top of page
Search
  • bsí

Davíð Bjarni og Kristófer Darri Íslandsmeistarar í tvíliðaleik karlaDavíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnsson TBR eru Íslandsmeistarar í tvíliðaleik karla árið 2021. Þeir mættu í úrslitum Daníel Jóhannessyni og Jónasi Baldurssyni TBR og var leikurinn gríðarlega spennandi og mikið um löng rallý. Fór svo að Davíð Bjarni og Kristófer Darri unnu eftir oddalotu 21-16, 16-21 og 24-22.

Er þetta þriðja árið í röð sem þeir Davíð Bjarni og Kristófer Darri vinna titilinn og í fjórða skiptið á síðustu fimm árum sem þeir vinna en þeir unnu einnig árið 2017.
215 views0 comments

コメント


bottom of page