top of page
Search
  • bsí

Fjórir leikmenn tóku þátt í Victor Slovenia Future Series 2019


F.v Una Hrund Örvar og Sólrún Anna Ingvarsdóttir

Fjórir íslenskir leikmenn tóku þátt nú í dag og í gær í alþjóðlega mótinu Victor Slovenia Future Series 2019 en mótið er hluti af Future Series mótaröðinni, líkt og nafnið gefur til kynna og gefur stig á alþjóðalega styrkleikalistann.

Sólrún Anna Ingvarsdóttir spilaði í forkeppninni í einliðaleik kvenna þar sem hún mætti Julie Franconville frá Sviss þar sem Julie vann 21-16 og 21-7. Brynjar Már Ellertsson og Eysteinn Högnason spiluðu í forkeppninni í tvíliðaleik karla þar sem þeir spiluðu gegn Francisco Olivares og Carlos Sanchez-Alarcos frá Spáni. Voru það spánverjarnir sem unnu leikinn 21-10 og 21-18. Sólrún Anna Ingvarsdóttir og Una Hrund Örvar komust inn í aðalkeppni mótsins í tvíliðaleik karla og sátu hjá í fyrstu umferðinni. Í 16 liða úrslitum spiluðu þær gegn sænsku pari, þeim Emelie Borgstedt og Behnaz Pirzamanbein og voru það Emelie og Behnaz sem unnu báðar loturnar 21-10. Þá spiluðu Brynjar Már Ellertsson og Una Hrund Örvar í aðalkeppninni í tvenndarleik og þurftu að játa sig sigruð 21-18 og 21-5 gegn Mark Sames og Vytaute Fomkinaite frá Litháen. Eysteinn Högnason og Sólrún Anna Ingvarsdóttir tóku einnig þátt í aðalkeppninni í tvenndarleik en þau spiluðu gegn Mihia Ivanic frá Slóveníu og Katarinu Galenic frá Króatíu. Voru það Miha og Katarina sem unnu 21-11 og 21-7.

Hafa því allir íslensku keppendurnir lokið leik á mótinu.

Öll nánari úrslit frá mótinu má sjá með því að smella hér.


144 views0 comments
bottom of page