn Lino Munoz frá Mexíkó en hann er sem stendur í 85 sæti heimslistans í einliðaleik karla en Kári er í 136 sæti listans. Kári tapaði fyrstu lotunni 17-21 og náði sér svo ekki á strik í þeirri seinni þar sem hann tapaði 8-21.

Nánari úrslit frá mótinu má finna hér.


39 views0 comments
bottom of page