top of page
Search
bsí

Davíð Bjarni og Kristófer Darri spila á Evrópuleikunum í Póllandi

Evrópuleikarnir (European Games) fara fram í Karków - Malopolska í Póllandi dagana 21. júní til 2. júlí á en þeir fara fram á fjögurra ára fresti að sumri til. Í ár er keppt er í um 26 íþróttagreinum. Keppni stendur yfir í 12 daga og taka um 7000 íþróttamenn frá Ólympíuþjóðum Evrópu þátt. Árið 2015 fóru fyrstu leikarnir fram í Bakú í Azerbaijan og árið 2019 fóru aðrir leikarnir fram í Minsk í Hvíta-Rússlandi.


Allir bestu badmintonspilarar Evrópu taka þátt í Evrópuleiknum og þar á meðal Viktor Axelsen og Carolina Marin. Búið er að draga og eru Davíð og Kristófer í riðli með Noregi, Hollandi og Danmörku, en danirnir Kim Astrup og Anders Skaarup Rasmumussen eru númer 14 á heimslista alþjóða badmintonsambandsins. Sjá má niðuröðun og fylgjast með framgangi þeirra á hér.




111 views0 comments

Comments


bottom of page