top of page
Search
  • bsí

Broddi, Elsa og Drífa í undanúrslit á HM SeniorBroddi Kristjánsson er komin í undanúrslit í einliðaleik á heimsmeistaramóti öldunga sem fer fram á Spáni. Broddi sigraði rússann Yuri Smirnov 18-21, 21-18 og 21-14. Broddi spilar við Chang Wen Sung frá Chinese Taipei. Broddi spilar á velli 6 en ekki er komin tímu á leik hans en líklega verður hann seinnipart dags.


Elsa Nielsen tapaði naumlega á móti Majken Asmussen frá Danmörku í spennandi leik. Elsa tapaði fyrstu lotu 21-19, vann svo aðra lotu 13-21, þriðja lotan var spennandi en leik með sigri Majken 21-20.


Elsa spilar í undanúrslitum með Drífu Harðardóttir, en Elsa og Drífa sigruðu Lindu og Ceciliu frá Svíþjóð nokkuð örugglega í dag 21-7 og 21-7. Leikurinn þeirra fer fram á velli 7 líklega um kl. 13.00.


Drífa og Jesper Thomsen sigruðu indverkst par öruggulega 21-9 og 21-13. Á morgun spila þau við Mark Constable og Lynn Swan frá Englandi. Leikurinn verður leikinn á velli 6 fyrir hádegi á morgun föstudag.


Hægt er að fylgjast með úrslitum, tímasetningum og á hvaða velli er spilað hér.. https://www.tournamentsoftware.com/sport/tournament...


Einnig er bein útsending á YouTube hjá Badminton Spain... https://www.youtube.com/c/B%C3%81DMINTONSPAIN


Dagskráin í dag er ekki tímasett heldur er röð leikja á hverju velli vitað fyrirfram þannig að það er um að gerast að fylgjast vel þegar fer að koma að okkar fólki að spila.

384 views0 comments

Comments


bottom of page