top of page
Search
annamargret5

Hörkuleikir hjá Lilju og Mána Berg á EYOF í dag



Máni Berg Ellertsson (ÍA) og Lilja Bu (TBR) hófu keppni í dag á Ólympíuleikum Evrópuæskunnar. Þau eru að spila í 5 manna riðlum. Máni Berg hóf leik kl. 9:40 að staðartíma á móti Nicolae Enachi frá Moldóvu en hann vann fyrstu lotuna 23/21 en tapaði síðan annari og þriðju 14/21 og 14/21. Lilja Bu spilaði síðan á móti Tyrknesku stelpunni Ravza Bodur sem er með fjórðu röðun í mótinu. Lilja tapaði 10/21 og 5/21. Seinni leikurinn hjá Mána Berg var að móti Belganum Arnaud Huberty sem er með áttundu röðun á mótinu. Hann tapaði 9/21 og 8/21. Seinni leikurinn hjá Lilju Bu var á móti Hajar Nuriyeva frá Azerbajan. Hún vann þann leik í þremur lotum 21/19, 17/21 og 21/19.


Á morgun á Lilja leik við Fjojona Janko Albaníu kl. 9:40 að staðartíma og Anna Kovalenko frá Úkraínu kl. 13:40. Máni Berg á leik við Manvel Harutyunyan frá Armeníu kl. 13:15 að staðartíma og Baton Haxhiu frá Kósóvu kl. 16:40.


Fyrir áhugasama má fylgjast með leikunum í beinni í gegnum þessa slóð: https://eoctv.org/live/


Einnig er hægt að fylgjast með gangi mála á Instagramsíðu ÍSÍ @isiiceland, Facebooksíðu ÍSÍ sem og á heimasíðu ÍSÍ.


ÁFRAM ÍSLAND!

83 views0 comments

Comments


bottom of page