Search
  • bsí

Daníel Jóhannesson og Lilja Bu unnu Einliðaleiksmót TBR 2020


Einliðaleiksmót TBR 2020 var haldið föstudaginn 28.ágúst þar sem eingöngu var keppt í einliðaleik í Meistaraflokki.

Fresta þurfti Meistaramóti Íslands 2020 í vor vegna Covid-19 og mun það verða haldið 11. - 13. september. Af þeim sökum var ákveðið að Einliðaleiksmót TBR 2020 myndi gilda inn á núverandi styrkleikalista og vera þar með síðasta mót fyrir Meistaramót Íslands.

16 keppendur voru í karlaflokki og var það Daníel Jóhannesson TBR sem stóð uppi sem sigurvegari mótsins eftir að hafa unnið Jónas Baldursson TBR í úrstlitum 21 - 16 og 21 - 14.


Jónas Baldursson t.v og Daníel Jóhannesson t.h

Í einliðaleik kvenna voru níu keppendur skráðir til leiks. Sigurvegarinn í einliðaleik kvenna var Lilja Bu TBR en hún sigraði Sólrúnu Önnu Ingvarsdóttur BH í úrslitum 24 - 22 og 21 - 7.


Lilja Bu t.v og Sólrún Anna Ingvarsdóttir t.h


Hægt er að sjá öll nánari úrslit frá mótinu með því að smella hér.


46 views0 comments

Recent Posts

See All

TBR Opið 2021 fór fram um helgina

Júlíana og Daníel sigruðu í einliðaleik á TBR-opið 2021! TBR Opið, fór fram um helgina. Keppt var í öllum greinum í Úrvalsdeild, 1- deild og 2-deild. Daníel Jóhannesson TBR sigraði einliðaleik karla e