top of page
Search
  • bsí

Daníel Jóhannesson og Lilja Bu unnu Einliðaleiksmót TBR 2020


Einliðaleiksmót TBR 2020 var haldið föstudaginn 28.ágúst þar sem eingöngu var keppt í einliðaleik í Meistaraflokki.

Fresta þurfti Meistaramóti Íslands 2020 í vor vegna Covid-19 og mun það verða haldið 11. - 13. september. Af þeim sökum var ákveðið að Einliðaleiksmót TBR 2020 myndi gilda inn á núverandi styrkleikalista og vera þar með síðasta mót fyrir Meistaramót Íslands.

16 keppendur voru í karlaflokki og var það Daníel Jóhannesson TBR sem stóð uppi sem sigurvegari mótsins eftir að hafa unnið Jónas Baldursson TBR í úrstlitum 21 - 16 og 21 - 14.


Jónas Baldursson t.v og Daníel Jóhannesson t.h

Í einliðaleik kvenna voru níu keppendur skráðir til leiks. Sigurvegarinn í einliðaleik kvenna var Lilja Bu TBR en hún sigraði Sólrúnu Önnu Ingvarsdóttur BH í úrslitum 24 - 22 og 21 - 7.


Lilja Bu t.v og Sólrún Anna Ingvarsdóttir t.h


Hægt er að sjá öll nánari úrslit frá mótinu með því að smella hér.


52 views0 comments

Commenti


bottom of page