top of page
Search
bsí

Set mót KR - Úrslit


SET mót KR fór fram nú um helgina. Mótið er hluti af Hleðslubikar Badmintonsambandsins og gefur stig á styrkleikalista sambandsins.

Þrír leikmenn urðu þrefaldir meistarar á mótinu. Daníel Jóhannesson TBR og Sigríður Árnadóttir TBR unnu þrefalt í Meistaraflokki og Guðmundur Adam Gígja BH vann þrefalt í B.flokki.

Daníel Jóhannesson og Sigríður Árnadóttir

Guðmundur Adam Gígja t.v og Jón Sverrir Árnason t.h

Meistaraflokkur :

Í einliðaleik karla var það Daníel Jóhannesson TBR sem vann Jónas Baldursson TBR. Daníel vann fyrstu lotuna 21-6 en Jónas þurfti svo að gefa leikinn eftir fyrri lotuna. Í einliðaleik kvenna vann Sigríður Árnadóttir TBR Sólrúnu Önnu Ingvarsdóttur BH 15-21, 21-8 og 21-6.

Í tvíliðaleik karla voru það Daníel Jóhannesson og Jónas Baldursson TBR sem unnu þá Hauk Stefánsson og Kjartan Pálsson TBR 21-15, 19-21 og 21-9.

Í tvíliðaleik kvenna unnu Margrét Jóhannsdóttir og Sigríður Árnadóttir TBR þær Júlíönu Karitas Jóhannsdóttur og Ragnheiði Birnu Ragnarsdóttur TBR 21-12 og 21-10.

Í úrslitum í tvenndarleik mættust svo Daníel Jóhannesson og Sigríður Árnadóttir TBR gegn Eysteini Högnasyni og Júlíönu Karitas Jóhannsdóttur TBR. Unnu Daníel og Sigríður leikinn 21-12, 18-21 og 21-11.

A-flokkur :

Í einliðaleik karla var það Gústav Nilsson TBR sem sigraði Stefán Árna Arnarson TBR í úrslitaleik 21-13, 15-21 og 21-18.

Ekki var keppt í einliðaleik kvenna í A.flokk.

Í tvíliðaleik karla spiluðu Garðar Hrafn Benediktsson og Kristinn Breki Hauksson BH gegn Agli Sigurðssyni TBR og Þórhalli Einissyni Hamar í úrslitum. Voru það Egill og Þórhallur sem unnu leikinn 21-7 og 22-20.

Í tvíliðaleik kvenna voru það Hrund Guðmundsdóttir og Margrét Guangbing Hu Hamar sem unnu þær Höllu Stellu Sveinbjörnsdóttur og Irenu Ásdísi Óskarsdóttur BH 21-15, 18-21 og 21-19.

Í tvenndarleik voru það Þórhallur Einisson og Hrund Guðmundsdóttir Hamar sem mættu Kristiani Óskari Sveinbjörnssyni og Irenu Ásdísi Óskarsdóttur í æsispennandi leik þar sem Þórhallur og Hrund unnu 21-19, 19-21 og 22-20.

B-flokkur.

Í einliðaleik karla sigraði Guðmundur Adam Gígja BH en hann vann Þórarinn Heiðar Harðarson Aftureldingu 21-12, 15-21 og 21-12.

Í einliðaleik kvenna var það Margrét Guangbing Hu Hamar sem vann Natalíu Ósk Óðinsdóttur BH í úrslitum 13-21, 21-9 og 21-19.

Í tvíliðaleik karla voru það Guðmundur Adam Gígja og Jón Sverrir Árnason BH sem unnu Egil Magnússon og Þórarinn Heiðar Harðarson Aftureldingu 21-14 og 21-14.

Ekki var keppt í tvíliðaleik kvenna í B.flokki.

Í tvenndarleik spiluðu til úrslita Guðmundur Adam Gígja og Lilja Berglind Harðardóttir BH gegn Agli Magnússyni Aftureldingu og Erlu Rós Heiðarsdóttur BH. Unnu Guðmundur og Lilja leikinn 21-10 og 21-11.

Öll nánari úrslit er hægt að skoða með því að smella hér.


145 views0 comments
bottom of page