top of page
Search
bsí

Daníel og Júlíana badmintonfólk ársins 2022

Badmintonsamband Íslands hefur valið Daníel Jóhannesson TBR og Júlíönu Karítas Jóhannsdóttir TBR badmintonfólk ársins 2022.


Þetta er í fyrsta skipti sem Júlíanna er valin badmintonkona ársins. Júlíana vann 4 af 5 mótum mót sem hún tók þátt í Íslandi árið 2022 í einliðaleik kvenna og varð Íslandmeistari árið 2022 í einliðaleik kvenna í annað sinn. Haustið 2022 flutti Júlíana til Sviss þar sem hún æfir í badmintonakademíu í Zurich og spilar fyrir BC Zurich. Júlíana var hluti af landsliðshóp sem tók þátt í undakeppni evrópumóts blandaðraliða árið 2022.









Daníel Jóhannesson er badmintonmaður ársins árið 2022. Þetta er í annað skiptið sem Daníel er valinn badmintonmaður ársins. Daníel hefur spilað vel á árinu en hann varð íslandsmeistari í einliðaleik karla árið 2022 ásamt því að fá silfurverðlaun í tvíliðaleik. Þetta var þriðji íslandsmeistaratitill hans enn hann sigraði í tvíliðleik árið 2018 og einliðaleik árið 2021. Daníel vann sér inn þáttökurétt á evrópumóti einstaklinga í badminton 2022 í tvenndarleik og var einnig hluti af landsliðshóp sem tók þátt í undakeppni evrópumóts blandaðraliða árið 2022. Daníel er efstur á styrkleikalista Badmintonsambands Íslands í einliðaliek karla.

228 views0 comments

Commentaires


bottom of page