top of page
Search

BH eru Íslandsmeistarar liða í Meistaradeild

  • bsí
  • Mar 8, 2020
  • 1 min read

Updated: Feb 8, 2021

FRÉTT UPPFÆRÐ - Keppni í Meistaradeild ógild og sú keppni fellur niður árið 2020.


ree

Leikmenn BH f.v Róbert Ingi, Erla Björg, Sigurður, Gerda, Joshua, Tómas Björn og Davíð.



BH (Badmintonfélag Hafnarfjarðar) eru Íslandsmeistarar félagsliða 2020 í Meistaraflokki og munu því keppa fyrir hönd Íslands í Evrópukeppni félagsliða sem fram mun fara í Póllandi 23. - 27. júní í sumar.


Í meistaradeild kepptu 6 lið í einum riðli þar sem öll lið spiluðu gegn hvert öðru.


Í hverri viðureign voru samtals 8 leikir sem skiptust þannig

3 einliðaleikir karla

1 einliðaleikur kvenna

2 tvíliðaleikir karla

1 tvíliðaleikur kvenna

1 tvenndarleikur

Lið BH skipuðu :

Erla Björg Hafsteinsdóttir Gerda Voitechovskaja Davíð Phuong Joshua Apiliga Róbert Ingi Huldarsson Sigurður Eðvarð Ólafsson Tómas Björn Guðmundsson


Badmintonsamband Íslands óskar þeim innilega til hamingju með sigurinn.


Í öðru sæti urðu TBR - Gamli skólinn (Tennis- og Badmintonfélag Reykjavíkur) og í því þriðja TBR / ÍA - Prinsessur (Tennis- og badmintonfélag Reykjavíkur og Badmintonfélag Akraness)



ree


Smellið hér til að sjá nánari úrslit



 
 
 

1 Comment


raquetking
Mar 08, 2020

Hvað borgaði BH mikið fyrir þennan titil?

Like

©2017 BY BADMINTONSAMBAND ÍSLANDS. PROUDLY CREATED WITH WIX.COM

  • facebook
bottom of page