top of page
Search
bsí

Forkeppni RSL Iceland International lokið


í kvöld lauk forkeppni RSL Iceland Internatonal með leikjum í tvíliðaleik karla. Síðasti leikur kvöldsin var á milli tveggja liða frá Íslandi og varð svo að Stefán Árni Arnarsson og Gústav Nilsson sigruðu Brynjar Már Emilsson og Sigurð Edvarð Ólafsson en Stefán og Gústav taka þess vegna þátt í aðalkeppni mótsins sem hefst á morgun fimmtudag kl. 09.00.


Sólrún Anna Ingvarsdóttir náði þeim frábæra árangri að komast inní aðalkeppni mótsins með því að sigra Saffron Morris frá Wales og þar sem sinn annan leik í dag.


Alls eru 23 íslendingar sem spila í aðalkeppni RSL Iceland International á morgun og mælum við með því að koma í TBR og horfa á frábært badminton.


Allar upplýsingar um leiki, tímasetningar og úrslit eru að finna á:


Og einnig minnum við á streymið á youtube stöð sambandsins - Badminton Icelanad (167) Badminton Iceland - YouTube



105 views0 comments

Comments


bottom of page