Helgina 23 og 24 Mars hélt badmintondeild Aftureldingar sitt fyrsta meistaramót í badminton. Engu var til sparað og fékk deildin lánaðar badmintonmottur og súlur frá Badmintonfélagi Hafnarfjarðar til að gera umgjörð mótsins eins og best getur orðið. Meistaramót UMFA gefur stig á fullorðinsmótaröð Badmintonsambands Íslands og því komu í Mosfellsbæinn flestir af bestu spilurum landsins og úr varð stórgott og skemmtilegt mót.
69 Keppendur skráðu sig til leiks og voru leiknir samtals 100 leikir í öllum greinum í 3 deildum. Afturelding átti sína fulltrúa í 1. deild og 2. deild sem gerðu gott mót og skiluðu inn mörgum verðlaunum.
Sunna Karen Ingvarsdóttir Aftureldingu vann þrefalt í 2.deild. Sunna var ekki sú eina á mótinu sem vann þrefalt en Sigríður Árnadóttir frá TBR vann þrefalt í úrvalsdeild.
Bein útsending var frá mótinu báða dagana á youtube.com en þar má enn sjá leiki á velli 3 báða dagana:
Laugardagur: https://www.youtube.com/watch?v=fW3nMUmWXOM
Sunnudagur: https://www.youtube.com/watch?v=2sT-OArIsJA
Comentarios