top of page
Search

Daníel Jóhannesson og Sigríður Árnadóttir unnu Einliðaleiksmót TBR 2021

bsí



Einliðaleiksmót TBR 2021 var haldið föstudaginn 3.september þar sem eingöngu var keppt í einliðaleik í Úrvalsdeild. Mótið er hluti að stjörnumótaröð Badmintonsambands Íslands.

Voru 16 keppendur skráðir til leiks í karlaflokki og 5 keppendur skráðir til leiks í kvennaflokki.


Daníel Jóhannesson TBR stóð uppi sem sigurvegari eftir að hafa unnið Róbert Inga Huldarsson BH í úrslitaleik 21-10 og 21-14.


Það var svo Sigríður Árnadóttir TBR sem vann Júlíönu Karítas Jóhannsdóttur TBR í úrslitaleik 21-19 og 21-7.


Öll nánari úrslit frá mótinu má finna með því að smella hér.


 
 
 

留言


©2017 BY BADMINTONSAMBAND ÍSLANDS. PROUDLY CREATED WITH WIX.COM

  • facebook
bottom of page