top of page
Search
  • bsí

BH eru Íslandsmeistarar liða í Meistaradeild

Updated: Feb 8, 2021

FRÉTT UPPFÆRÐ - Keppni í Meistaradeild ógild og sú keppni fellur niður árið 2020.


Leikmenn BH f.v Róbert Ingi, Erla Björg, Sigurður, Gerda, Joshua, Tómas Björn og Davíð.



BH (Badmintonfélag Hafnarfjarðar) eru Íslandsmeistarar félagsliða 2020 í Meistaraflokki og munu því keppa fyrir hönd Íslands í Evrópukeppni félagsliða sem fram mun fara í Póllandi 23. - 27. júní í sumar.


Í meistaradeild kepptu 6 lið í einum riðli þar sem öll lið spiluðu gegn hvert öðru.


Í hverri viðureign voru samtals 8 leikir sem skiptust þannig

3 einliðaleikir karla

1 einliðaleikur kvenna

2 tvíliðaleikir karla

1 tvíliðaleikur kvenna

1 tvenndarleikur

Lið BH skipuðu :

Erla Björg Hafsteinsdóttir Gerda Voitechovskaja Davíð Phuong Joshua Apiliga Róbert Ingi Huldarsson Sigurður Eðvarð Ólafsson Tómas Björn Guðmundsson


Badmintonsamband Íslands óskar þeim innilega til hamingju með sigurinn.


Í öðru sæti urðu TBR - Gamli skólinn (Tennis- og Badmintonfélag Reykjavíkur) og í því þriðja TBR / ÍA - Prinsessur (Tennis- og badmintonfélag Reykjavíkur og Badmintonfélag Akraness)





Smellið hér til að sjá nánari úrslit



440 views1 comment
bottom of page