Meistaramót Íslands 2024 var haldið í Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði í samvinnu við Badmintonfélag Hafnarfjarðar. Mótið var hið glæsilegasta og var þáttaka góð, fjölmargir áhorfendur lögðu leið sína í Hafnarfjörðin og var keppni jöfn og spennandi.
Keppt var í þremur deildum, Úrvalsdeild, 1. deild og 2. deild.
Davíð Bjarni Björnsson TBR og Arna Karen Jóhannsdóttir TBR urðu Íslandmeistarar í tvenndarleik eftir sigur á Kristófer Darra Finnssyni TBR og Drífu Harðardóttur ÍA 21/18, 21/23 og 21/15 og var þetta annar íslandsmeistaratitill þeirra en þau unnu einnig árið 2023.
Kári Gunnarsson TBR endurheimti Íslandsmeistaratitilinn og bætti þeim tíunda í safnið þegar hann sigraði Róbert Henn TBR 21/13 og 21/19.
Gerda Voitechovskaja BH hélt titlinum eftir sigur á Sigríði Árnadóttur TBR 21/17 og 21/9.
Davíð Bjarni Björnsson TBR og Kristófer Darri Finnsson TBR eru Íslandsmeistarar í tvíliðaleik eftir sigur á Jónasi Baldurssyni TBR og Daníel Jóhannessyni TBR 21/16 og 21/12 og var þetta sjöundi íslandsmeistaratitill Daviðs og Kristófers en þeir tóku nýlega þátt í Evrópumeistaramótinu í badmintoni sem haldið var í Þýskalandi í apríl.
Gerda Voitechovskaja BH og Drífa Harðardóttir ÍA urðu Íslandsmeistarar í tvíliðaleik móti Sigríði Árnadóttur TBR og Örnu Karen Jóhannsdóttur TBR 15/21, 22/20 og 21/19 og var þetta fyrsti Íslandsmeistaratitill Gerdu í tvíliðaleik en sá sjötti hjá Drífu í tvíliðaleik.
Helginni lauk svo með glæsilegu lokahófi Badmintonsambands Íslands.
Upplýsingar um úrslit í öðrum deildum má finna hér Tournament Software.
Hægt er að skoða myndir frá mótinu hér Flickr.
Commentaires